Friday, January 8, 2010
Topp 5 lög ársins - Kristín Gróa
Við skulum byrja á að rifja upp lagalistann minn frá því í fyrra:
5. Lykke Li - Dance, Dance, Dance af Youth Novels
4. Sigur Rós - Inní mér syngur vitleysingur af Með suð í eyrum við spilum endalaust
3. The Walkmen - In The New Year af You & Me
2. MGMT - Time To Pretend af Oracular Spectacular
1. The Dodos - Jodi af Visiter
Næst koma 10 runners up ársins 2009:
Bat For Lashes - Daniel af Two Suns
The Big Pink - Dominos af A Brief History Of Love
Bon Iver - Blood Bank af Blood Bank EP
Fever Ray - If I Had A Heart af Fever Ray
The Pains Of Being Pure At Heart - Young Adult Friction af The Pains Of Being Pure At Heart
Phoenix - Lizstomania af Wolfgang Amadeus Phoenix
Miike Snow - Animal af Miike Snow
Delorean - Seasun af Ayrton Senna EP
The Very Best - Warm Heart Of Africe (feat. Ezra Koenig) af Warm Heart Of Africa
Kurt Vile - Freeway af Constant Hitmaker
TOPP 5 LÖG ÁRSINS AÐ MATI KRISTÍNAR GRÓU!
5. Bibio - Ambivalence Avenue af Ambivalence Avenue
Fimmta sætið er alltaf erfiðast því þar skilur á milli þeirra sem komast á listann og þeirra sem gera það ekki. Ég verð að viðurkenna að fyrsta uppkast að þessum lista var með laginu Lizstomania með Phoenix í fimmta sæti en eftir því sem ég pældi meira í þessu þá fannst mér meira vit í því að láta Bibio ná inn á lista. Þetta frábæra byrjunarlag hinnar þokkalegu samnefndu plötu er því miður ekki alveg merki um heildargæði plötunnar (að mínu mati) en þetta lag eitt og sér er nægt tilefni til að gefa henni séns.
4. Julian Casablancas - Out Of The Blue af Phrazes For The Young
Það er nú reyndar lagið 11th Hour sem hefur feng en mér finnst þetta upphafslag hinnar frábæru Phrazes For The Young alveg kreisí gott og enn betra en hitt. Þessi plata kom mér reyndar algjörlega í opna skjöldu svo það er nokkuð óvænt sem Casablancas kemst á lista. Fyrir utan hvað kórusinn fær mig til að langa til að vera hífuð og syngja allt of hátt og snúa mér í hringi með hendurnar út í loftið (seriously... ég er að reyna að hemja mig akkúrat þessa stundina) þá er eitthvað svo frábært hvað gaurinn er ekkert að hlífa sér... Those who helped me along the way, I smacked them as I thanked them... Yes I know I'm going to hell in a leather jacket. Love it!
3. Animal Collective - My Girls af Merriweather Post Pavillion
Mér þykir mjög leiðinlegt að setja lag á lista sem bæði Pitchfork og Pop Matters settu á topp síns lista en ég get bara ekki litið framhjá því að þetta lag er eiginlega yfirnáttúrulegt. Percussionið, raddanirnar og öll skrítnu hljóðin gera þetta að einhverju algjörlega nýju og undarlegu en samt er það melódískt og grípandi og poppað.
2. Girls - Lust For Life af Album
Þegar gagnkynhneigður karlmaður byrjar fyrstu plötuna sína á Oh I wish I had a boyfriend þá langar mig að hlusta áfram. Tilfinningin hérna er svona "já ég er geðveikt klikkaður og messed up en þetta er allt á uppleið... kannski... vonandi". Mér persónulega finnst Album vera frekar gloppótt plata (þrátt fyrir GRÍÐARLEGT hype) en það er ekki hægt neita því að væbið heillar mann og þarna eru nokkur killer lög, sérstaklega Lust For Life og Hellhole Ratrace.
1. Camera Obscura - French Navy af My Maudlin Career
Ég hef aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi þessarar hljómsveitar þannig lagað en vá þetta lag er bara something else. Þetta fær pottþétt verðlaunin kórus ársins því ég iða í sætinu og sveifla hausnum til og frá þegar hann kemur. Þetta er óneitanlega stelputónlist en herregud þvílík stelputónlist!
Labels:
Animal Collective,
Bibio,
Camera Obscura,
Girls,
Julian Casablancas,
lög ársins
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
verð eiginlega að viðurkenna að mér finnst það pínu skrítið að á hvorugum listanum okkar skildi vera lag af Dark Was the Night plötunni...
Já það er frekar furðulegt, sérstaklega þar sem hún er frekar awesome. Dave Sitek lagið á þeirri plötu var reyndar alveg eitt af uppáhalds uppáhalds á árinu en þegar ég var að gera listann þá fannst mér það ekki teljast með því það er cover. Kannski vitlaust ályktað :P
Post a Comment