Ég hef sjaldan átt jafn erfitt með að velja bara 5 lög. Þegar ég var komin með 10 laga lista gat ég engan veginn valið og velti þessu fyrir mér fram og til baka. Eftir niðurskurð standa þó þessi 5 eftir...þau eru topp 5 - í dag allavega ;)
5. Pixies - Debaser af Dolittle
Á síðasta grunnskólaárinu mínu heyrði ég fyrst í Pixies. Ég man ennþá nákvæmlega hvar, hvenær og með hverjum það var. Vinur minn átti eldri systur sem bjó í útlandinu. Hún átti fáranlega gott tónlistarsafn sem af einhverjum ástæðum var geymt heima á Íslandi og mátti helst ekki snerta því diskarnir máttu alls ekki rispast. Hann leyfði mér nú samt einhvern tíma að hlusta á Dolittle og mér fannst það alltsaman frábært og langaði bara að heyra meira og meira og meira. Dolittle er því Pixies platan mín og Debaser er fullkomið opnunarlag fyrir hana.
4. The Cure - In Between Days af The Head on the Door
Mér finnst The Head on the Door svo miklu miklu poppaðari útgáfa af The Cure en var á The Top að In Between Days er algjörlega rökrétt opnunarlag. Það segir þér strax á fyrstu hálfu mínútunni að þarna er kominn annar tónn og aðrar áherslur. Robert Smith að segja okkur að það er hægt að poppa upp depurðina og dansa við hana ;)
3. Radiohead - Everything in Its Right Place af Kid AAf einhverjum ástæðum féll ég gjörsamlega fyrir Kid A strax við fyrstu hlustun. Mér fannst opnunarlagið svo ótrúlega flott að það lá við að ég setti það strax á aftur en sem betur fer gerði ég það ekki því næsta lag var líka frábært. Og þarnæsta og þarþarnæsta. Everything In Its Right Place setur einhvern veginn tóninn fyrir plötuna sem enginn vissi hvernig yrði, plötuna sem kom á eftir OK Computer, plötuna sem var allt öðruvísi en það sem Radiohead hafði áður gert.
2. The Libertines - Can't Stand Me Now af The Libertines
"Cornered the boy, kicked out at the world
The world kicked back
A lot fuckin' harder"
Lagið sem segir allt sem segja þarf. Strax í fyrsta lagi plötunnar fær maður að heyra allt um vesenið á Pete og ósættið milli Pete og Carl. Bæði lögin og textarnir á restinni af plötunni staðfesta þetta svo alltsaman. Enda náðu Libertines rétt að klára að taka plötuna upp saman. Þegar við Kristín sáum þá svo í ágúst 2004, helgina áður en platan kom út, var búið að reka Pete og Libertines því eiginlega sjálfkrafa dauð enda gekk allt út á samspilið milli Pete og Carl.
1. TV on the Radio - The Wrong Way af Desperate Youth, Blood Thirsty Babes
"I don't wanna cast pearls to swine
I don't wanna march peacefully
No no no no no no no no no"
Opnunarlag Desperate Youth, Blood Thirsty Babes er grípandi, spennandi og með fáranlega flottum texta. Getur maður beðið um meira?
No comments:
Post a Comment