Friday, May 30, 2008

Topp 5 random uppáhaldslög - Kristín Gróa


Glen Campbell - Wichita Lineman

And I need you more than want you
And I want you for all time


Ég get ekki að því gert en ég bara elska þetta lag út af lífinu.


The Beatles - Long, Long, Long

It's been a long long long time
How could I ever have lost you?
When I loved you?


Rósa vinkona spurði mig í vikunni hvað væri uppáhalds Bítlalagið mitt og þó ég hafi ekki treyst mér til að svara því þá kom þetta lag ósjálfrátt fyrst upp í hugann. Þetta fallega lag af hvíta albúminu er eitthvað svo látlaust að yfirleitt þegar ég tala um það þá annaðhvort man fólk ekki hvernig það er eða þekkir það yfirhöfuð ekki.


Elliott Smith - Between The Bars

Drink up baby, look at the stars
I'll kiss you again between the bars


Þetta er fyrsta lagið sem ég heyrði með Elliott Smith og ég varð svo bergnumin við fyrstu hlustun að ég rauk út í búð og keypti eina diskinn með honum sem ég fann. Það var XO og ég hlustaði á hann og ekkert annað í margar vikur á eftir.


Devendra Banhart - At The Hop

Put me in your tongue tied
Make it hard to say
That you ain't gonna stay


Ég verð nú seint talin brjálaður aðdáandi hans Devendra en hann á sín gullnu móment eins og þetta. Þetta er lítið ljúfsárt ástarlag sem er pínku sorglegt en samt alveg ofboðslega yndislegt um leið.


David Bowie - Rebel Rebel

You like me, and you like it all
You love dancing, and you look divine


Þetta er eitt af "ég er að fara á djammið og er strax búin að drekka tvö hvítvínsglös alveg óvart á meðan ég mála mig" lögunum mínum. Þegar enginn sér til þá hlusta ég á þetta og dansa um á nærfötunum með ælænerinn í annari hendi og hvítvínsglasið í hinni.

No comments: