Wednesday, August 15, 2007
Okkervil River
Jæja þá er ég komin aftur heim frá Nýja Sjálandi og er á fullu að reyna að snúa sólarhringnum við. Ég er nú búin að vera í hálfgerðu tónlistarlegu svelti síðustu tvær vikur en ég afrekaði þó að kaupa alveg heila tvo diska úti, annars vegar Ga Ga Ga Ga Ga með Spoon og hins vegar The Stage Names með Okkervil River. Þeir eru báðir virkilega góðir en einhverra hluta vegna virðist ég alltaf setja Okkervil River fyrst í og ég er satt að segja pínku dolfallin yfir því hversu mögnuð plata þetta er.
Nú er ég búin að vera yfir mig ástfangin af Okkervil River síðan ég heyrði upphafstóna Black Sheep Boy en á nýju plötunni tekst þeim að gera það sem mörgum reynist erfitt... koma með nýja hluti inn í tónlistina en halda samt sínum hljómi. Allt það sem hreif mig við þá er enn til staðar en samt er þetta nýtt og spennandi. Ég get ekki mælt nógu mikið með þessari plötu, þið einfaldlega verðið að fjárfesta í eintaki! Hér eru fyrsta og síðasta lag plötunnar, það fyrra grípur mann við fyrstu hlustun og það síðara inniheldur stef úr Sloop John B sem hefði getað verið klúður en er bara æðislegt.
Okkervil River - Our Live Is Not A Movie Or Maybe
Okkervil River - John Allyn Smith Sails
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Nýja Okkervil platan er bara yndi, svo einfalt er það.
Hún og nýja Sunset Rubdown eru bara á repeat hérna megin.
Okkervil, MIA og Teagan & Sarah hérna megin
Post a Comment