Thursday, August 30, 2007

Super Furry Animals


This song is based on a true story, which would be fine if it wasn't autobiographical...

Velsku sýrupoppararnir í Super Furry Animals voru að gefa út sína áttundu plötu í vikunni sem er eiginlega mögnuð þrautseigja. Platan heitir Hey Venus! og í þetta sinn syngja þeir á ensku sem er viss léttir því fyrir svona einfeldninga eins og mig er svo asskoti leiðinlegt að skilja ekki bofs. Litla sæta popplagið Run-Away er ferlega catchy og ávanabindandi og gamla lagið It's Not The End Of The World? finnst mér alltaf svo fallegt svo það flýtur hér með.

Ég verð annars að játa upp á mig þá skömm að bróðir minn gaf mér SFA plötuna Radiator í jólagjöf fyrir mörgum árum en bjáninn ég skipti henni fyrir einhverja poppfroðu sem gelgjunni í mér þótti kúl. Ég held ég hafi alveg misst svona 10 rokkstig þar og bróðir minn hefur örugglega aldrei litið mig sömu augum.

Super Furry Animals - Run-Away
Super Furry Animals - It's Not The End Of The World?

No comments: