Tuesday, May 27, 2008
Nýtt frá Sigur Rós
Strákarnir í Sigur Rós voru að tilkynna það að þeir ætla að henda í okkur nýrri plötu eftir skitinn mánuð, þann 23. júní. Svona á að gera þetta! Gera mann spenntan og gefa plötuna út meðan spennan er í algleymingi. Platan heitir hinu frábæra nafni með suð í eyrum, við spilum endalaust. Með fréttunum fylgdi líka fyrsta lagið af plötunni sem heitir gobbledigook. Það er greinilegt að nýtt hljóð er á ferðinni og ég fagna því að drengirnir séu að prófa eitthvað nýtt. Mér finnst þetta lag vera alveg frábært, mikið vor og sumar í því. Ég vona bara að fólk taki vel í breytingarnar en ég sé strax fyrir mér bandarískar háskólastelpur vera alveg:
"I love Segöhr Rohs but I think they are really moving away from... blah blah blaaah!" Gott lag! Tjekkaðu á því
Sigur Rós - gobbledigook
Svo er hér linkur á myndbandið en ekki vera að smella á þetta í vinnunni nema allir séu líbó á því að það sé tillar og brjóllur á skjánum þínum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Já vá mér líst svo vel á þetta fyrsta lag - hlakka fáranlega til að heyra plötuna núna!! :D
Tillar og brjóllur fyrir alla! Haha Vignir þú ert æði og það er þetta lag líka...
Post a Comment