Ég lenti í tímavandræðum í seinustu viku þar sem að ég var að reyna að koma systur minni út um helgina og þarf því að brjóta hina heilögu reglu að skila listanum sínum á réttum tíma en ég hef bara svo mikið dálæti á þessum lista að ég verð að fá að setja hann inn.
5. Radiohead - The National Anthem
Eitt besta lag hinnar stórgóðu og ótrúlega vanmetnu Kid A. Þetta lag svínvirkar alltaf á tónleikum algjörlega vegna þessarar bassalínu að mínu mati.
4. Tool - Forty Six & 2
Þetta lag byrjar á alveg ótrúlega flottri bassalínu og fer síðan út í mun stærri og betri hluti. Flottur gítarleikur, vísanir í það að mannskepnunni vantar tvo litninga til að ná fullkomnum, ótrúlegt trommu"sóló" og fleiri pælingar um skuggann sem maður felur sig í.
3. The Who - My Generation
Eitt fyrsta bassasóló rokksögunnar var mér sagt einu sinni að væri í þessu lagi. Uxinn John Entwistle er náttúrulega einn sterkasti, ef ekki sá sterkasti, bassaleikari sem rokksagan hefur fengið upp á arma sína. Hérna fær hann frekar einfalt verkefni en nær samt að setja sitt mark á það.
2. Interpol - PDA
Carlos í Interpol hefur lengi verið einn uppáhalds bassaleikarinn minn. Mjög flottar og oft einfaldar bassalínur sem halda lögunum uppi og mynda breitt og gott undirlag sem gítararnir geta nýtt sér til að svífa yfir. Í þessu lagi kemur síðan eitt flottasta móment Carlos og Interpol í heild sinni. Eftir langa og flotta uppbyggingu þá hættir bassinn og trommurnar á slaginu 3:09 og gítararnir sitja einir og hráir. Tíu sekúndum seinna kemur bassinn inn og svo kemur meiri gítar inn á 3:44. Hérna kemur svo snilldin á slaginu 3:54 þegar bassinn færir okkur í nýjan hluta lagsins. Þessi litla hreyfing puttana á bassahálsinum valda því að ég, lítill pjakkur í Norðurhafi, byrja að hreyfa hálsinn minn ósjálfrátt með.
1. Lou Reed - Walk on the Wild Side
Besta bassalína rokksins. Punktur.
Monday, August 27, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
ÉG er mjög ánægður að sjá lag með TOOL á listanum, annars datt mér fyrst í hug lagið Schism þegar minnst er á flottar bassalínur...og svo má að sjálfsögðu ekki gleyma Flea og hans ultramegafunky bassalínu í Sir Psycho Sexy!!!
Post a Comment