Friday, May 2, 2008

Topp 5 lög til að elda við - Kristín Gróa

Ahh svo hressandi að gera listann algjörlega á síðustu stundu, bæði hvað varðar deadline og flugáætlun! Úff here goes:

5. Pixies - The Sad Punk

Einkennislagið mitt? Tjah það er spurning en ég veit allavega að þar sem græjurnar eru inni í stofu en ég inni í eldhúsi með viftuna í gangi þá þarf tónlistin bæði að vera hátt stillt og hávær að eðlisfari til að ég heyri eitthvað.

4. Nick Drake - Hazy Jane II

Þegar ég er að halda matarboð á laugardagskvöldi á ég það til að undirbúa mig fyrr um daginn í rólegheitunum, saxa og rífa svo allt verði tilbúið þegar alvöru eldamennskan hefst. Ef það er til betri laugardagseftirmiðdagstónlist en Nick Drake þá hef ég ekki heyrt hana.

3. Bow Wow Wow - I Want Candy

Þetta er bara svo kjánalega hresst og skemmtilegt. Fullkomið til að hlusta á þegar ég er að halda matarboð og er komin á það stig að þurfa að elda, mála mig og drekka bjór í einu... í catsuitinu.

2. The Shins - Know Your Onion!

Þó textinn sé alveg skelfilega vel við hæfi þá er staðreyndin líka sú að ég hlusta mjög oft á Shins þegar ég elda.

1. The Beatles - Savoy Truffle


Mmmm að hlusta á textann er nú nóg til að fá munnvatnið af stað en svo er þetta líka bara svo hresst! Já!

No comments: