Thursday, May 15, 2008
The Duke Spirit
Ég keypti nýju plötuna með The Duke Spirit úti um daginn og er aðeins að byrja að hlusta á hana. Platan nefnist Neptune og virkar við fyrstu hlustanir algjörlega rökrétt framhald af Cuts Across The Land sem kom út árið 2005. Ég keypti þá plötu algjörlega út í loftið á sínum tíma án þess að vita við hverju ég ætti að búast en varð síðan alveg ofboðslega hrifin af henni. Það er of snemmt að dæma um hvort þessi nýja er betri eða verri en ég fíla hana allavega og þá sérstaklega lögin tvö sem eru hér að neðan. Ég næ bara ekki enn upp í það að hafa labbað framhjá Lídó þegar Airwaves tónleikarnir þeirra voru að byrja og ekki nennt inn! Ég var alveg yfirgengilega þreytt og hafði séð þau spila frábært off venue sett fyrr um daginn en samt! Skandall!
The Duke Spirit - Lassoo
The Duke Spirit - Wooden Heart
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment