Wednesday, August 22, 2007

Soulsavers


Jæja eruði ekki í stuði fyrir drungalegt indí gospel? Soulsavers eru bresk hljómsveit sem fengu hinn hrjúfraddaða Mark Lanegan til liðs við sig og gáfu út plötuna It's Not How You Fall, It' The Way You Land fyrr á árinu. Mark kallinn setur að sjálfsögðu mikinn svip á plötuna enda þekkir maður röddina hans hvar sem er og eitt af lögunum á plötunni er m.a.s. gamalt lag með honum. Mér finnst þetta alveg gæsahúðarflott og skil ekki hvernig ég gat misst af þessu þangað til núna.

Soulsavers - Revival
Soulsavers - Kingdoms of Rain

Soulsavers á Myspace

No comments: