Monday, May 19, 2008

No Age


Plön sumarsins breytast á tveggja daga fresti en eitt er víst, ég var að kaupa mér miða á Hróarskeldu í gær svo jeijj fyrir því. Ég gæti reyndar þurft að nýta ferðina og fara að vinna í Danmörku í leiðinni en það er svo sem allt í lagi, þá fæ ég bara flugið mitt frítt í staðinn. Maður er alltaf að græða.

Á meðal þeirra sem stíga á stokk á Hróarskeldu er hin losangelíska tveggja manna sveit No Age sem gjörsamlega tryllti gagnrýnendur með plötunni Nouns á dögunum. 9.2 á Pitchfork? Really now? Svona dómar skemma eiginlega bara fyrir mér því ég býst við svo miklu að þegar ég loksins heyri tónlistina þá hugsa ég bara "er þetta allt og sumt?". Mér líður dálítið eins og mér leið þegar ég hlustaði á hina ofsahæpuðu Person Pitch með Panda Bear í fyrsta skipti. Mér fannst þetta alveg flott en var ekkert að pissa á mig yfir snilldinni. Með tíð og tíma varð ég reyndar ansi hrifin af þeirri plötu svo kannski fer ég að elska þessa líka þegar ég fer að hlusta meira á hana og hugsa minna um snilldarstimpilinn sem er á henni. Hún lofar vissulega góðu svo ég hvet ykkur til að tékka á henni.

No Age - Teen Creeps
No Age - Sleeper Hold

No comments: