5. Gylfi Ægisson - Í stuði
Hallærislega "vúhú það er föstudagur og ég er að fara á skrall" lagið. Fyrr í sumar fór ég í ónefnda matvörubúð á höfuðborgarsvæðinu og var þar staddur enginn annar en Gylfi Ægisson sjálfur. Rétt í því sem ég gekk framhjá honum yrti einhver gaur á hann og Gylfi svaraði að bragði "jú ég er bara í stuði". Mér varð svo mikið um þetta að ég hljóp skríkjandi inn í mjólkurkælinn!
4. Modest Mouse - The Good Times Are Killing Me
Have one, have twenty more "one mores" and oh it does not relent.
"Úff ég djamma of mikið" lagið. Summarið 2005 var eitt hressasta sumar í manna minnum og þá rataði þetta lag einmitt oft á fóninn enda vel við hæfi.
3. Elliott Smith - Between The Bars
Bömmerfylleríslagið. Þetta var fyrsta lagið sem ég heyrði með Elliott Smith og ég hljóp strax daginn eftir út í Skífu að reyna að finna einhverjar plötur með honum. Það eina sem var til var XO svo ég keypti hana og fannst hún frábær en þetta lag hefur alltaf verið í mestu uppáhaldi hjá mér.
2. Nouvelle Vague - Too Drunk To Fuck
"Úff ég er svo full að ég flissa bara og meika ekkert" lagið. Sumum þykir kannski skandall að ég skuli ekki setja orginalinn með Dead Kennedys frekar en þetta var sko lagið mitt og Krissu á tímabili og það minnir mig alltaf á góða tíma á Freyjunni. Kjólar, kokkteilar, varalitagerð, kjánadans og fara ekki í bæinn fyrr en 4 um nótt því við gleymdum okkur svo í tónlistinni heima... allt of gaman!
1. Billy Joel - Piano Man
"Ég er á uppáhalds barnum mínum með öllum vinum mínum og á þessu mómenti er allt fullkomið" lagið. Ég skal alveg viðurkenna að ég fer oft í bæinn um helgar og í hvert einasta skipti fer ég á Dillon og þess vegna er þetta lag á toppnum. Ég hef átt svo mörg góð kvöld með vinum mínum á Dillon að um leið og ég heyri upphafstónana á þessu lagi þá fæ ég fiðring í magann og get ekki annað en brosað :)
Friday, August 17, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
sammála með sumarið 2005 og Jóelinn er pottþétt á topp.5. Epískt djammlag!
Post a Comment