Thursday, May 29, 2008

Óvissa


Ég hef ásamt öðru góðu fólki verið á fullu að skipuleggja óvissuferð fyrir vinnufélagana sem farin verður á morgun. Nú vil ég ekki ljóstra upp of miklu þar sem það er aldrei að vita hver læðist hingað inn og ég vil ekki gerast sek um að kjafta frá og eyða allri óvissunni... en ég tók allavega að mér að gera mixdisk sem verður spilaður á einhverjum tímapunkti þetta kvöld. Það er visst þema í gangi hérna sem ég ætla þó ekki að segja upphátt og ég þori ekki einu sinni að setja mixið inn í heild sinni en ég get þó sagt að ég rifjaði upp nokkur ansi góð lög sem ég var búin að gleyma. Eins og til dæmis...

Statler Brothers - Flowers On The Wall
The Flying Burrito Brothers - Christine's Tune
Burl Ives - Ghost Riders In The Sky

No comments: