Prayer to God - 1000 Hurts - Shellac
Alltaf gott að byrja á bæn. Setur stemmninguna fyrir restina og restin er eins og byrjunin, frekar reið.
Neighborhood #1 (Tunnels) - Funeral - Arcade Fire
Var búinn að eiga plötuna lengi áður en ég gat haldið áfram með hana og byrjað að hlusta á lag númer 2. Tunnels var bara svo massíft að ég komst ekki lengra. Held að þetta sé fyrsta og besta lagið sem ég hef heyrt með þeim.
The Mercy Seat - Tender Prey - Nick Cave & The Bad Seeds
And the mercy seat is waiting
And I think my head is burning
And in a way I'm yearning
To be done with all this measuring of truth.
An eye for an eye
And a truth for a truth
And anyway I told the truth
But I'm afraid I told a lie.
Engar málalengingar heldur hoppað beint í sjö mínútna vangaveltur og játningar á dauðadeild, enda ekki eftir neinu að bíða, stóllinn kallar.
Trompe Le Monde - Trompe Le Monde - Pixies
go
go little record go
it is named by
some guy named joe
and the words
are the letters of the words
Ahh... Trompe Le Monde, þurfti að hlusta sjö sinnum á hana áður en ég fór að skilja, uppáhalds Pixies platan mín og ein af uppáhaldsplötum mínum almennt. Þetta lag setur tóninn fyrir það sem koma skal, og það er allt gott.
In The Flesh - The Wall - Pink Floyd
So you thought you might like to,
Go to the show.
To feel the warm thrill of confusion,
That space cadet glow.
Tell me is something eluding you, sunshine?
Is this not what you expected to see?
If you wanna find out whats behind these cold eyes,
Youll just have to blow your way through this disguise.
Magnað upphaf á magnaðri plötu. Waters hefur ferðalagið inn í skúmaskot hrjáðs huga með sinni ískyggilegu og brjálæðislegu rödd. Hvort sem hann hvíslar yfirvegað eða öskrar í tryllingi er það óaðfinnanlegt í mínum eyrum .
Friday, May 16, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ég kemst ekki yfir það að ég hafi einmitt líka þurft sjö hlustanir til að skilja Trompe Le Monde og að það sé líka uppáhalds Pixies platan mín. Svo var ég líka næstum búin að setja Mercy Seat á listann min. Magnað!
Post a Comment