Friday, February 26, 2010

Toppp 5 eyjaskeggjar - Kristín Gróa


5. OOIOO (Japan)

Ég mun aldrei gleyma svipnum á vinnufélögum mínum í Rússlandi þegar þetta fór að spilast í tölvunni minni eftir að Okkervil River platan kláraðist. Ég held þeir haldi enn að ég sé pínu geðveik.

OOIOO - UMA


4. The Bees (Isle of Wight)

Vúúúúúú hressu býflugustrákarnir eru frá Isle of Wight!

The Bees - Listening Man


3. The Bee Gees (Isle of Man)

Gibb bræður eru fæddir á eynni Mön þó þeir hafi fyrst notið vinsælda á annari eyju hinum megin á hnettinum, nefnilega Ástralíu.

The Bee Gees - Jive Talkin'


2. Neil Finn (Nýja Sjáland)

Nýsjálenski tónlistarmaðurinn Neil Finn var ásamt bróður sínum Tim Finn aðalmaðurinn í hljómsveitinni Split Enz og leiddi svo hina enn vinsælli Crowded House þegar bróðir hans flutti til Englands. Þeir tveir hafa síðan gefið út plötur saman undir nafninu The Finn Brothers og sjálfur hefur hann gefið út fimm sólóplötur.

Crowded House - Something So Strong


1. Desmond Dekker (Jamaica)

Það er frekar erfitt að velja bara einn jamækskan artista á þennan lista því úr nógu mörgum er að velja. Desmond Dekker er alltaf í uppáhaldi samt svo hann fær að vera memm og að tróna á toppnum!

Desmond Dekker - Shanty Town

Wednesday, February 24, 2010

Die Antwoord!


Ok nú er ég búinn að vera að hlusta á þetta í rúma viku núna og búinn að ákveða að þetta sé algjör snilld!! Það ættu allir að tékka á þessu. Suður afrísk HipHop sveit (sem minnir soldið á Steed Lord en er bara betra). Taktarnir eru magnaði og textinn.... hann amk flæðir vel. Þau eru amk 3 og kalla sig Ninja, Yolandi Vi$$er og DJ Hi-tek (veit ekki alveg hvort litli gaurinn er með en hann heitir Leon Bartha og er með einhver hrörnunarsjúkdóm). Die Antwoord er snilld!

lag: Wat Pom (Feat. Jack Parow)




Monday, February 22, 2010

Sarpurinn

Sem mikill aðdáandi Skosku sveitarinnar Belle & Sebastian hef ég lagt mikið kapp á að fylgjast með því sem að núverandi og fyrrverandi meðlimir sveitarinnar gera utan B&S.

Það þekkja allir t.d. hina frábæru plötu Ballad Of Broken Seas sem að Isobell Campbell gerði með grugg (grunge) hetjunni Mark Lanegan og nýverið gerði forsprakki B&S, Stuart Murdoch plötuna God Help The Girl sem er tónlist úr söngvamynd sem ber sama nafn sem er eftir hann sjálfann.

Hinn Stuart-inn, Stuart David sem var bassaleikari B&S og hætti fyrstur í sveitinni hefur gefið út nokkrar plötur og bækur. Á B&S smáskífunni Lazy Line Painter Jane les Stuart t.d. smásögu eftir sjálfann sig sem heitir A Century Of Elvis en undir textanum hljómar instrumental útgáfa af hinu mjög svo mikið fallega lagi A Century Of Fakers sem kom út á annari smáskífu seinna sem heitir 3.. 6.. 9 Seconds of Light. Frægt er að Stuart David mætti of seint í stúdíóið og hafði gleymt blöðunum sínum með sögunni heima svo að hann las hana upp eftir minni og bullaði það sem upp á vantaði.




Stuart David er svo forsprakki sveitarinnar Looper. Hann lenti í svipuðu og George Harrison og gekk illa að koma sínum lögum að hjá Belle & Sebastian enda nafni hans Murdoch á þessum tíma í sinni eigin vegferð að koma sínum lögum á disk, í sveit sem stofnuð var í kring um verkefnið hans Tigermilk þar sem hljóðfæraleikararnir voru bara session leikarar í hans huga. Seinna hefur sveitin þó tekið upp þá stefnu að allir leggji í púkk þó að Stuart Murdoch sé óumdeildur leiðtogi hennar.

Looper liðar hafa gefið út þrjár plötur en langt er frá þeirri síðustu. Eitt af fyrstu lögunum sem ég heyrði með Looper hefur setið í huga mér allt frá því að ég heyrði það fyrst. Lagið heitir því skemmtilega nafni Who´s afraid of y2k? af smáskífu sem ber sama nafn. Ris Looper liða hefur aldrei verið hátt, sveitin á eitt lag sem eitthvað hefur gert að viti ef svo má kalla, það kom fyrir í myndinni Vanilla Sky, American Dad þáttunum og tölvuleik. Það lag er þó ekki allra þó það sé óneitanlega grípandi.



Lag dagsins er samt sem áður Who´s Afraid Of Y2K?

Frightened Rabbit


Af því að mér finnst að hljómsveitin Frightened Rabbit ætti að vera miklu vinsælli en hún er þá ætla ég að pósta tveimur lögum af næstu plötu frá þeim (hún kemur út 4. mars, held ég) sem á að heita Winter of Mixed Drinks

Swim Until You Can't See Land

og

Nothing Like You

Sunday, February 21, 2010

Topp 5 Tónlistarmenn sem nota eitt nafn - Rósa Guðrún

Var búin að gleyma þessum lista.....svo ég ætla að svindla aðeins :p ....fæ þá bara skömm í hattinn fyrir að brjóta reglurnar. Ef ég hefði virkilega lagt hausinn í bleyti þá hefði þetta orðið talsvert öðruvísi listi en ég ákvað að hafa þetta frekar það svona "fyrsta sem poppaði uppí hugann lista" :)

5. Beck - Lost Cause
Finnst Beck alveg frábær en á eftir að kynna mér hann svo miklu miklu betur. Ákvað að velja þetta lag sem aðal hans á þessu augnabliki.



4. Jewel - Foolish games
Jájá veit væmna týpan.....en þetta lag er alltaf eitthvað svo yndislega nostalgískt.




3. Prince - Pussy Control
Var að spá í að setja Purple rain en finnst þetta lag eiginlega miklu skemmtilegra og minnir mig alltaf á gamla góða daga.



2. Iz - Somewhere over the rainbow
Hver man ekki eftir þessu lagi sem var misþyrmt í margskonar auglýsingum um árið. Samt finnst mér það alltaf jafn yndælt og hugljúft. Synd að hann skildi deyja svona ungur blessuð fitubollan.



1. Björk - I play dead
Þetta lag hefur alltaf verið mitt uppáhaldar Bjarkar lag.

Friday, February 19, 2010

Topp 5 lög með listamönnum sem bera aðeins eitt nafn - Kristín Gróa

Ég ætlaði að kalla þennan lista Beck og stúlkurnar en ákvað svo að hafa bara stúlkur á listanum svo Beck féll af toppi listans og alla leið af honum. C'est la vie! Sá svo rétt áður en ég póstaði að Clara fékk sömu hugmynd og við erum með tvær sömu stelpur... go figure ;)


5. Odetta - Midnight Special

Það er engin kona með rödd á við Odettu og hún gerir þetta klassíska lag að sínu.


4. Madonna - La Isla Bonita

Ég get ekki sleppt Madonnu. Þetta lag er pínu fáránlegt en eftir að ég komst einhverstaðar yfir rokkað cover af því þá fattaði ég það betur og get núna hlustað á orginalinn. Ekki í fyrsta skipti sem það gerist get ég sagt ykkur. Kannski er það ástæðan fyrir að ég fíla svona mikið af hallærislegum lögum? Ég get allavega afsakað mig með því hehemm.


3. Melanie - Any Guy

Hippastúlkan Melanie stendur alltaf fyrir sínu og þetta lag er mitt uppáhalds með henni.


2. Feist - Feel It All

Það er í raun frekar deprímerandi texti í þessu lagi en það er samt svo hresst að ég verð alltaf úberglöð þegar ég hlusta á það. Vú föstudagslag!


1. Kelis - Young Fresh And New

Fyrir það fyrsta þá er Kelis bara alveg fáránlega töff. Þetta lag er svo nánast ennþá meira töff en hún sjálf. Vídjóið er samt hugsanlega mest töff af öllu. Mhhmmm.

Topp 5 eitt nafn - Georg Atli

Krissa fann uppá þessum lista og þegar hún var að kynna hugmyndina kom hún með tvö nöfn hugmyndinni sinni til stuðnings, þau voru Sting og Cher, mér leist illa á þennann lista...

...en svo fór ég að skoða safnið mitt og mundi þá (sem betur fer) eftir allskonar góðum listamönnum sem kalla sig bara einu nafni.


5. Santogold - Shove It

Ég er svosem ekkert brjálaður aðdáandi Santogold (sem heitir Santigold núna) og það eru margir aðrir sem ættu í rauninni frekar að vera hérna en mér finnst þetta lag lag samt alger snilld.


4. Ajax - Ruffige

Ajax samdi örugglega bestu raftónlistina sem hefur verið gerð á Íslandi og nostalgían sem kemur hjá mér þegar ég hlusta á þetta lag er rosaleg, það er næstum því að ég fari að leita að glosticks og tómu iðnaðarhúsi til að halda risa rave (Bauhaus einhver???). Annars þá var þetta lag á hinni svakalegu safnplötu Icerave sem Björgvin Halldórsson (meðal annara) sá víst um að setja saman og ég veit að þeir voru tveir í hljómsveitinni en Þórhallur var aðalmaðurinn og þetta er líka bara svo magnað lag að ég ætla að svindla og setja það hingað inn!

3. Ø/Mika Vainio - Kesamaa/Summertime

Mika Vainio er finnskur snillingur. Raftónlistargaur sem finnst gaman að gera tilraunir, þessi tegund af tónlist heitir víst microsound. Mér finnst það gott nafn.



2. Megas - Tvær Stjörnur

Uppáhalds Megasarlagið mitt í dag, það breytist reyndar á hverjum degi. Þessi maður er meistarinn!


1. Squarepusher - Port Rhombus

Handahófskennt val úr Squarepusher safninu. Tom Jenkinson er ekki bara einn snjallasti raftónlistargæjinn í dag, hann er líka ótrúlega fær bassaleikari og spilar oftast sjálfur allar bassalínurnar í lögunum sínum live.

p.s. sést það nokkuð að ég er að hlusta mikið á elektróník þessa daganna??

Topp 5 listamenn sem bera aðeins eitt nafn - Clara

Ég ákvað að gera topp 5 kvenkynslistamenn sem bera aðeins eitt nafn
Það er alveg til nóg af strákum og ég var komin með langan lista, en stelpurnar voru nú bara nokkuð góðar þannig að þær fá sér lista frá mér!

5. Björk - bella símamær
Nuff said!

4. Feist - 1,2,3,4, fallegt, catchy og litríkt myndband... mmmmmm....
Leslie Feist ein af meðlimum hinnar stórgóðu hljómsveitar Broken Social Scene sem rokkar eyru allra sem heyra er einnig frábær sóló artisti og síðasta plata hennar frá 2007 The Reminder fór varla framhjá neinum sem elskar tónlist...... frábær plata sem ég get hlustað á endalaust með hvern smellinn á eftir öðrum sem koma mér sólskins skap..... koma svo í stuðið með sesame street útgáfuna

3. Kelis - Milkshake
Kom on, does this not make you wanna shake your milkshake, say holla!
Töff stelpa, prestsdóttir gone haywire með sexy tónlist not bad at all...

2. Nico - These Days
hún er bara svöl, Velvet underground, gorgeous, rokk, pönk, Andy Warhol og var ég búin að nefna Velvet underground?
Finnst þetta lag samt minna mig e-a aðra hljómsveit, er samt ekki að ná ða setja fingurinn á það...

Krúttlegt, catchy, og hver man ekki eftir að hafa reynt að syngja með og bara endað á því að hummað því maður heyrði aldrei textan almennilega

mmm... girl power.... go eigties ;) nei, vó.. var kannski ninties :P

Topp 5 lög með listamönnum sem bera aðeins eitt nafn -Theodór

5. Without Me – Eminem.
Snilldarlag með stórkostlegum texta. Svo er ég alltaf svo mikill rapphundur innan við beinið, þó svo ég hafi nú aldrei verið einhver sérstakur Eminem aðdáandi. En þetta fær að fljóta með.
„No I'm not the first king of controversy
I am the worst thing since Elvis Presley
to do black music so selfishly
and used it to get myself wealthy“




4. The Wanderer – Dion.
Smá Sixtís fílingur kemur skapinu í lag. Boðskapur textans er kannski ekki til fyrirmyndar í nútímasamfélagi, en lagið er bara svo yndislega hressandi.



3. Nitemare Hippy Girl – Beck.
Uppáhaldslagið mitt með Beck. Hér er það fyrst og fremst textinn sem grípur mig enda mikil listasmíð.
„She's a whimsical, tragically beauty
Self-conscious and a little bit moody“



2. Liquid Swords- Gza.

Meira rapp takk fyrir, um að gera að leyfa þessu að fljóta með fyrst maður var að hæla þessari plötu í Sarpinum.



1. Hurdy Gurdy Man – Donovan.
Þetta er uppáhaldslagið mitt þessa daganna. Það er eitthvað við þetta lag sem heillar mig óendalega. Það er sennilega hippinn í mér sem fílar þetta.

Thursday, February 18, 2010

Sarpurinn



Árið 1995 var ég ungur og óákveðinn piltur sem eyddi flestum kvöldum í að rúnta um götur Akureyrar með vinum mínum. Þetta sama ár kom út ein albesta rappplata sögunnar, meistaraverkið Liquid Swords með Genius eða GZA eins og hann er oftast kallaður. Fyrir þá sem ekki vita þá er hann einnig meðlimur í Wu-Tang Clan sveitinni frábæru. Þegar ég fann þessa plötu í hljómplötudeild KEA, að mig minnir, skömmu eftir að hún kom út, þá kolféll ég alveg fyrir rappi.

Á einni nóttu breyttist ég úr saklausum sveitapilt í grjótharðan rappara, ég átti reyndar ekki hníf, rafbyssu eða Doberman. En næstu þrjú árin eða svo hlustaði ég nánast bara á rapp og náði meiri segja nokkrum vinum mínum inn á þá línu líka. Þessi plata vekur upp margar góðar minningar og sögur sem ég ætla þó ekki að deila hér því þá yrði þetta ansi löng grein, þó má nefna að ég hef lent í vandræðum fyrir það að halda að ég mætti nota „N“ orðið af meiri frjálsleika en aðrir hvítir menn(ég var 18 ára at the time) og ég hef verið í partý með RZA aðalsprautu Wu-Tang.

En aðeins um plötuna. Hún er almennt talin ein af bestu hiphop plötum sögunnar og besta sólóplata meðlima Wu-Tang. Platan opnar með mögnuðum díalóg úr kvikmyndinni Shogun Assassin á undan einu besta lagi plötunnar, titillaginu Liquid Swords. Líkt og á öðrum plötum tengdum Wu-Tang, þá er mikið af díalógum úr asískum slagsmálamyndum á plötunni, enda eru þeir sómapiltar undir miklum áhrifum frá þesslags bíómyndum, eins og glöggt má sjá á nafni sveitarinnar, Wu-Tang.

Eftir sterkt upphafslag þá heldur veislan áfram og lög eins og Living in the World Today, Cold World og Shadowboxin' grípa hlustandann föstum tökum. Textasmíðarnar eru mjög góðar og takturinn heillandi.

Heilt yfir þá er þetta besta rappplata sem ég hef hlustað á og hef ég nú hlustað á þær nokkrar. Ef þið hafið gaman af rappi og hafið ekki hlustað á þessa plötu þá mæli ég eindregið með henni.

Að lokum er hér fyrsta vers úr titillagi plötunnar og svo myndband við sama lag.

Fake niggaz get blitzed
and mic bites I swing swords and cut clowns
Shit is too swift to bite you record and write it down
I flow like the blood on a murder scene, like a syringe
on some loud howl shit, to insert a fiend
But it was yo ock, the shop stolen heart
Catch a swollen heart from not rollin smart
I put mad pressure, on phony wack rhymes that get hurt
Shit's played, like zodiac signs on sweatshirt
That's minimum, and feminine like sandals
My minimum table stacks a verse on a gamble
Energy is felt once the cards are dealt
With the impact of roundhouse kicks from black belts
that attack, the mic-fones like cyclones or typhoon
I represent from midnight to high noon
I don't waste ink, nigga I think
I drop megaton BOMBS more faster than you blink
Cause rhyme thoughts travel at a tremendous speed
Clouds of smoke, of natural blends of weed
Only under one circumstance is if I'm blunted
Turn that shit up, my clan in da front want it



Stafrænn Hákon


Stafrænn Hákon er að fara að gefa út sína 6. plötu á næstunni. Hún heitir Sanitas og kemur út 22. febrúar hjá Darla records og af því okkur þykir skemmtilegt að hlusta á (og plögga) góða íslenska tónlist ætlum við að deila með ykkur tveimur lögum!

Emmer Green

Temporality

endilega tjékkiði á þessu.

Tuesday, February 16, 2010

Cover dagsins

Af því að ég það er orðið ansi langt síðan að ég setti inn coverlagafærslu þá ætla ég að deila þessari snilld með ykkur...

Beyonce gaf út plötuna I Am.... Sascha Fierce í fyrra á þeirri plötu var þetta afbragðs fína hip-pop lag Halo.

Sama ár gaf erki töffarinn Major Lazer (sem er hliðarsjálf snillingana Diplo og Switch) plötuna Guns Don't Kill People.... Lazers Do! og svo í ár gerði hann cover af þessu lag og mér finnst það ennþá betra!

Sunday, February 14, 2010

Topp 5 concept plötur - Kristín Gróa


5. Pink Floyd - Dark Side Of The Moon

Það er alveg klisja að setja þessa á concept plötu lista (nú eða The Wall) en það er ekki hægt að horfa framhjá því að geðveikin sem er viðfangsefni plötunnar er virkilega áþreifanleg og því hlýtur conceptið að vera að virka. Mér finnst persónulega erfitt að hlusta á þessa plötu því það er svo mikill drungi og hræðsla og bara erfitt.

Pink Floyd - On The Run


4. The Magnetic Fields - 69 Love Songs

Það er alveg pínu fáranlegt undertaking að ætla sér að skrifa 69 ástarlög og gefa þau öll út á einni þrefaldri plötu en Stephen Merritt púllaði það algjörlega. Þetta er fáránlega skrítin og skemmtileg plata sem tekur held ég á öllum flötum ástarinnar. Ein af upppáhalds

Fido, Your Leash Is Too Long


3. The Streets - A Grand Don't Come For Free

Mér fannst Original Pirate Material platan aldrei neitt spes svo það var eiginlega alveg óvart sem ég fór að hlusta á þessa plötu. Plottið hérna er basically það að hann týnir þúsund pundum sem hann er alveg viss um að einhver hafi stolið af sér. Hann verður svo skotinn í stelpu, þau byrja saman, hún heldur framhjá honum, þau hætta saman og akkúrat þegar hann er að rísa upp úr ástarsorginni þá finnur hann þúsund pundin sín fyrir aftan sjónvarpið. Ég sver að í fyrsta skipti sem ég hlustaði á plötuna þá var ég virkilega spennt yfir því hvað myndi gerast næst.

The Streets - Dry Your Eyes


2. Neutral Milk Htel - In The Aeroplane Over The Sea

I know they buried her body with others
Her sister and mother and 500 families
And will she remember me 50 years later
I wished I could save her in some sort of time machine.


Þetta er auðvitað ein af þeim plötum sem er í allra mestu uppáhaldi hjá mér enda er hún alveg einstök. Það er kannski stretch að kalla þetta þemaplötu þar sem það er ekki beint saga í gangi en sagan af Önnu Frank er svona endurtekið þema í gegnum plötuna og Jeff Mangum notar hana til að segja sína eiginu sögu.

Neutral Milk Hotel - Communist Daughter


1. Sufjan Stevens - Illinoise

Ég gæti svo sem alveg eins valið Michigan en þar sem ég hreifst aðeins meira af þessari plötu þá hefur hún vinninginn. Sufjan hlýtur að hafa legið yfir sögu fylkisins og stúderað það mikið en þegar maður er að hlusta á plötuna er þemað meira eins og umgjörð heldur en aðalmálið.

Sufjan Stevens - The Seer's Tower

Friday, February 12, 2010

Topp 5 þemaplötur - Theodór



Þemaplötur eða "Concept albums" upp á engilsaxnesku eru áhugavert fyrirbrigði.

Skilgreining Wikipedia á þemaplötum er eftirfarandi: In popular music, a concept album is an album that is "unified by a theme, which can be instrumental, compositional, narrative, or lyrical". Commonly, concept albums tend to incorporate preconceived musical or lyrical ideas rather than being improvised or composed in the studio, with all songs contributing to a single overall theme or unified story. This is in contrast to the practice of an artist or group releasing an album consisting of a number of unconnected (lyrically or otherwise) songs performed by the artist.

Eftir að hafa lesið þetta ákvað ég að velja þær uppáhaldsplötur mínar sem samkvæmt þessari skilgreiningu eru þemaplötur.

5. Dust Bowl Ballads - Woody Guthrie.
Ein af fyrstu plötunum til að vera talin þemaplata. Platan fjallar um þau áhrif sem miklir sandstormar höfðu á líf bænda í Bandaríkjunum upp úr 1930. Bókin Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck fjallar einnig um þessa sömu atburði og tvö lög af plötunni bera nafn aðalsöguhetju bókarinnar, Tom Joad.

Lög: Tom Joad part I&II

4. Pet Sounds - Beach Boys.
Ein af áhrifamestu plötum allra tíma og oft talin vera gott vitni um geðheilsu Brian Wilson.

Lag: Sloop John B

3. Wish You Were Here - Pink Floyd.
Inniheldur ekki nema 5 lög og er að stórum hluta til "tribute" til Syd Barrett fyrrum gítarleikara sveitarinnar.

Lag: Wish You Were Here

2. The Fragile - Nine Inch Nails.
Á síðustu öld hlustaði ég og vinir mínir mikið á þessa plötu og vorum með miklar hugmyndir í myndbandagerð tengdri nokkrum lögum á henni. Algjör snilld!

Lag: The Day The World Went Away

1. A Grand Don't Come For Free - The Streets.
Sagan sem þessi plata segir er yndislega skemmtileg.

Lag: Fit But You Know It

Wednesday, February 10, 2010

Magic Magic

Það eru fimm manns frá Massachusetts í þessari hljómsveit. Hún gefur út hjá Rough Trade. Hún hefur gefið út eina plötu sem heitir líka Magic Magic og hún kom út rétt fyrir jól í fyrra (hún er geðveikt góð, amk það sem ég hef heyrt af henni). Í augnablikinu á ég bara eitt lag á MP3 og ég ætla að deila því með ykkur núna!

Lag: Headache

og hér er vídjó og myspaceið þeirra.

Tuesday, February 9, 2010

Sarpurinn


Ég var eitthvað að gramsa í diskunum mínum um daginn þegar ég rakst á gamlan uppáhaldsgrip, nefnilega hina frábæru plötu Æ með hljómsveitinni Unun. Það var ekki lítið sem ég hlustaði á þessa plötu þegar ég var unglingur. Ég hafði hins vegar aldrei náð svo langt að kópera diskinn inn í tölvuna sem þýðir einfaldlega að ég hafði ekki hlustað á þetta í mörg ár. Ég var nú ekkert rosalega bjartsýn á að eftir öll þessi ár væri þetta jafn frábært og táningsstúlkunni í mér fannst en ójú þetta er bara enn betra!

Hér er á ferðinni popp um vonbrigði, gleði, kynferðislega frústrasjón, heimilisofbeldi og ástina í heild sinni. Gífurlega vel gert, grípandi og skemmtilegt og ég skil einfaldlega ekki hvers vegna þau náðu ekki vinsældum fyrir utan landsteinana. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé ein besta íslenska popprokkplatan fyrr eða síðar og hananú.



Hversu mikið nostalgíflipp fer maður á að horfa á þetta vídjó?! Mér finnst ég vera 13 aftur!

Unun - Föstudagurinn langi
Unun - Ljúgðu að mér

Saturday, February 6, 2010

Topp 5 vondir textar, góð lög


5. Duran Duran - Hungry Like The Wolf

I smell like I sound. I'm lost and I'm found
And I'm hungry like the wolf
Strut on a line it's discord and rhyme
I'm on the hunt I'm after you


Mér datt þetta bara í huga í miðri listasmíðinni af því það eru sex strákar inni í stofu að drekka bjór og spila rockband og þetta lag var að spilast rétt í þessu. I smell like I sound... really?


4. Toto - Africa

The wild dogs cry out in the night
As they grow restless longing for some solitary company
I know that I must do what's right
Sure as Kilimanjaro rises like Olympus above the Serengeti


Africa fellur í svo hallærisleg lög að ég eiginlega fíla þau fyrir vikið flokkinn (Kokomo anyone?). Fyrir utan að ég veit ekki alveg hvað "solitary company" er þá er botninum náð þegar hann reynir að troða "Serengeti" í línuna þegar það passar ekkert inn í rythmann.


3. Smashing Pumpkins - Tales Of A Scorched Earth

Cause you’re all whores and I’m a fag
And I’ve got no mother and I’ve got no dad
To save me the wasted, save me from myself
I lie just to be real and I’d die just to feel


Þegar ég var 14 ára fannst mér Mellon Collie And The Infinite Sadness alveg frábærasta plata sem hafði nokkurntíma verið gerð. Ég er reyndar alveg á því ennþá að þetta sé mjög góð plata. Það er bara eitt sem hefur breyst og það er álit mitt á textasmíð Billy Corgan. Mér fannst textarnir hans nefnilega alveg ótrúlega flottir og ég las þá alla fram og til baka. Núna þegar ég hlusta þá hugsa ég bara "pretentious much?".


2. The Pretenders - Brass In Pocket

I got brass in pocket
Got bottle
I'm gonna use it
Intention
I feel inventive
Gonna make you, make you, make you notice
Got motion, restrained emotion
I been driving Detroit leaning
No reason, just seems so pleasing


Hvað er konan að tala um? Hún er með brass í vasanum og flösku sem hún ætlar að nota með ásetningi og á frumlegan hátt? Hún keyrir og hallast í átt að Detrot en algjörlega að ástæðulausu... það bara virkar svo næs. Já.


1. Oasis - Digsy's Dinner

I'll treat you like a Queen
I'll give you strawberries and cream
And then your friends will all go green
For my lasagne


Það er nú eiginlega of auðvelt að finna Oasis lag með slæmum texta. Oasis voru í miklu uppáhaldi þegar ég var 15 ára og ég hlustaði á Definitely Mabye og (What's The Story) Morning Glory? fram og til baka. Þó ég hafi verið blind á ýmsa tilgerðarlega texta (eins og fram kemur að ofan) þá hefur það alltaf verið alveg kýrskýrt að Noel Gallagher er HRÆÐILEGUR textasmiður. Ég myndi heldur ekki þora að borða lasagnað hans.

Friday, February 5, 2010

Topp 5 vondir textar, góð lög - Georg Atli

Stundum er bara betra að hlusta á tónlist og spá ekkert í textanum því að það að fatta hvað lagið fjallar um (eða fjallar ekki um) getur haft skelfilegar afleiðingar á gæði lagsins.


5. Oasis - Champagne Supernova

Ég fíla ekki Oasis en verð samt að viðurkenna að mér finnst fyrstu tvær plöturnar þeirra vera alveg ágætar (allt annað er drasl) og einu sinni fannst mér þetta lag líka gott. Ég söng meira að segja með í nokkur fyrstu skiptin sem ég heyrði lagið, en svo fór ég að velta því fyrir mér hvað í ósköpunum ég væri að syngja.... núna finnst mér Oasis eiginlega vera soldið kjánaleg hljómsveit, ætli það sé eitthvað samhngi þarna á milli???

"Slowly walking down the hall,
faster than a cannonball..."
(þetta meikar bara ekkert sens!)

langar líka til að setja þetta textabrot inn, af því það er bara svo stórbrotið: "I know a girl called Elsa, she's into Alka-seltzer" (úr Supersonic af Definitely Maybe)

4. Sade - Smooth Operator





Þetta er svona klassík, Sade er einhvern veginn alltaf svöl, amk þegar hún er ekki að tala um landafræði:

"Coast to coast, from LA to Chicago"
(ef þú fattar ekki þá skaltu googla Chicago og athuga hvar sú borg er staðsett)

3. Interpol - Obstacle 1

Þessir gæjar heilluðu mig algerlega með endalaust töff rokki á Hróarskeldu, en það er ekki hægt að segja að textasmíðin hjá þeim sé rosalega töff samt:

"Her stories are boring and stuff
she's always calling my bluff"

2. America - Horse With No Name

"On the first part of the journey I was looking at all the life.

There were plants and birds and rocks and things"


"Hey semjum lag um ferðalag í gegnum eyðimörk!"

"OK, en hvaða dót er í eyðimörk?!

"bara þú veist bara plöntur og fuglar og steinar... og bara allskonar dót!"

"OK, ég skrifa það"


1. Bob Dylan - Visions of Joanna


Ætli þetta flokkist ekki undir einhverskonar helgispjöll... en þetta er klárlega ekki eitt af bestu textasmíðum Bob Dylan!

"See the primitive wallflower frieze
When the jelly-faced women all sneeze
Hear the one with the mustache say, "Jeeze
I can't find my knees”."


Heiðurstilnefning: Red Hot Chilli Peppers og næstum allt það sem þeir hafa gefið út fyrir utan Under the Bridge. Anthony Kiedis er bara aðeins of kjánalegur.

Plata mánaðarins: Owen Pallett - Heartland


Byrjum á játningu: ég elska Owen Pallett. Mér finnst hann unaðslegt æði pæði! Ég hef tvisvar séð hann spila og í bæði skiptin varð ég bara orðlaus. Einn gaur á sviði með fiðlu og lúppudúdda á bara ekkert að geta haldið athygli manns svona algjörlega. Fínt. Æði. Frábært. Gleði!

Hinsvegar hef ég aldrei hlustað á Final Fantasy plötu til enda. OK, ég hef mögulega rennt He Poos Clouds (sem, by the by, er líklega uppáhalds plötunafnið mitt) einu sinni í gegn sem heild. En það hefur einhvern veginn aldrei gripið mig nógu mikið til að ég hafi hlustað repeatedly.

Fyrirfram hélt ég því að Heartland yrði eins, eitthvað sem mér finndist flott, lögin frábær en myndi einhvern veginn ekki grípa mig. Ég myndi hlusta einu sinni, kannski tvisvar...en svo ekki meir. En nafnið var ekki það eina sem breyttist með Heartland. Lögin eru þéttari og platan sem heild aðgengilegri.

Um leið og ég kláraði fyrstu hlustun renndi ég henni aftur í gegn. Og eftir þónokkrar hlustanir langaði mig ósjálfrátt að fara að hlusta meira á Final Fantasy plöturnar, sem nú hafa fengið ansi margar hlustanir síðustu daga - og ég kann einhvern veginn betur að meta þær í þetta skipti. Getur maður beðið um meira?

Þetta er allavega í fyrsta skipti sem ég fæ lag með Owen Pallett á heilann...svo mikið að ég er búin að syngja það stanslaust í 3 daga. Klárlega þess virði að tékka á þessari plötu!

Og lag vikunnar af plötu mánaðarins? Klárlega Keep the Dog Quiet. Lagið sem ég er búin að söngla mestalla vikuna.

Wednesday, February 3, 2010

Sarpurinn

Hinn fornfrægi þáttur Top of the Pops sem hafði verið vikulega í imbakassa Breta frá 1964 til 2006 hafði aðeins eitt hlutverk. Að deila með landsmönnum lögum sem vinsælust voru í landinu þá vikuna. Í þessum þætti hafa öll stærstu nöfn tónlistarsögunnar troðið upp og spilað í myndveri BBC. Fyrir margar hljómsveitir höfðu þær ekki slegið í gegn fyrr en boðskortið kom frá Top of the Pops.

Árið 1995 kom í fyrsta sinn á svið í þættinum hljómsveit sem hafði ekki plötusamning. Skoska sveitn (strax plús í mínum bókum) Bis var þarna komin að taka lagið Kandy Pop af þá óútgefinni EP plötu sinni, Secret Vampire Soundtrack.

Tríóið Bis, sem reyndar lagði upp laupana 2003 fyrir utan stutta endurkomu 2007 skyldi eftir sig fjórar stórar plötur og fjölda EP platna. Ágætis efni sumt, en því miður ekkert sem fær mig til að stofna íslenska Bis aðdáendaklúbbinn. Við skulum því ekki dvelja lengi við þeirra eigin efni.



Bis á þó stað í hjarta mínu því cover lag með sveitinni kveikti aftur og minnti mig á snilldina sem er Joy Division. Cover lög geta annað hvort verið algjör eftiröpun af upprunalega laginu eða eitthvað allt annað og nýtt. Ég persónulega hallast að seinni kostinu, finnst fátt skemmtilegra en cover lag sem tekur gamalt lag og gerir að nýju, þannig að lagið fái framhaldslíf sem eitthvað allt annað. Eða eins og Sigga Beinteins myndi segja sem Idol dómari "Þú gerðir lagið að þínu".

Það verður því svo að mín fyrsta færsla hér verður þetta ágæta coverlag.


Love will tear us apart

Monday, February 1, 2010

Topp 5 plötur áratugarins - Georg Atli

Að velja úr 5 bestu plöturnar sem komu út á heilum áratug er ansi erfitt, þess vegna ákvað ég bara að velja úr þær fimm plötur sem mér fannst merkilegastara á einn eða annan hátt. Ég gat engan veginn gert upp á milli tveggja plata þannig að þær deila 5. -6. sætinu.




5. - 6. Björk – Medúlla (2004)


Plata sem selst rosa vel hlýtur góða umfjöllun frá gagnrýnendum og tónlistarspekúlöntum og saman stendur eingöngu af hljóðum sem mannslíkaminn gefur frá sér... Þetta er ansi merkilegt.


Lag: Oceania


5. - 6. Bon Iver - For Emma, Forever Ago (2007/8)


Ég held að ég hafi aldrei (og mun kannski aldrei) heyrt einlægari plötu, Justin vernon opnaði sig algerlega og (svo ég vitni í maus) þetta er hjartað hans blæðandi á plastdisk.


Lag: Re:Stacks




4. The White Stripes – Elephant (2003)


Valdi þessi plötu næstum af handa hófi, þetta er eiginlega platan sem gerði Jack White að stórstjörnu innan rokksins en allar hinar White Stripes plöturnar hefðu annasr getað verið hér. Jack White snýr rokkþróuninni við (eða þannig sko) hann notar það sem gætu talist frumstæðar leiðir til þess að taka plöturnar upp og það tekst svona líka ótrúlega vel,hljómurinn er þykkur og hrár en tónlistin er samt einföld. The White Stripes sýna það að rokkið þarf ekki að vera íburðarmikið og flókið og það þarf ekki að taka marga mánuði og allkonar tæki til að taka upp góða plötu.


Lag: The Hardest Button To Button



3. The Strokes – Is This It (2001)


Þessum gæjum tókst að gera rokkið hipp og kúl aftur... það hefur alltaf verið töff en þegar Is This It? Kom út þá varð það að einhverju rosa hipstera trendi sem var spilað allstaðar og af öllum. Platan er þrusugóð og rosalega grípandi o gég held að það sé eiginlega bara rosalega erfitt að hafa ekki verið hrifinn með þessari hreyfingu sem Strokes liðar störtuðu. Þetta var ekkert nýtt en kom bara á akkúrat réttum tíma og var spilað af akkúrat rétta fólkinu.


Lag: Last Night



2. Clap Your Hands Say Yeah – Clap Your Hands Say Yeah (2005)


C.Y.H.S.Y. og Artic Monkeys fundu nýja leið inn í mainstream geirann. Í gegnum myspace og tónleika þá náðu þeir að byggja upp alveg rosalegt “buzz” og stórann aðdáendahóp. Síðan þegar þeir loksins tóku upp plötu og sömdu við einhverja litla plötubúð í Brooklyn (held það hafi verið í Brooklyn) um að selja fyrstu eintökin. Las það í viðtali við plötubúðar

eigandann að platan vara víst upp seld stuttu eftir að búðin opnaði og fólk byrjaði að hringja í hann daginn áður en hann fékk fyrstu sendinguna... allt þökk sé myspace tilkynningu.


Lag: Let the Cool Goddess Rust Away


1. Radiohead – In Rainbows (2007)


Þetta er náttúrulega bara mjög undarleg plata í alla staði. Hvort sem þetta hafi verið rosa vel heppnað markaðstrick eða stórt fokkjú merki í plötiðnaðinn þá á þetta örugglega eftir að breyta því hvernig hljómsveitir selja plöturnar sínar og breytingin á kannski eftir að vera meiri í því hvernig þær semja um sölu við stóru fyrirtækin, en þetta múv á samt örugglega ekki eftir að skipta litlu böndin neinu máli...