5. Okkervil River- Our Life is Not a Movie or Maybe
Gott byrjunarlag þarf að grípa mann dálítið og gefa manni hugmynd um hvað maður á í væntum. Þetta lag nær að uppfylla það allt saman. Virkilega flott lag sem kemur manni meira og meira í gírinn fyrir plötuna. Textinn er alveg frábær og söguframsetningin er sterkasta spilið þar. Þegar komið er á 1:43 og Will Sheff öskrar "Hey! I'd watch it!" þá er maður búinn að kokgleypa þetta.
4. The Knife - Silent Shout
Silent Shout er alveg rosalega þétt plata með sinn eigin heim. Maður fær hálfgerða innilokunarkennd á því að hlusta á hana. Það er því mjög vandvirkt að koma manni inn í svona heim og verður byrjunarlagið því að hleypa manni inn í heiminn. Það er einmitt sem að þetta lag gerir. Maður eltir melódíuna í gegnum spegilinn.
3. Radiohead - Everything in its Right Place
Þegar Radiohead gáfu út Kid A var hemurinn búinn að bíða í ofvæni. Seinasta plata þeirra, OK Computer, var búin að skilgreina hvernig rokk yrði næsta áratuginn og sögur um nýtt sánd voru búnar að ganga um. Þegar maður fekk loksins plötuna í hendurnar og setti hana í, þá lét fyrsta lagið mann alveg vita að þetta væri ekki sama hljómsveit og maður hafði þekkt hingað til. Engin gítar heyrðist(reyndar ekki fyrr en í fjórða lagi) , rödd Thom Yorke effektuð í tætlur og það heyrðist ekki einu sinni í trommum. Þegar maður var búinn að venjast þessu nýja sándi komst maður að því að þetta væri bara alveg heví góð plata.
2. Led Zeppelin - Good Times, Bad Times
Ekki bara frábært byrjunarlag, heldur líka byrjunarlag einna bestu hljómsveitar allra tíma. Frábært riff byrjar lagið og trommusláttur Bonham keyrir mann inn í nýjan rokkheim, fullan af álfum, svikulum konum og alvöru rokki.
1. Black Sabbath - Black Sabbath
Ekki bara frábært byrjunarlag og ekki bara frábært byrjunarlag hljómsveitar heldur frábært byrjunarlag heillar tónlistarstefnu. Black Sabbath setti saman alla réttu íhlutina og bræddi þá saman og hamraði saman fyrsta alvöru þungmetalinn.
Saturday, May 17, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment