Það er ekki hægt að gera svona lista án þess að skilja útundan fullt af svakalegum plötubyrjunum svo þetta er í mínum huga ekki definitive listi heldur meira dæmi um góð byrjunarlög.
5. Megas og Senuþjófarnir - Konung Gustavs III:s mord af Frágangi (2007)
Þetta fær sæti fyrir einskært skemmtanagildi. Sjaldan hefur plata gripið mig svona strax frá fyrstu sekúndu... ég varð bara ofsaglöð og langaði ekkert meira en að hlusta áfram.
4. The Cure - Plainsong af Disintegration (1989)
Þetta fallega lag sem byrjar hægt og er instrumental fyrstu tvær og hálfa mínútúna er fullkomið intro að þessari frábæru plötu. Mér hefur alltaf fundist Disintegration vera eins og dimmur og blautur kjallari... ég fæ allavega þá mynd í höfuðið þegar ég hlusta á hana. Að byrja á þessu lagi setur mann í réttar stellingar fyrir það sem er í vændum.
3. Art Brut - Formed A Band af Bang Bang Rock & Roll (2005)
Að byrja fyrstu plötuna sína á Formed a band...We formed a band...Look at us! We formed a band! er auðvitað algjört snilldarmúv. Við vorum að stofna hljómsveit, erum nýbyrjaðir og já ég syng svona asnalaega í alvörunni en við ætlum að semja lagið sem fær Ísrael og Palestínu til að vera vini. Snilld? Já.
2. Nick Drake - Time Has Told Me af Five Leaves Left (1969)
Það var þetta lag sem dró mig að Nick Drake og ég man alveg nákvæmlega hvenær ég heyrði það fyrst. Þetta var fyrir einhverjum sjö árum og bróðir minn hafði lánað mér bílinn sinn á meðan hann var í útlöndum. Eftir nokkra daga fór ég að róta í diskunum sem voru úti í bíl og dró þá upp þennan disk sem ég hafði aldrei heyrt en kannaðist óljóst við nafnið á söngvaranum. Um leið og ég stakk disknum í og þetta lag byrjaði þá varð ég dolfallin og hlustaði ekki á neitt nema Nick Drake næstu vikurnar. Það kalla ég gott byrjunarlag.
1. Bob Dylan - Like A Rolling Stone af Highway 61 Revisited (1965)
Algjörlega epískt lag. Ekki nóg með að þarna sé hann að byrja eina af sínum sterkustu plötum á einu af sínum sterkustu lögum heldur var hann líka að starta rafmagnsvæðingunni sinni með þessu lagi. Þetta lag markar því í raun algjör tímamót á hans ferli og er þar með eitt af bestu byrjunarlögum allra tíma.
Friday, May 16, 2008
Topp 5 byrjunarlög - Kristín Gróa
Labels:
Art Brut,
Bob Dylan,
byrjunarlög,
Megas,
Nick Drake,
The Cure
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Plainsong er náttúrulega bara klárt æði og Konung Gustav er æði. Hinsvegar trúi ég varla að ég hafi gleymt Time Has Told Me! Þó Saturday Sun sé lagið sem lét mig byrja að hlusta á le Drake er þetta svo yndislega frábærlega æðislega gott byrjunarlag!!! Kúdós ;)
Post a Comment