Monday, May 26, 2008

Mimas

Á degi sem þessum væri það eina rétta að skrifa eitthvað um Bob Dylan en hvað get ég sagt um hann sem þið hafið ekki heyrt áður? Hvaða lögum get ég póstað sem þið hafið ekki heyrt áður? Þið hljótið að vita að Dylan er snillingur svo ég þarf ekki að hamra neitt á því. Ég held ég segi því sem minnst um hann og vonast bara til að sjá ykkur á tónleikunum í kvöld.

Það sem ég ætla að gera í staðinn er að koma með fyrsta official toppfimm plöggið (about bloody time heyri ég ykkur segja og amen við því). Mimas er dönsk/íslensk hljómsveit staðsett í Danmörku sem er að gera góða hluti. Þeir eru á mála hjá breska plötufyrirtækinu Big Scary Monster Records og fyrsta platan þeirra, The Worries, kemur út í Bretlandi í september. Þeir hafa verið að túra um Bretland og hituðu upp fyrir hina frábæru sveit Why? í Kaupmannahöfn á dögunum svo það er allt í gangi á þeim bænum. Ég væri ekki að tjá mig um þessa hljómsveit ef mér litist ekki vel á þá svo ég hvet ykkur eindregið til að skokka yfir á download svæðið á heimasíðunni þeirra og tékka á nokkrum lögum. Fyrir þá sem neita að ráfa út af toppfimm þá eru hérna beinir linkar á tvö lög af plötunni. Tékkið á þessu, þetta er gott stöff.

Mimas - Mac, Get Your Gear
Mimas - Cats On Fire

Mimas á MySpace

No comments: