Wednesday, May 21, 2008
Duchess Says
Ég var búin að láta Vigni lofa mér að skrifa um kanadísku synthpönk hljómsveitina Duchess Says en þar sem hann er ekki enn búinn að því og ég er gjörsamlega að springja úr hrifningu á þeim þá get ég ekki orða bundist lengur. Krissa og Vignir fá samt algjörlega kúdósið fyrir að hafa sagt mér frá þessari hljómsveit og hvatt mig til að kaupa plötuna svo þið getið þakkað þeim þegar þið verðið ástfangin af þessu eins og ég.
Já en þessi hljómsveit er sem sagt frá Montréal eins og allt sem er gott og fagurt og er virkilega að hrista upp í veröldinni minni. Það er langt síðan ég hef sett plötu á fóninn og hugsað "hvað er ÞETTA?!". Það er allavega ekki oft sem maður heyrir stelpu öskra svona, svo mikið er víst. Platan sem nefnist Anthologie Des 3 Perchoirs virðist ekki koma út utan Kanada fyrr en í lok ágúst en það er samt hægt að kaupa hana á Insound.
P.S. Ef þú ert kóðaapi eins og ég þá mæli ég sérstaklega með þessu því maður forritar eins og vindurinn með þetta í eyrunum.
Duchess Says - Cut Up
Duchess Says - La Friche
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Æææææ, ég er svo mikill lúði! Ég var búinn að steingleyma þessu! Gott að þú tókst af skarið :)
ÚBBS! Ég er búin að vera á leiðinni að skrifa um þau síðan þú fórst frá okkur ;/
En já, þau eru æææææææææææææði! Æði æði æði æði ÆÐI!
Það þýðir ekkert að vera á leiðinni ;) Híhí en já þau eru æði!
Post a Comment