Thursday, August 23, 2007

Topp 5 fyllerís-/djammlög - Krissa

Já, ég veit að ég er alltaf alltof alltof sein en ég ætla bara samt að fá að vera memm...so here goes

5. Nouvelle Vague - Too Drunk to Fuck
"Oh je suis trop bourrée
Pour uhm, pour baiser"

Mér finnst Nouvelle Vague útgáfan bara skemmtilegri en sú upprunalega. Þetta er lagIÐ sem við Kristín hlustuðum bara alltaf á á gömlu Freyjugötunni sumarið 2005 - djammsumariNU. Þetta er lagið sem við hlustuðum á þegar við vorum í fínum kjólum að dansa endalaust í hringi í litlu stofunni til að láta pilsin sveiflast í almennilegan hring. Þetta er lagið sem við hlustuðum á þegar við bjuggum fyrst til frosnar margaritur. Þetta er lagið sem við hlustuðum á sem dinnertónlist þegar allir voru í útlöndum og við eyddum páskunum saman. Þetta er blimmin' awesome lag og vel viðeigandi á hvaða djammi sem er! :)

4. The Arcade Fire - Neighborhood #3 (Power Out)
"Kids are swinging from the power lines
Nobody's home, so nobody minds"

Víjj þetta er svo mikið sing-along song. Power Out er lagið sem maður 'transdansar' við eins og ónefndur drengur myndi kalla það. Loka augunum, dansa og syngja eins hátt og maður mögulega getur...

3. The Funerals - Pathetic Me

Fullkomið til að setja á þegar maður kemur aftur heim en vill ekki fara að sofa strax. Pathetic Me er 'eftirdjamm' lagið.

2. The Cure - Close to Me
"I never thought this day would end
I never thought tonight could ever be
This close to me"

Uppáhalds Cure lag einnar af uppáhalds manneskjunum mínum í heimigeiminum. Dillirassa-sing-along lag eftir Robert Smith! Gerist það eitthvað betra?

1. British Sea Power - Apologies to Insect Life
"Oh Fyodor you are the most attractive man
Oh Fyodor you are the most attractive man I know,
Your Russian heart is strong and has been bleeding for too long"

Ojjj þetta er svo goooott lag! Fullkomið sem síðasta lag til að hlusta á áður en farið er út og verða enn hressari. Eina sem gæti mögulega verið betra er að vera í litlu tjaldi á meðalstóru festivali, umkringdur fullt af fólki, greinum og plasthegrum og heyra lagið live...!!! :)


ooog honourable mentions: Piano Man með Billy Joel og Tiny Dancer með Elton John. Lögin eru indistinguishable því bæði eru fáranlega góð og bæði segja þau: "það er Laugardagur, ég er á Dillon, ég er með skemmtilegu fólk og það er búið að vera fáranlega gaman en nú er verið að loka og tími til kominn að fara á næsta stað" :)

2 comments:

Kristín Gróa said...

Víjj þetta er svo fáránlega skemmtilegur listi sem minnir mig á svo góð kvöld að þér fyrirgefst alveg þetta grófa brot á reglu 2! ;)

Já og greinar og hegrar eru klárlega málið... mér finnst að við ættum að taka svoleiðis með á næsta djamm! Bwahaha.

Krissa said...

tíhí hjúkk...fæ ég semsagt ekki refsingu fyrir að brjóta reglu 2 (enn einu sinni)? :)

annars ætti nú ekki að vera mikið mál að redda greinum...en plasthegrum?!? sheize kebaben...eða eru kannski ekta bara málið? ;P