Friday, May 23, 2008

Topp 5 lokalög - Kristín Gróa

Jæja það eru bara golden oldies á listanum í þetta skiptið...


5. Dire Straits - Brothers In Arms af Brothers In Arms (1985)

Mér finnst þetta bara svo fallegt. Punktur.


4. Neil Young - Tonight's The Night - Part II af Tonight's The Night (1975)

Ég var fyrst að pæla í því að hafa byrjunarlögin og endalögin spegluð, þ.e. finna plötur þar sem byrjunarlagið er frábært og endalagið líka og byggja listana tvo þannig upp. Ég guggnaði samt á því en þessi plata hefði verið sjálfkjörin á listana því það er sama lagið í upphafi og í lokin, bara í öðrum búningi. Að ljúka plötu á sama hátt og hún byrjaði er eitthvað sem Neil Young á það til að gera, ekki alltaf svona augljóslega en mér finnst þetta rosalega flott leið til að gera plötuna að einni heild. Það lokar hringnum.


3. Stevie Wonder - I Believe (When I Fall In Love It Will Be Forever) af Talking Book (1972)

Þetta lag potar í einhvern auman blett innan í mér svo mig verkjar alltaf smá í hjartað þegar ég hlusta á það. Samt er lagið í raun uppfullt af von svo það er ekki vondur hjartaverkur heldur svona meira hjartað að segja "Hei ég er hérna! Ekki gleyma mér!". Sem er eins gott því maður má ekki gleyma hjartanu sínu.


2. Bob Dylan - Sad Eyed Lady Of The Lowlands af Blonde On Blonde (1966)

Þessi ástaróður til Söru Lownds er líklega uppáhalds Dylan lagið mitt og þá er nú mikið sagt. Þetta er einmitt það sem Dylan gerir best, það virðist ekki mikið vera í gangi en hann ryður út úr sér erindi eftir erindi og maður fær aldrei nóg þrátt fyrir að lagið sé ellefu mínútna langt. Lagið tók alla fjórðu hlið meistarverksins Blonde On Blonde og er heldur betur stórfenglegur endir á frábærri plötu.


1. The Beatles - A Day In The Life af Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band (1967)

Ekki frumlegt val en ég get bara ekki ímyndað mér betra lokalag. I read the news today, oh boy er svo auðvitað ein besta upphafssetning lags ever.

1 comment:

Krissa said...

A Day In The Life! Auðvitað!!! Jimminy! :)