Wednesday, May 28, 2008

Bonnie "Prince" Billy


Will Oldham gaf skyndilega út plötu á dögunum eða það var allavega skyndilegt í mínum huga því ég vissi ekkert að þetta væri í bígerð. Svo þykist ég vera að fylgjast með tónlist! Piff. Platan nefnist Lie Down In The Light og er gefin út undir nafni Bonnie "Prince" Billy. Ég er nú ekki búin að heyra plötuna í heild en það sem ég hef heyrt bendir til þess að þetta sé algjör skyldueign eins og flest það sem maðurinn sendir frá sér. Til að byrja með er hægt að svala forvitninni með þessum tveimur lögum sem eru bæði virkilega góð.

Bonnie "Prince" Billy - Easy Does It
Bonnie "Prince" Billy - You Want That Picture (með Ashley Webber)

No comments: