Þorravísur - Randver
Til veiga, til veiga vjer vekjum sérhvern mann!
Kominn er illviðra kóngurinn Þorri,
kaldur og fokreiður ættjörðu vorri.
Með blóti, með blóti vjer blíðka þurfum hann.
Máski ekki nýtt fyrirbæri í sögu mannverunnar að hringja í liðið og hóa í teiti. Ástæðurnar geta verið margar, háleitar, trúarlegar, gleðilegar, sorglegar eða í raun engar. En oft endar kvöldið með lagi.
House of the Rising Sun - Animals
Man eftir partíunum hjá mömmu og pabba þegar ég var lítill. Litlu bláu dósirnar á öllum borðum (sem ég fann seinna út að væru Löwenbrau). Who, Kinks, Jethro Tull og Incredible Stringband búið að hljóma en alltaf endaði kvöldið á dramatískum innlifunarflutningi pabba og Gulla frænda á House of the Rising Sun. Ein af skírustu minningum bernskunnar.
In the Ghetto - Nick Cave and the Bad Seeds
Rúmum tíu árum seinna. Grænar glerflöskur á borðum (Tuborg). Ég, Skari og Arne haldandi utan um axlir hvors annars syngjandi okkur hása með útgáfu Cave og co. á fóninum.
Piano Man - Billy Joel
Ekki einn af mínum uppáhaldstónlistarmönnum en lagið er orðið að þjóðsöng laugardagskvölda á Dillon. Síðasta lag Andreu og allir vita að geimið er að verða búið. Samt er það einhvern veginn í lagi því það á við stund og stað og gengið hefur hópsöng í fjöldafaðmlagi áður en haldið er heim eða í leit að meira fjöri.
Anywhere I Lay My Head - Tom Waits
Hvort sem maður liggur í ræsinu með gangstéttarkant sem svæfil eða í sófa einn eftir í partíinu þá skiptir það í raun ekki máli. Þar sem ég hvíli kollinn á ég heima.
Friday, August 17, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment