Toppfimm hugðist vera stórtækt þetta árið og gera út festival deildir bæði á Hróa og Glastonbury. Vegna landfræðilegra örðugleika þurfti að fresta Glastoför ársins (því miður búhú) en line-upið hefur verið birt og er ekki af verri endanum.
Enn eru til miðar svo það er um að gera að skella sér til Somerset, kíkja á Stonehenge, hafa það gott á Glasto, rölta á milli sviða/tjalda og sjá fáranlegt úrval hljómsveita, tékka á sirkusnum, fara á stand-up, smakka epla ciderinn og fá smá healing hjá shaman í Healing Fields. Krakkar - glasto er yndi!
4 comments:
Gahh ég ELSKA þessa mynd! Minnir mig svo á good times hangandi í stone circle að lesa dagblöðin og borða frosna jógúrt! Mig langar á Glasto... búfokkinghú.
Ég veit maur! Ég átti líka verulega erfitt með mig þegar við skiluðum miðunum...það var ekki létt. Svo verður líka pottþétt sól og gaman allan tímann núna, bara afþví að við erum ekki að fara tíhí
Spurning um að ákveða bara strax að fara næsta sumar? Kaupa miða með lestinni innifalinni og taka svo nokkra daga í London eftir festið? Heppnaðist vel síðast ;)
Hvernig stendur Hróaferð annars? Ætlarðu? ;)
Ég er sko til í að fara á Glasto næsta sumar... count me in! Hvað varðar Hróa þá lítur það aaaaansi líklega út þessa stundina. Ég er búin að ákveða að ef það verða enn til miðar á hátíðina og flugmiðar á ekki allt of miklum okurprís núna um helgina þá fer ég... er búin að fá frí og allt.
Ég ætlaði eiginlega að spara peninginn en ef það á að plata mig til að fljúga með 60 ára gamalli sjóflugvél til afskekkts krummaskuðs í Alaska þá verð ég að fá einhver svakaleg verðlaun og Hrói er ansi góð gulrót!
BWAHAHA mér finnst Alaska/Seattle ferðin KLÁRLEGA vera nógu góð ástæða fyrir eitt stk Roskildehelgi. Vona bara að það verði gott veður á þig til tilbreytingar ;)
Post a Comment