Dylan var góður í gær og eiginlega bara alveg eins og ég bjóst við að hann yrði. Mér leist nú ekkert á þetta í byrjun því það komu bara undarleg hljóð út úr honum í fyrstu tveimur lögunum en hann komst svo allur á flug og var bara orðinn silkimjúkur í röddinni undir lokin. Tjah eða svona eins mjúkur og hann getur orðið. Eins og þegar ég sá hann í fyrra tók hann langmest af Modern Times og tók þau lög eiginlega af mesta kraftinum sem mér fannst bara frábært. Mér finnst það líka góð plata og hef hlustað mikið á hana svo ég er kannski sáttari en þeir sem hafa ekki heyrt plötuna. Gömlu lögin tók hann mörg í nýjum búningi eins og hann á til að gera og af þeim fannst mér It's Alright Ma (I'm Only Bleeding) standa upp úr. Ég er sátt!
Úr því ég er byrjuð þá ætla ég að tilkynna næsta lista. Í þetta sinn ætlar hvert okkar að segja frá fimm lögum sem eru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Þetta er alls ekki definitive topp 5 uppáhaldslaga listi enda gæti örugglega ekkert okkar gert slíkan lista en við ætlum að velja fimm lög af handahófi sem eru í miklu uppáhaldi. Það er aldrei að vita nema við gerum þetta einhverntíma aftur við tækifæri enda er víst af nógu að taka.
Svo ég beri sál mína þá var þetta einu sinni í miklu uppáhaldi hjá mér (já þegar ég var vitlaus unglingur en SAMT). Þið megið hlæja að mér núna.
Tuesday, May 27, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment