Wednesday, August 29, 2007

Beirut...JEIJJ!


Eftir að hafa hlustað á Gulag Orkestar næstum of oft og beðið alltof spennt eftir að sjá Beirut og fylgdarlið á Glastonbury í júní komst ég að því að Zach Condon og félagar eru bara alveg jafn flott og skemmtileg live og á plötu. Ég held að spilagleðin hafi ekki sýnt sig jafn mikið hjá neinum öðrum sem við sáum - nema þá kannski Klaxons :) Í stuttu spjalli við Zach Condon eftir fyrrnefnda tónleika komst ég að því að hann er bara nokkuð hress, finnst blár ópal ekkert svo vondur og á kærustu sem heitir pólsku útgáfunni af nafninu mínu...alltaf jákvæðir eiginleikar!

Það sem meira er: hann tilkynnti líka að hann myndi líklega skreppa aðeins til Íslands í október og spila á Airwaves, enda önnur plata Beirut þá nýkomin út. Ég er því búin að vera veeerulega spennt síðan í júní! Enn er ekkert farið að heyrast um Airwaves performance EN platan, The Flying Club Cup, er hinsvegar komin í spilarann og hljómar vel...allavega jafn vel og sú fyrsta! Engar stórvægilegar breytingar kannski, svolítið meira af því sama - harmonikkan, ukulele-ið, mandólínið og hornin enn á sínum stað - en þó er einhver munur, eitthvað sem ég næ ekki alveg að benda á...

En mér finnst allavega vel þess virði að tékka á þessum lögum (og helst bara plötunni allri):

Nantes
The Penalty
Forks and Knives (La Fête)

No comments: