Sunday, November 30, 2008
Topp 5 systralög - Erla Þóra
5. Bob Dylan - Oh, sister
Oh, sister, when I come to knock on your door,
Don't turn away, you'll create sorrow.
Byrjum á smá Dylan. Alltaf klassískt.
4. Anthony & The Johnsons (ft. Boy George) - You are my sister.
You are my sister
And I love you
May all of your dreams come true
Fallegur texti. En Boy George creeps me out.
3. Aretha Franklin - Sisters are doin' it for themselves
Sister are doin' it for themselves
Standing on their own two feet
and ringin' on their own bells.
Skellum smá girl power í mixið.
2. Leonard Cohen - Sisters of mercy
Oh the Sisters of Mercy, they are not departed or gone
They were waiting for me when I thought, I just cannot go on.
Fallegt lag og róandi.
1. Táta Vega - Miss Celie's blues
Sister - you've been on my mind
And sister - we're two of a kind
So sister - I'm keepin' my eyes on you
Geggjað lag!
Látum meira að segja link fylgja með... Oprah alveg að standa sig.
Friday, November 28, 2008
Topp 5 systralög - Kristín Gróa
5. Queens Of The Stone Age - Little Sister
Ég vil almennt meiri grodda í mitt QOTSA en þetta sleppur samt alveg.
4. The White Stripes - Sister Do You Know My Name
Ó Jack White. Ó ó ó.
3. Spoon - Sister Jack
Það er hugsanlega ekki alveg eðlilegt hversu mikið ég hlustaði á Gimme Fiction plötuna þegar hún var nýkomin út.
2. Sufjan Stevens - Sister Winter
Þetta tosar í hjartað og er þar að auki dálítið jóla sem fer bara alveg að verða viðeigandi.
1. The Stone Roses - Love Spreads
The messiah is my sister
Ain't no king man she's my queen
Þetta lag af hinni almennt ekki svo mikils metnu Second Coming er að mínu mati besta Stone Roses lagið. Ég get verið svo öfugsnúin stundum.
systur - zvenni
I went away to see an old friend of mine
His sister came over she was out of her mind
She said Jesus had a twin who knew nothing about sin
She was laughing like crazy at the trouble I'm in
Her brother says she's just a bitch with a golden chain
She keeps coming closer saying "I can feel it in my bones
Schizophrenia is taking me home"
Skrítin systir
You Are My Sister - Anthony and the Johnsons
You are my sister
Góð systir
Palace music - Ride
Who you gonna ride with, boy?
Because I love my sister Lisa
Debra - Beck
I wanna get with you (Oh girl)
And your sister
I think her name is Debra
I wanna get with you (Only you girl)
And your sister
I think her name is Debra
Sexí systir
Sister Morphine - Rolling Stones
Please, Sister Morphine, turn my nightmares into dreams.
Oh can't you see I'm fading fast?
And the big shot will be my last.
Huggandi systir
Wednesday, November 26, 2008
helgin vika 48
Tuesday, November 25, 2008
GRUM
Ég er búin að vera á leiðinni að pósta lagi hérna inn í tvær vikur en þar sem ég hef verið andlega fjarverandi frá toppfimm einhverra hluta vegna þá gleymist það alltaf. No more! The tides have turned, the times they are a changin', the time is now og allt það. Mér fannst þetta lag ekkert spes fyrst þegar ég heyrði það en vá hvað það er búið að bora sig inn í hausinn á mér. Þetta er með GRUM sem ég veit engin frekari deili á en virðist koma frá Leeds skv. mæspeis. Æjj hverjum er ekki sama hvort sem er? Lagið er gott... mæli reyndar eiginlega enn frekar með remixinu því það er töff.
GRUM - Woah!
GRUM - Woah! (Young P 3018 Remix)
GRUM á MySpace
Friday, November 21, 2008
Topp 5 bræðralög - Erla Þóra
Ágætis melódía hjá Stipe-aranum og félögum um kínverska bræður.
4. Nick Cave and the Bad Seeds - Brother, my cup is empty
Obb obb obb! Enginn peningur fyrir whiskey!
3. Alice in Chains - Brother
Angistarfullt lag... flott raddað.
2. Rufus Wainwright - He ain't heavy, he's my brother
Afskaplega flott útgáfa hjá Rufus félaga mínum.
1. Dire Straits - Brothers in arms
Fæ gæsahúð í hvert skipti sem ég heyri þetta lag! Bjúddífúll.
Topp fimm bræðralögin hans Árna
Þetta lag var ansi flott í Listasafninu á Airwaves um árið, alltaf skemmtilegt að sjá svona trommara á iði í stólnum. Svo var geðveik stemning eftir tónleikana, allir að syngja Knife saman...eða var það ekki?
The Hollies – He ain´t heavy he´s my brother
Top gun var í miklu uppáhaldi hjá mér og stóru systur, ásamt Hrafninn flýgur og Punktur, punktur, komma, strik. Því miður er Top gun eina myndin með bræðralagi...þessi klisja verður því að fá að fljóta með.
The Chemical Brothers – Leave home
„Bræðurnir leysa vandann!“ (sagt með Jafarrödd)
Taupin telur lagið misskyldasta lag sem hann hefur samið. En það ku fjalla um mann nýkominn heim frá Víetnam og trúlega kemur bróðir hans eitthvað við sögu...
Lagið jafnan talið með torræðari lögum Bowie og ýjað að því að það fjall um stjúpbróðir Bowies Terry sem var víst geðklofi
Óþekkt bræðralög - Krissi
Hver kannast ekki við að mæta í partí með stóra bróður og
heyra allt kvöldið útundan sér setningar eins og "ooo,
hvað er litli bróðir hans að gera hérna, af hverju er
hann ekki bara heima?" ....?
Mín bræðralög snúast um litlu bræðurna sem vildu líka
meika það en stóðu alltaf í skugga stórabró.
The Scaffold - Thank you very much
Þetta snilldarlag er eftir litla bróður Paul McCartney sem
kallaði sig Mick McGear. Bandið hans, The Scaffold, varð
ekki eins frægt og Bítlarnir en voru ákaflega hressir
sveinar þrátt fyrir það (mæli einnig með hittaranum þeirra,
Lily the Pink). Ef þið hlustið á lagið til enda og fáið
það ekki á heilann skulda ég ykkur kók og prins.
Chris Jagger - Baby is blue
Krissi litli bróðir er miklu hæfileikaríkari en stóri
leiðinlegi bróðirinn.
http://www.chrisjaggeronline.com/
Dave Davies - Death of a clown
Dave bjó til gítarsándið í You really got me og fékk
inn einstaka lag á Kinksplötum en var kúgaður af stóra
bróður, Raymond Douglas Davies. Síðast er ég vissi
töluðust þeir ekki við. Death of a clown er auðvitað
tær snilld.
Tom Fogerty - Joyful Ressurection
Tom Fogerty fékk enga sénsa með sitt efni hjá Creedence
Clearwater Revival enda réði John bróðir öllu. Tom fékk
sig fullsaddan, hætti í bandinu 1971 og hóf sólóferil.
Hann talaði ekki við Jón bróður undir það síðasta en
stundaði að hringja inn í útvarpsþætti og blaðra við
útvarpsmenn um daginn og veginn. Tom lést úr eyðni 1990
en síðasta platan hans hét Sidekicks.
David Knopfler - 4U
Dave litli Knopfler er litli bróðir Marks. Hann var á
gítarnum hjá Dire Straits á fyrstu tveimur plötunum en
hætti svo í bandinu vegna rifrilda við stóra bróður.
Þeirra samband er enn í tómu fokki að sögn Dave. Dave
hefur gefið út slatta af plötum og fengið helvíti góða
dóma.
http://www.myspace.com/davidknopfler
Topp 5 bræðralög - Kristín Gróa
5. Jeff Buckley - Dream Brother
Byrjum á smá drama.
4. Marvin Gaye - What's Happening Brother
Ó hvað er að gerast bróðir? Allt að fara til fjandans.
3. Stevie Wonder - Big Brother
Ég á þrjá stóra bræður... heppin! :)
2. The Hollies - He Ain't Heavy, He's My Brother
Hann er ekki þungur... hann er bróðir minn... hvað þarf að segja meira?
1. Dire Straits - Brothers In Arms
Þetta lokalag plötu með sama nafni er hands down uppáhalds Dire Straits lagið mitt.
Friday, November 14, 2008
Topp 5 live lög
Topp 5 live lög - Kristjana
topp 5 lifandi lög - zvenni
Hef séð þessa kappa þrisvar á sviði en vildi svo mikið hafa séð þennan flutning. Frekar mikið rugl, einn fer út af laginu og hinir sjá hvað er að gerast, í stað þess að stemma hlutina af og laga þá eru allir á einu um að einfaldlega halda áfram og rugla enn meira í taktinum, erindum, versum og því meira fokk í forminu því betra. Algjör ringulreið. Mikið rokk og mikið ról.
Sufjan Stevens - Casimir Pulaski Day
Tuseday?, no, Sunday night....
Því miður ekki góð hljóð- eða myndgæði en þvílíkir tónleikar. Fær mann til að langa til að fara oftar í kirkju.
Nick Cave - Wild World
Lifandi á Íslandi, eitt það magnaðasta sem ég hef séð, Cave að taka gamalt Birthday Party lag. Byrjar rólega með hægri en öruggri uppbyggingu, píanó, trommur, bassi og smá Warren Ellis á fiðlu en áður en yfir lýkur er Cave farinn að hamra á lyklaborðið með mikrafóninum og væla eins og heróínfíkillinn sem hann var.
Arcade Fire - Wake Up
Ein svakalegasta hópupplifun sem ég ef verið lent í. Band í þvílíkri stemmningu og spilagleðin allsráðandi. Heyra og sjá fjöldann taka undir. Vel þess virði að vera blautur í nokkra daga.
Tom Waits - Innocent When You Dream
Í raun er þetta eini maðurinn sem ég þarf að sjá á tónleikum. Er búinn að sjá allt sem mig langar mest að sjá, Pixies, Cave, bob hund, Who, Tull, Dylan, Young, Waters... en þessi er eftir. Sögumaður dauðans.
Topp 5 live lög
5. Cheap Trick - I Want You To Want Me (Live At Budokan 1978)
Cheap Trick voru brjálæðislega vinsælir í Japan (eins og má heyra af skrækjunum!) og tóku þessa plötu upp í Budokan áður en þeir náðu vinsældum á heimsvísu. Platan varð svo megahittari og gerði þá að stjörnum... þeir hafa nú reyndar ekki enst vel með tímanum en mér finnst þetta lag brjálæðislega skemmtilegt.
4. Billie Holiday - Lover Man (Oh Where Can You Be?)
Ég hef verið að hlusta mjög mikið á Billie Holiday upp á síðkastið eftir langt hlé. Ég vel þetta lag nokkurnveginn af handahófi því úr nógu góðu er að velja hjá henni og ekki veit ég hvar eða hvenær þetta er tekið upp... en live er það og það dugar.
3. Neil Young & Crazy Horse - Down By The River (Live At The Fillmore East 1970)
Ég get alveg sagt ykkur það strax að ef þið eruð ekki fyrir Neil Young gítarsóló þá getið þið alveg eins sleppt því að hlusta á þetta lag. Neil Young gítarsóló eru hins vegar nánast einu gítarsólóin sem ég meika yfirhöfuð svo ég fæ alveg gæsahúð og verki og þessar rúmu tólf mínútur fljúga hjá.
2. Johnny Cash - Folsom Prison Blues (Live At Folsom Prison 1968)
Hello, I'm Johnny Cash... úff þessi rödd! Besta opnunarlína lags ever?
1. Bob Dylan - Like A Rolling Stone (Live At The Free Trade Hall, Manchester 1966)
Sögulega auðvitað mjög merkilegur performans enda löngu orðið frægt þegar einn æstur áhorfandi hrópar "Judas!" í upphafi lagsins og allir klappa. Merkilegast er auðvitað að Dylan lætur þetta ekkert á sig fá heldur gjörsamlega hrækir laginu út úr sér af þvílíkum krafti. Rafmagnað!
Wednesday, November 12, 2008
Lifandi lög...
Lifandi getur í raun allt gerst og það er þema vikunnar. Lifandi lög.
Lítum á lifandi dæmi frá Spinal Tap.
Friday, November 7, 2008
Topp 5 remix - Krissa
Endurblandanir - zvenni
Black Ingvars - Här Kommer Pippi Långstrump
Myrku Ingvararnir blanda Línu við Satisfaction riffið og skapa hressan dansmetal.
Walk This Way - Run DMC/Aerosmith
Run DMC fokka (með leyfi) í lagi rokkaranna í Aerosmith og saman verður áhugaverð blanda. Í raun stór stund í rokk/poppsögunni að blanda saman rokki og rappi á nokk vinsamlegan máta.
My Generation/Land of Hope and Glory - The Who
Eitt frægasta lag Who umbreytist óvænt í breska þjóðernissönginn Land of Hope and Glory.
John Allyn Smith Sails - Okkervil River
Okkervil skeyta þjóðlaginu sem Beach Boys gerðu þekkt á sínum tíma aftan á eigið lag með ágætis útkomu.
Nick Cave and the Bad Seeds - Deanna/Happy day
Cave og co. í svipuðum pælingum og Okkervil en meiri blöndun í gangi því lögin renna ansi ljúflega saman og í raun verður nýtt og afar áhugavert lag úr sem í mínum eyrum er bara alls ekki slæmt. Góð blanda.
Topp 5 remix - Kristín Gróa
5. Boys Noize - Lava Lava (Tits And Clits Remix)
Mér finnst orginallinn ekkert svo spes en remixið finnst mér betra og það er mjög gott að hlaupa við það. Try it!
4. HEARTSREVOLUTION - CYOA! (Flosstradamus Remix)
Get ekki sagt að þetta sé betra en upprunalega útgáfa... meira svona jafngott en öðruvísi.
3. HEALTH - Crimewave (Crystal Castles vs. Health)
Mér finnst Health remix diskurinn Health//Disco rosalega góður, kannski af því ég hef aldrei hlustað neitt af viti á upprunalega diskinn. Mér finnst þetta laaaaangbesta lagið á diskinum, mjög Crystal Castles-legt og snýr annars frábærum orginal alveg á haus.
2. Kelis - Bossy (Alan Braxe & Fred Falke Remix)
Mér finnst upprunalega útgáfan alveg flott en þar vantar pínku oomph. Hér er oomphið.
1. Andrew Bird - Imitosis (Four Tet Remix)
Nú finnst mér þetta lag alveg ótrúlega flott til að byrja með en mér finnst remixið alveg hreint geggjað. Eins og við er að búast af Four Tet er remixið ekkert in your face en breytingin gerir samt það mikið að ég hlusta frekar á þetta en orginalinn.
Topp fimm R.E.M. IX. lagið listinn hans Árna
Daginn fyrir kosningu Bandaríkjaforseta árið 1988 þar sem Bush hinn eldri sigraði Dukakis gáfu R.E.M. verjar út plötuna Green.
R.E.M. - Texarkana
Lagið tilheyrir plötunni Out of time sem breytti R.E.M. úr költ bandi í alþjóðlegt undur. Stórsmellurinn Losing my religion varð stærsti smellur bandsins en Texarkana er bráðsmellið lag.
R.E.M. - Star Me Kitten
Laginu bregður fyrir á Automatic for the people sem fylgdi í kjölfarið á Out of time og telur Bono þessa plötu vera bestu kántrí afurð sem til er.
R.E.M. - I Took Your Name
Lag af plötunni Monster en sú ber nafn með rentu því það gekk vægast sagt á ýmsu við gerð hennar. R.E.M. liðar lögðu upp laupana á ákveðnum tímapunkti en sættust aftur, Stipe missti tvo vini sína, Cobain og River Phoenix. Er eitt laganna um Kurt en platan tileinkuð Phoenix. Þetta var fyrsta rokkplata R.E.M. en þeir hafa alltaf sett "rokkið" innan gæsalappa.
R.E.M. - Be Mine
Lagið tilheyrir tíundu plötu R.E.M. verja, New adventures in Hi-Fi, og er að mínu mati og Stipes þeirra besta plata. Bill Berry sló sitt síðasta trommuslag á þessari plötu og einbeitti sér að því að slá gras á býlinu sínu.
Bestu þakkir fær Guðsi fyrir hjálpina...