Já, næsti listinn okkar verður aðeins öðruvísi og nýr af nálinni. Í fyrsta skipti (og alls ekki það síðasta) munum við ekki beina sjónum okkur að einstökum lögum. Næsti listi gengur nefnilega út á að finna bestu þrennurnar. Með þrennu eigum við við þegar það koma þrjú lög á plötu sem virka rosalega vel saman og maður vill helst heyra þau öll í þessari röð. Þetta eru flókin vísindi þar sem að hvert lag tengist hinum á einhvern hátt, þema, bít eða frábærlegheitum.
Dæmi um svona sterka þrennu er t.d. hægt að finna á Thriller hans Míkjáls Jáksonar. Þar byrja herlegheitin á Thriller, síðan er farið yfir í Beat It og loks endað á Billy Jean.
P.S. Við að leita að þessum youtube vídjóum, rakst ég á þetta vídjó þar sem að Amy Winehouse og Charlotte Church taka saman Beat It. Amy er alveg blazed-out-of-her-mind þarna, sem er sérstaklega styrkt með því að hafa sakleysingjann Church við hliðina á sér.
Friday, August 31, 2007
Topp 5 Bob Dylan cover - Vignir
5. William Shatner - Mr. Tambourine Man
Ég er nú frekar viss um að Zvenni hafi sett þetta inn en ég setti þetta hérna bæði honum til heiðurs (þar sem að þetta eru nú tvær hetjur hans) og vegna þess að þetta er svo æðislega fyndið lag.
Shatnerinn er í algjöru rugli í þessu lagi, talar eins og allir sem að gerðu grín að honum í gamla daga og endar í algjörri geðshræringu sem minnir mann helst á Kahn mómentið hans.
4. Dave Matthews Band - All Along the Watchtower(live)
All Along the Watchtower er víst oft tekið af Dave Matthews Band sem ku víst vera alveg frábært band á tónleikum. Mér hefur alltaf fundist mjög gaman af þeim þótt ég meiki þá bara í smáskömmtum, annars fæ ég dálítið mikinn Dream Theater hroll. Þessi útfærsla þeirra er þó alveg frábær og hlustaði ég mikið á hana í gamla daga og var bara að fatta hana aftur við gerð þessa lista.
3. Byrds - Mr. Tambourine Man
Það er nú dálítil klisja að setja þetta lag á listann en mér finnst það bara vera rosalega gott lag og gefur manni rosalega mikla nostalgíu fyrir tíma sem maður þekkir ekkert til.
2. Joan Baez - Sad-Eyed Lady of the Lowlands
Joan Baez gerði einu sinni heila plötu af Bob Dylan coverum sem ég hafði aldrei spáð í fyrr en ég að fór að hugsa út í þennan lista. Þetta lag greip mig strax og mér finnst það virkilega vel heppnað, treginn kemst betur til skila hjá Joan.
1. Jimi Hendrix - All Along the Watchtower
Einu sinni sagði ég að þetta væri eitt besta cover allra tíma og ég stend við þau orð. Þetta er svo ótrúlega gott cover sem gerir hinu upprunalega lagi vel skil og bætir ofan á það.
Ég veit að ég er í raun bara með þrjú lög hérna á þessum lista en það sýnir held ég bara enn betur styrkleika laganna hans Dylans að hægt væri að fara með þau í svona mismunandi áttir.
Ég er nú frekar viss um að Zvenni hafi sett þetta inn en ég setti þetta hérna bæði honum til heiðurs (þar sem að þetta eru nú tvær hetjur hans) og vegna þess að þetta er svo æðislega fyndið lag.
Shatnerinn er í algjöru rugli í þessu lagi, talar eins og allir sem að gerðu grín að honum í gamla daga og endar í algjörri geðshræringu sem minnir mann helst á Kahn mómentið hans.
4. Dave Matthews Band - All Along the Watchtower(live)
All Along the Watchtower er víst oft tekið af Dave Matthews Band sem ku víst vera alveg frábært band á tónleikum. Mér hefur alltaf fundist mjög gaman af þeim þótt ég meiki þá bara í smáskömmtum, annars fæ ég dálítið mikinn Dream Theater hroll. Þessi útfærsla þeirra er þó alveg frábær og hlustaði ég mikið á hana í gamla daga og var bara að fatta hana aftur við gerð þessa lista.
3. Byrds - Mr. Tambourine Man
Það er nú dálítil klisja að setja þetta lag á listann en mér finnst það bara vera rosalega gott lag og gefur manni rosalega mikla nostalgíu fyrir tíma sem maður þekkir ekkert til.
2. Joan Baez - Sad-Eyed Lady of the Lowlands
Joan Baez gerði einu sinni heila plötu af Bob Dylan coverum sem ég hafði aldrei spáð í fyrr en ég að fór að hugsa út í þennan lista. Þetta lag greip mig strax og mér finnst það virkilega vel heppnað, treginn kemst betur til skila hjá Joan.
1. Jimi Hendrix - All Along the Watchtower
Einu sinni sagði ég að þetta væri eitt besta cover allra tíma og ég stend við þau orð. Þetta er svo ótrúlega gott cover sem gerir hinu upprunalega lagi vel skil og bætir ofan á það.
Ég veit að ég er í raun bara með þrjú lög hérna á þessum lista en það sýnir held ég bara enn betur styrkleika laganna hans Dylans að hægt væri að fara með þau í svona mismunandi áttir.
Topp 5 Dylan cover - Krissa
Velja 5 af öllum milljón gasilljón Dylan coverunum (ég er ekki ennþá búið að taka 'ábreiða' í sátt)? Þetta er ekki létt verk...Ég skal reyndar viðurkenna að hingað til hef ég hlustað meira á Dylaninn sjálfan en coverin...but here goes:
5. Nina Simone - Just Like a Woman
Ok, admittedly, Nina Simone er í svolitlu uppáhaldi hjá mér. En þetta lag bara svo óóótrúlega flott í hennar flutningi!
4. Elliott Smith - When I Paint My Masterpiece
Einfaldlega því mér finnst þetta skemmtilegt...og ég hefði verið til í að vera Newbury Comics, 2m frá dúddanum og heyra þetta :)
3. Kyo-Moyashi - You Ain't Going Nowhere
Skemmtilega folkey :)
2. Magnet feat. Gemma Hayes - Lay Lady Lay
Ég er búin að hlusta svo oft á þetta! Úff púff...óóótrúlega flott og næstum haunting...
1. Jeff Buckley - Farewell Angelina
Þetta er bara eitthvað svo einfalt, stripped down og óóótrúlega flott! Engin ofuráreynsla til að sýna fram á hvað Buckley gat...bara afslappað og gott...ahhh
Honourable mention vikunnar fær svo Nick Drake fyrir Tomorrow is a Long Time...gerði Nick Drake einhvern tíma eitthvað sem ekki var gott? ;)
5. Nina Simone - Just Like a Woman
Ok, admittedly, Nina Simone er í svolitlu uppáhaldi hjá mér. En þetta lag bara svo óóótrúlega flott í hennar flutningi!
4. Elliott Smith - When I Paint My Masterpiece
Einfaldlega því mér finnst þetta skemmtilegt...og ég hefði verið til í að vera Newbury Comics, 2m frá dúddanum og heyra þetta :)
3. Kyo-Moyashi - You Ain't Going Nowhere
Skemmtilega folkey :)
2. Magnet feat. Gemma Hayes - Lay Lady Lay
Ég er búin að hlusta svo oft á þetta! Úff púff...óóótrúlega flott og næstum haunting...
1. Jeff Buckley - Farewell Angelina
Þetta er bara eitthvað svo einfalt, stripped down og óóótrúlega flott! Engin ofuráreynsla til að sýna fram á hvað Buckley gat...bara afslappað og gott...ahhh
Honourable mention vikunnar fær svo Nick Drake fyrir Tomorrow is a Long Time...gerði Nick Drake einhvern tíma eitthvað sem ekki var gott? ;)
Bob Dylan ábreiður - zvenni
William Shatner - Mr. Tambourine Man
Meistari hins mælta orðs með frumlega og skemmtilega ábreiðu.
Ramones - My Back Pages
Ramones taka þetta bara eins og vanalega, engar flækjur eða vesen, bara hresst og skemmtilegt.
Johnny Cash & June Carter - It Aint Me Babe
Afbragðs "naw naw naw" hjá hjúunum.
Nick Cave & the Bad Seeds & Co.- Death is not the End
Þverþjóðlegur flokkur syngur með Cave, löndur hans Kylie Minogue og Anita Lane, þjóðverjarnir Blixa Bargeld og Thomas Wydler (þessi smámælti) og hinn írski Shane McGowan. Fyrirtaks endalag á Murder Ballads. Eftir allann hryllingin sem vall úr Cave og co kemur smá vottur af bjartsýni "just remember that death is not the end".
Van Morrison - It´s All Over Now, Baby Blue
Öflug útgáfa með stefinu sem Beck fékk lánað seinna og setti í Jackass. Held að þetta sé uppáhalds Dylan ábreiðan mín.
Meistari hins mælta orðs með frumlega og skemmtilega ábreiðu.
Ramones - My Back Pages
Ramones taka þetta bara eins og vanalega, engar flækjur eða vesen, bara hresst og skemmtilegt.
Johnny Cash & June Carter - It Aint Me Babe
Afbragðs "naw naw naw" hjá hjúunum.
Nick Cave & the Bad Seeds & Co.- Death is not the End
Þverþjóðlegur flokkur syngur með Cave, löndur hans Kylie Minogue og Anita Lane, þjóðverjarnir Blixa Bargeld og Thomas Wydler (þessi smámælti) og hinn írski Shane McGowan. Fyrirtaks endalag á Murder Ballads. Eftir allann hryllingin sem vall úr Cave og co kemur smá vottur af bjartsýni "just remember that death is not the end".
Van Morrison - It´s All Over Now, Baby Blue
Öflug útgáfa með stefinu sem Beck fékk lánað seinna og setti í Jackass. Held að þetta sé uppáhalds Dylan ábreiðan mín.
Topp 5 Dylan cover
Jimi Hendrix fær honourable mention vikunnar en uppreisnarseggurinn í mér getur bara ekki fengið sig til að elta hjörðina og segja að All Along The Watchtower sé besta cover allra tíma. Það er gott cover en kommon, hleypum öðrum að!
5. Melanie - Lay Lady Lay
Hippadrottningin Melanie skrúfar upp í dramatíkinni og sleppir ofvirkum þverflautuleikara lausum en samt gengur þetta fyllilega upp. Mjög hippalegt þó.
4. The Byrds - My Back Pages
Það voru fáir duglegri við að covera Dylan heldur en The Byrds enda er ég með greatest hits plötuna þeirra og þar eru heil átta Dylan lög! Mér finnst þetta standa langt upp úr þeim, einfaldlega því harmónískur söngurinn og hringlandi hljóðfæraleikurinn undirstrikar alla styrkleika lagsins. Svo er live útgáfan af þessu lagi þar sem Dylan spilar það með Byrdsaranum Roger McGuinn, Tom Petty, Neil Young, Eric Clapton og George Harrison ansi mögnuð en þar spila þeir einmitt Byrds útgáfuna í stað þeirrar upprunalegu.
3. Nina Simone - I Shall Be Released
Örugglega besta lagið frá trúartímabili Dylans er hér flutt í fallegum gospelbúningi af sjálfri Ninu Simone. Hún segir við hljómsveitina í upphafi upptökunnar You're pushing it... it'll go out by itself... don't put nothing in it unless you can feel it og ég trúi virkilega að hún hafi fundið það. Það hlýtur að vera galdurinn við að taka gott cover, að finna lagið eins og það væri þitt eigið.
2. Nico - I'll Keep It With Mine
Æjj ég veit ég er eiginlega að svindla því þetta er ekki beint eiginlegt cover lag. Dylan lét Nico fá þetta lag til að setja á Chelsea Girl og það kom ekki út með honum sjálfum fyrr en mörgum árum seinna og þá á samtíningnum Biograph. Þetta er aftur á móti eitt af ótalmörgu uppáhalds lögunum mínum svo ég stenst einfaldlega ekki freistinguna að setja það á listann... það sleppur alveg er það ekki? ;)
1. Them - It's All Over Now Baby Blue
Þetta er nú alveg með fallegri Dylan lögum en svo er þar að auki búið að bæta við svo flottu stefi að Beck ákvað að nota það bara óbreytt í laginu Jackass með svona líka góðum árangri. Þetta stef og geltið í Van Morrison taka orginalinn og snúa honum á hlið en halda samt í sömu tilfinninguna. Er það ekki þannig sem gott cover á að vera?
Thursday, August 30, 2007
Super Furry Animals
This song is based on a true story, which would be fine if it wasn't autobiographical...
Velsku sýrupoppararnir í Super Furry Animals voru að gefa út sína áttundu plötu í vikunni sem er eiginlega mögnuð þrautseigja. Platan heitir Hey Venus! og í þetta sinn syngja þeir á ensku sem er viss léttir því fyrir svona einfeldninga eins og mig er svo asskoti leiðinlegt að skilja ekki bofs. Litla sæta popplagið Run-Away er ferlega catchy og ávanabindandi og gamla lagið It's Not The End Of The World? finnst mér alltaf svo fallegt svo það flýtur hér með.
Ég verð annars að játa upp á mig þá skömm að bróðir minn gaf mér SFA plötuna Radiator í jólagjöf fyrir mörgum árum en bjáninn ég skipti henni fyrir einhverja poppfroðu sem gelgjunni í mér þótti kúl. Ég held ég hafi alveg misst svona 10 rokkstig þar og bróðir minn hefur örugglega aldrei litið mig sömu augum.
Super Furry Animals - Run-Away
Super Furry Animals - It's Not The End Of The World?
Wednesday, August 29, 2007
Beirut...JEIJJ!
Eftir að hafa hlustað á Gulag Orkestar næstum of oft og beðið alltof spennt eftir að sjá Beirut og fylgdarlið á Glastonbury í júní komst ég að því að Zach Condon og félagar eru bara alveg jafn flott og skemmtileg live og á plötu. Ég held að spilagleðin hafi ekki sýnt sig jafn mikið hjá neinum öðrum sem við sáum - nema þá kannski Klaxons :) Í stuttu spjalli við Zach Condon eftir fyrrnefnda tónleika komst ég að því að hann er bara nokkuð hress, finnst blár ópal ekkert svo vondur og á kærustu sem heitir pólsku útgáfunni af nafninu mínu...alltaf jákvæðir eiginleikar!
Það sem meira er: hann tilkynnti líka að hann myndi líklega skreppa aðeins til Íslands í október og spila á Airwaves, enda önnur plata Beirut þá nýkomin út. Ég er því búin að vera veeerulega spennt síðan í júní! Enn er ekkert farið að heyrast um Airwaves performance EN platan, The Flying Club Cup, er hinsvegar komin í spilarann og hljómar vel...allavega jafn vel og sú fyrsta! Engar stórvægilegar breytingar kannski, svolítið meira af því sama - harmonikkan, ukulele-ið, mandólínið og hornin enn á sínum stað - en þó er einhver munur, eitthvað sem ég næ ekki alveg að benda á...
En mér finnst allavega vel þess virði að tékka á þessum lögum (og helst bara plötunni allri):
Nantes
The Penalty
Forks and Knives (La Fête)
Topp 5 bassalínur - Krissa
Ég veit að þetta er svona 17 skipti í röð sem ég brýt reglu nr. 2 en ég lofa að vera á réttum tíma næst...lofa lofa lofa...!!!
5. Nirvana - Love Buzz
Einföld og flott bassalína...líklega helsta ástæðan fyrir því að Love Buzz er búið að vera eitt af uppáhalds Nirvana lögunum mínum frá því einhvern tíma í grunnskóla :)
4. The Strokes - Is This It
Bassalínan frá og með 2. erindinu er bara skemmtileg, playful og hress. Geri aðrir betur!
3. The George Baker Selection - Little Green Bag
Þetta lag væri ekkert án eitursvölu bassalínunnar! En jimminy hvað það er flott! Ekki skemmir svo fyrir að þetta lag minnir mig á systkini mín og rúnt í gráa escortinum...good times :)
2. Pink Floyd - Money
Bassalínan er bara alltof svöl í einfaldleika sínum :)
1. The Stranglers - Peaches
Bara svo óendanlega skemmtilegt!!! Lagið væri ekkert án bassalínunnar
Honourable mention verður samt eiginlega að vera Longview með Green Day...því það er æði og minnir mig á litlu systur :)
5. Nirvana - Love Buzz
Einföld og flott bassalína...líklega helsta ástæðan fyrir því að Love Buzz er búið að vera eitt af uppáhalds Nirvana lögunum mínum frá því einhvern tíma í grunnskóla :)
4. The Strokes - Is This It
Bassalínan frá og með 2. erindinu er bara skemmtileg, playful og hress. Geri aðrir betur!
3. The George Baker Selection - Little Green Bag
Þetta lag væri ekkert án eitursvölu bassalínunnar! En jimminy hvað það er flott! Ekki skemmir svo fyrir að þetta lag minnir mig á systkini mín og rúnt í gráa escortinum...good times :)
2. Pink Floyd - Money
Bassalínan er bara alltof svöl í einfaldleika sínum :)
1. The Stranglers - Peaches
Bara svo óendanlega skemmtilegt!!! Lagið væri ekkert án bassalínunnar
Honourable mention verður samt eiginlega að vera Longview með Green Day...því það er æði og minnir mig á litlu systur :)
Nýtt frá Band of Horses!
Drengirnir í Band of Horses áttu virkilega sterka debut plötu, Everything all the Time, sem var með því betra sem ég heyrði í fyrra og örugglega ein besta, ef ekki bara besta debut plata seinasta árs. Platan var mjög sterk í heild sinni og innihélt meðal annars hina frábæru epík The Funeral sem var síðan eyðilagt fyrir mörgum með ofnotkun í Law & Order auglýsingum.
Nú eru drengirnir að hugsa sér til hreyfings aftur og stefna á útgáfu með plötunni Cease to Begin sem á að koma út 9. okt. næstkomandi á afmælisdegi John Lennon. Aðeins er byrjað að heyrast af plötunni á netinu og er fyrsta lagið af plötunni, Is There a Ghost, farið að sjást hér og þar. Mér finnst þetta gott lag og þetta setur í mig nokkuð góðan fíling fyrir plötunni. Góður opnari í þessu lagi.
Einnig fylgir með tónleikaupptaka af laginu Monsters af Everything all the Time.
Band of Horses - Is There a Ghost
Band of Horses - Monsters(live)
Nú eru drengirnir að hugsa sér til hreyfings aftur og stefna á útgáfu með plötunni Cease to Begin sem á að koma út 9. okt. næstkomandi á afmælisdegi John Lennon. Aðeins er byrjað að heyrast af plötunni á netinu og er fyrsta lagið af plötunni, Is There a Ghost, farið að sjást hér og þar. Mér finnst þetta gott lag og þetta setur í mig nokkuð góðan fíling fyrir plötunni. Góður opnari í þessu lagi.
Einnig fylgir með tónleikaupptaka af laginu Monsters af Everything all the Time.
Band of Horses - Is There a Ghost
Band of Horses - Monsters(live)
Tuesday, August 28, 2007
Liars
Mennirnir á bak við bestu plötu ársins í fyrra, Drum's Not Dead, eru komnir aftur. Liars eru alveg frábært band sem leggur mikið upp úr sándi og atmósferinu sem tónlistin þeirra skapar.
Drengirnir eru komnir með nýja plötu sem heitir Liars líkt og hljómsveitin. Hún er nokkuð ólík Drum að mínu mati og er öllu aðgengilegri og opnari. Þó finnur maður fyrir tengingunni við Drum í lögum eins og Leather Prowler og What Would They Know. Ég veit ekki alveg ennþá hvað mér finnst um þessa plötu. Ég veit að mér finnst hún góð en ég á eftir að hlusta á hana nokkrum sinnum í viðbót til að komast að því hvort að mér finnist hún vera í sömu hæðum og Drum.
Eitt veit ég þó! Upphafslag plötunnar, Plaster Casts of Everything, er eitt besta lag þessa árs! Mér finnst allavega að þú ættir aðeins að tjekka á því fyrir mig. Svo fylgir líka annað flott lag af plötunni með, fyrrnefnt What Would They Know sem lætur mann halda að Jesus and Mary Chain hafi coverað lag af Drum.
Liars - Plaster Casts of Everything
Liars - What Would They Know
Drengirnir eru komnir með nýja plötu sem heitir Liars líkt og hljómsveitin. Hún er nokkuð ólík Drum að mínu mati og er öllu aðgengilegri og opnari. Þó finnur maður fyrir tengingunni við Drum í lögum eins og Leather Prowler og What Would They Know. Ég veit ekki alveg ennþá hvað mér finnst um þessa plötu. Ég veit að mér finnst hún góð en ég á eftir að hlusta á hana nokkrum sinnum í viðbót til að komast að því hvort að mér finnist hún vera í sömu hæðum og Drum.
Eitt veit ég þó! Upphafslag plötunnar, Plaster Casts of Everything, er eitt besta lag þessa árs! Mér finnst allavega að þú ættir aðeins að tjekka á því fyrir mig. Svo fylgir líka annað flott lag af plötunni með, fyrrnefnt What Would They Know sem lætur mann halda að Jesus and Mary Chain hafi coverað lag af Drum.
Liars - Plaster Casts of Everything
Liars - What Would They Know
Næsti listi: Bob Dylan cover
Bob Dylan er einn mikilvægasti listamaður 20. aldarinnar og hefur hann haft áhrif á svo ótrúlega margar manneskjur í gegnum ævi sína og starf að það er einfaldlega ómælanlegt.
Margir listamenn hafa því reynt að þakka honum fyrir með því að spila lögin hans í nýjum búningi. Við höldum að það séu til nógu mörg lög til þess að geta komið því inn á einn lista og verður því næsti listi: Topp fimm Dylan Cover!
Þetta ætti nú ekki að vera erfitt þar sem að Bob Dylan hefur samið öll lög 20. aldarinnar!
Margir listamenn hafa því reynt að þakka honum fyrir með því að spila lögin hans í nýjum búningi. Við höldum að það séu til nógu mörg lög til þess að geta komið því inn á einn lista og verður því næsti listi: Topp fimm Dylan Cover!
Þetta ætti nú ekki að vera erfitt þar sem að Bob Dylan hefur samið öll lög 20. aldarinnar!
Monday, August 27, 2007
Topp 5 bassalínur - Vignir
Ég lenti í tímavandræðum í seinustu viku þar sem að ég var að reyna að koma systur minni út um helgina og þarf því að brjóta hina heilögu reglu að skila listanum sínum á réttum tíma en ég hef bara svo mikið dálæti á þessum lista að ég verð að fá að setja hann inn.
5. Radiohead - The National Anthem
Eitt besta lag hinnar stórgóðu og ótrúlega vanmetnu Kid A. Þetta lag svínvirkar alltaf á tónleikum algjörlega vegna þessarar bassalínu að mínu mati.
4. Tool - Forty Six & 2
Þetta lag byrjar á alveg ótrúlega flottri bassalínu og fer síðan út í mun stærri og betri hluti. Flottur gítarleikur, vísanir í það að mannskepnunni vantar tvo litninga til að ná fullkomnum, ótrúlegt trommu"sóló" og fleiri pælingar um skuggann sem maður felur sig í.
3. The Who - My Generation
Eitt fyrsta bassasóló rokksögunnar var mér sagt einu sinni að væri í þessu lagi. Uxinn John Entwistle er náttúrulega einn sterkasti, ef ekki sá sterkasti, bassaleikari sem rokksagan hefur fengið upp á arma sína. Hérna fær hann frekar einfalt verkefni en nær samt að setja sitt mark á það.
2. Interpol - PDA
Carlos í Interpol hefur lengi verið einn uppáhalds bassaleikarinn minn. Mjög flottar og oft einfaldar bassalínur sem halda lögunum uppi og mynda breitt og gott undirlag sem gítararnir geta nýtt sér til að svífa yfir. Í þessu lagi kemur síðan eitt flottasta móment Carlos og Interpol í heild sinni. Eftir langa og flotta uppbyggingu þá hættir bassinn og trommurnar á slaginu 3:09 og gítararnir sitja einir og hráir. Tíu sekúndum seinna kemur bassinn inn og svo kemur meiri gítar inn á 3:44. Hérna kemur svo snilldin á slaginu 3:54 þegar bassinn færir okkur í nýjan hluta lagsins. Þessi litla hreyfing puttana á bassahálsinum valda því að ég, lítill pjakkur í Norðurhafi, byrja að hreyfa hálsinn minn ósjálfrátt með.
1. Lou Reed - Walk on the Wild Side
Besta bassalína rokksins. Punktur.
5. Radiohead - The National Anthem
Eitt besta lag hinnar stórgóðu og ótrúlega vanmetnu Kid A. Þetta lag svínvirkar alltaf á tónleikum algjörlega vegna þessarar bassalínu að mínu mati.
4. Tool - Forty Six & 2
Þetta lag byrjar á alveg ótrúlega flottri bassalínu og fer síðan út í mun stærri og betri hluti. Flottur gítarleikur, vísanir í það að mannskepnunni vantar tvo litninga til að ná fullkomnum, ótrúlegt trommu"sóló" og fleiri pælingar um skuggann sem maður felur sig í.
3. The Who - My Generation
Eitt fyrsta bassasóló rokksögunnar var mér sagt einu sinni að væri í þessu lagi. Uxinn John Entwistle er náttúrulega einn sterkasti, ef ekki sá sterkasti, bassaleikari sem rokksagan hefur fengið upp á arma sína. Hérna fær hann frekar einfalt verkefni en nær samt að setja sitt mark á það.
2. Interpol - PDA
Carlos í Interpol hefur lengi verið einn uppáhalds bassaleikarinn minn. Mjög flottar og oft einfaldar bassalínur sem halda lögunum uppi og mynda breitt og gott undirlag sem gítararnir geta nýtt sér til að svífa yfir. Í þessu lagi kemur síðan eitt flottasta móment Carlos og Interpol í heild sinni. Eftir langa og flotta uppbyggingu þá hættir bassinn og trommurnar á slaginu 3:09 og gítararnir sitja einir og hráir. Tíu sekúndum seinna kemur bassinn inn og svo kemur meiri gítar inn á 3:44. Hérna kemur svo snilldin á slaginu 3:54 þegar bassinn færir okkur í nýjan hluta lagsins. Þessi litla hreyfing puttana á bassahálsinum valda því að ég, lítill pjakkur í Norðurhafi, byrja að hreyfa hálsinn minn ósjálfrátt með.
1. Lou Reed - Walk on the Wild Side
Besta bassalína rokksins. Punktur.
Reyfi - Ólöf Arnalds, Budam, Jens Lekman
Ég fór ásamt fríðu föruneyti á tónleika við Norræna húsið á föstudagskvöldið. Ólöf Arnalds steig fyrst á stokk og ég var nægilega hrifin til að langa í diskinn hennar (þó ég hafi reyndar gleymt að tékka hvort hann væri til sölu þarna... auli). Þetta greip mig ekkert allt við fyrstu hlustun en mér fannst lögin Englar og dárar, Í nýju húsi og Við og við standa upp úr en það var kannski ekki að marka þar sem ég hef hlustað dálítið á fyrstu tvö áður. Merkilegast þótti mér eiginlega að hún skyldi spila á beltisdýrsgítar en svoleiðis hljóðfæri er einmitt til heima hjá mömmu og pabba!
Eftir rólega tóna Ólafar steig hinn færeyski Budam á svið ásamt fimm manna hljómsveit. Ég var bjartsýn framan af og reyndi að láta hnussið í ónefndum sessunauti mínum ekki trufla mig en ég gafst fljótlega upp og hnussaði með honum. Ég vil taka fram að þetta voru greinilega allt mjög færir tónlistarmenn og hljóðfæraleikurinn var alltaf alveg pottþéttur og á tíðum mjög skemmtilegur (oft mjög Waits-skotinn). Aftur á móti fannst mér lagasmíðarnar ekkert til að hrópa húrra fyrir, textarnir voru ýmist hræðilega klisjukenndir eða slepjulega klúrir (ef ekki bæði í einu) og þetta virkaði allt bara tilgerðarlegt. Ég meina gaurinn notaði rímið "We'll get so high, we're gonna fly" í tveimur aðskildum lögum... svo ég vitni í Krissu þá segi ég bara DÚDDI!!!
Eftir þetta var eins og ferskur andvari að fá elskulegan Jens Lekman á sviðið og hann var svo skemmtilegur og hress að hann fékk mig alveg til að gleyma stununum í Budam. Hann mætti með tvær stúlkur (aðra á bassa og hina á trommur) og eldri mann á píanóinu og svo slóst Benni Hemm Hemm í hópinn ásamt fjórum lúðrablásurum svo það var mikið stuð og mikið gaman. Jens tók fullt af skemmtilegum lögum, brosti hringinn og var bara svo ótrúlega einlægur og frábær. Skemmtilegast þótti mér að heyra hráa útgáfu af Black Cab, "nýja" lagið The Opposite of Hallelujah og Maple Leaves sungið á sænsku. Núna get ég hreinlega ekki beðið eftir að Night Falls Over Kortedala komi út. Jens þú ert æði!
Jens Lekman - The Opposite Of Hallelujah
Jens Lekman - Maple Leaves
Friday, August 24, 2007
bassalínur - zvenni
Walk on the Wild Side - Lou Reed
Afbragðsbassalína og galdurinn er tveir bassar, hugmynd session gaursins Herbie Flowers.
Please Do Not Go - Violent Femmes
Skemmtilegt þegar (kassa)bassinn fær almennilegt rými og er ekki falinn á bak við önnur hljóðfæri. Hér er hann í raun lead-ið og með afar hresst og smekklegt sóló í miðjunni.
I Will - Bítlarnir
Bassalína sem lætur í raun ekki svo mikið yfir sér en við nánari hlustun (gott í heyrnartólum) heyrist að Paul spilar ekki bassann heldur syngur hann, og bara nokk vel.
Tommy the Cat - Primus
Les Claypool með sexstrengja bassann sinn verður að fá að vera með (og ekki sakar að Tom Waits syngur köttinn Tommy).
Hey - Pixies
Okei máski týpískt lag að setja á lista yfir bassalínur en með flottari lögum þar sem bassinn er ekki bara grunnurinn eða límið heldur það sem stendur mest upp úr í laginu.
Afbragðsbassalína og galdurinn er tveir bassar, hugmynd session gaursins Herbie Flowers.
Please Do Not Go - Violent Femmes
Skemmtilegt þegar (kassa)bassinn fær almennilegt rými og er ekki falinn á bak við önnur hljóðfæri. Hér er hann í raun lead-ið og með afar hresst og smekklegt sóló í miðjunni.
I Will - Bítlarnir
Bassalína sem lætur í raun ekki svo mikið yfir sér en við nánari hlustun (gott í heyrnartólum) heyrist að Paul spilar ekki bassann heldur syngur hann, og bara nokk vel.
Tommy the Cat - Primus
Les Claypool með sexstrengja bassann sinn verður að fá að vera með (og ekki sakar að Tom Waits syngur köttinn Tommy).
Hey - Pixies
Okei máski týpískt lag að setja á lista yfir bassalínur en með flottari lögum þar sem bassinn er ekki bara grunnurinn eða límið heldur það sem stendur mest upp úr í laginu.
Topp 5 bassalínur - Kristín Gróa
5. George Baker Selection - Little Green Bag
Eitursvala bassalínan sem byrjar lagið setur algjörlega tóninn fyrir það sem koma skal enda er þetta lag svo töff!
4. Beck - Go It Alone
Ég held svei mér þá að þetta sé uppáhalds Beck lagið mitt því það er bara svo grúví beibí! Já og hver skyldi þetta vera á bassanum nema hetjan mín hann Jack White? Hvern hefði grunað að hann ætti sér svona funky hlið?
3. The Cure - The Love Cats
Þetta er svo hresst lag og bouncy bassinn spilar ansi mikið þar inn í. Einhverra hluta vegna minnir þetta lag mig alltaf á hinn sáluga stað 22 en það er nú aukaatriði.
2. Primus - Jerry Was A Race Car Driver
Hvernig er hægt að setja saman bassalínulista án þess að hafa Primus lag á honum? Ég sver að gaurinn hlýtur að vera með fimm hendur því öðruvísi er bara ekki hægt að spila svona!
1. Paul Simon - You Can Call Me Al
Ég verð að viðurkenna að ég hef alltaf verið veik fyrir Paul Simon og þá sérstaklega þessu lagi. Manni dettur þetta lag kannski ekki fyrst í hug þegar talað er um bassalínur en það er nú samt í raun bassinn sem heldur laginu uppi og við erum að tala um fríkisjitt bassa! Svo er myndbandið líka tímalaus snilld...
Eitursvala bassalínan sem byrjar lagið setur algjörlega tóninn fyrir það sem koma skal enda er þetta lag svo töff!
4. Beck - Go It Alone
Ég held svei mér þá að þetta sé uppáhalds Beck lagið mitt því það er bara svo grúví beibí! Já og hver skyldi þetta vera á bassanum nema hetjan mín hann Jack White? Hvern hefði grunað að hann ætti sér svona funky hlið?
3. The Cure - The Love Cats
Þetta er svo hresst lag og bouncy bassinn spilar ansi mikið þar inn í. Einhverra hluta vegna minnir þetta lag mig alltaf á hinn sáluga stað 22 en það er nú aukaatriði.
2. Primus - Jerry Was A Race Car Driver
Hvernig er hægt að setja saman bassalínulista án þess að hafa Primus lag á honum? Ég sver að gaurinn hlýtur að vera með fimm hendur því öðruvísi er bara ekki hægt að spila svona!
1. Paul Simon - You Can Call Me Al
Ég verð að viðurkenna að ég hef alltaf verið veik fyrir Paul Simon og þá sérstaklega þessu lagi. Manni dettur þetta lag kannski ekki fyrst í hug þegar talað er um bassalínur en það er nú samt í raun bassinn sem heldur laginu uppi og við erum að tala um fríkisjitt bassa! Svo er myndbandið líka tímalaus snilld...
Thursday, August 23, 2007
Rogue Wave
Kaliforníska hljómsveitin Rogue Wave er ansi heit í dag og ég skil það satt að segja vel. Þetta er poppað og jangly indírokk með húkkum og handklöppum og slíkt hefur aldrei þótt slæmt í mínum bókum. Þriðja platan þeirra, Asleep At Heaven's Gate, kemur út í september og ég er að fíla þetta. Þetta lag hérna að neðan er svo hresst að ég fæ alveg fiðring!
Rogue Wave - Lake Michigan
Rogue Wave á Myspace
Topp 5 fyllerís-/djammlög - Krissa
Já, ég veit að ég er alltaf alltof alltof sein en ég ætla bara samt að fá að vera memm...so here goes
5. Nouvelle Vague - Too Drunk to Fuck
"Oh je suis trop bourrée
Pour uhm, pour baiser"
Mér finnst Nouvelle Vague útgáfan bara skemmtilegri en sú upprunalega. Þetta er lagIÐ sem við Kristín hlustuðum bara alltaf á á gömlu Freyjugötunni sumarið 2005 - djammsumariNU. Þetta er lagið sem við hlustuðum á þegar við vorum í fínum kjólum að dansa endalaust í hringi í litlu stofunni til að láta pilsin sveiflast í almennilegan hring. Þetta er lagið sem við hlustuðum á þegar við bjuggum fyrst til frosnar margaritur. Þetta er lagið sem við hlustuðum á sem dinnertónlist þegar allir voru í útlöndum og við eyddum páskunum saman. Þetta er blimmin' awesome lag og vel viðeigandi á hvaða djammi sem er! :)
4. The Arcade Fire - Neighborhood #3 (Power Out)
"Kids are swinging from the power lines
Nobody's home, so nobody minds"
Víjj þetta er svo mikið sing-along song. Power Out er lagið sem maður 'transdansar' við eins og ónefndur drengur myndi kalla það. Loka augunum, dansa og syngja eins hátt og maður mögulega getur...
3. The Funerals - Pathetic Me
Fullkomið til að setja á þegar maður kemur aftur heim en vill ekki fara að sofa strax. Pathetic Me er 'eftirdjamm' lagið.
2. The Cure - Close to Me
"I never thought this day would end
I never thought tonight could ever be
This close to me"
Uppáhalds Cure lag einnar af uppáhalds manneskjunum mínum í heimigeiminum. Dillirassa-sing-along lag eftir Robert Smith! Gerist það eitthvað betra?
1. British Sea Power - Apologies to Insect Life
"Oh Fyodor you are the most attractive man
Oh Fyodor you are the most attractive man I know,
Your Russian heart is strong and has been bleeding for too long"
Ojjj þetta er svo goooott lag! Fullkomið sem síðasta lag til að hlusta á áður en farið er út og verða enn hressari. Eina sem gæti mögulega verið betra er að vera í litlu tjaldi á meðalstóru festivali, umkringdur fullt af fólki, greinum og plasthegrum og heyra lagið live...!!! :)
ooog honourable mentions: Piano Man með Billy Joel og Tiny Dancer með Elton John. Lögin eru indistinguishable því bæði eru fáranlega góð og bæði segja þau: "það er Laugardagur, ég er á Dillon, ég er með skemmtilegu fólk og það er búið að vera fáranlega gaman en nú er verið að loka og tími til kominn að fara á næsta stað" :)
5. Nouvelle Vague - Too Drunk to Fuck
"Oh je suis trop bourrée
Pour uhm, pour baiser"
Mér finnst Nouvelle Vague útgáfan bara skemmtilegri en sú upprunalega. Þetta er lagIÐ sem við Kristín hlustuðum bara alltaf á á gömlu Freyjugötunni sumarið 2005 - djammsumariNU. Þetta er lagið sem við hlustuðum á þegar við vorum í fínum kjólum að dansa endalaust í hringi í litlu stofunni til að láta pilsin sveiflast í almennilegan hring. Þetta er lagið sem við hlustuðum á þegar við bjuggum fyrst til frosnar margaritur. Þetta er lagið sem við hlustuðum á sem dinnertónlist þegar allir voru í útlöndum og við eyddum páskunum saman. Þetta er blimmin' awesome lag og vel viðeigandi á hvaða djammi sem er! :)
4. The Arcade Fire - Neighborhood #3 (Power Out)
"Kids are swinging from the power lines
Nobody's home, so nobody minds"
Víjj þetta er svo mikið sing-along song. Power Out er lagið sem maður 'transdansar' við eins og ónefndur drengur myndi kalla það. Loka augunum, dansa og syngja eins hátt og maður mögulega getur...
3. The Funerals - Pathetic Me
Fullkomið til að setja á þegar maður kemur aftur heim en vill ekki fara að sofa strax. Pathetic Me er 'eftirdjamm' lagið.
2. The Cure - Close to Me
"I never thought this day would end
I never thought tonight could ever be
This close to me"
Uppáhalds Cure lag einnar af uppáhalds manneskjunum mínum í heimigeiminum. Dillirassa-sing-along lag eftir Robert Smith! Gerist það eitthvað betra?
1. British Sea Power - Apologies to Insect Life
"Oh Fyodor you are the most attractive man
Oh Fyodor you are the most attractive man I know,
Your Russian heart is strong and has been bleeding for too long"
Ojjj þetta er svo goooott lag! Fullkomið sem síðasta lag til að hlusta á áður en farið er út og verða enn hressari. Eina sem gæti mögulega verið betra er að vera í litlu tjaldi á meðalstóru festivali, umkringdur fullt af fólki, greinum og plasthegrum og heyra lagið live...!!! :)
ooog honourable mentions: Piano Man með Billy Joel og Tiny Dancer með Elton John. Lögin eru indistinguishable því bæði eru fáranlega góð og bæði segja þau: "það er Laugardagur, ég er á Dillon, ég er með skemmtilegu fólk og það er búið að vera fáranlega gaman en nú er verið að loka og tími til kominn að fara á næsta stað" :)
Wednesday, August 22, 2007
Soulsavers
Jæja eruði ekki í stuði fyrir drungalegt indí gospel? Soulsavers eru bresk hljómsveit sem fengu hinn hrjúfraddaða Mark Lanegan til liðs við sig og gáfu út plötuna It's Not How You Fall, It' The Way You Land fyrr á árinu. Mark kallinn setur að sjálfsögðu mikinn svip á plötuna enda þekkir maður röddina hans hvar sem er og eitt af lögunum á plötunni er m.a.s. gamalt lag með honum. Mér finnst þetta alveg gæsahúðarflott og skil ekki hvernig ég gat misst af þessu þangað til núna.
Soulsavers - Revival
Soulsavers - Kingdoms of Rain
Soulsavers á Myspace
Tuesday, August 21, 2007
Næsti listi er...
bassalínur... já bassalínur. Bassalínur eru oft vanmetnar þar sem þær leynast í bakgrunninum en allir taka eftir því ef þær vantar.
Hver segir að bassaleikarar séu lúðar...
Hver segir að bassaleikarar séu lúðar...
Friday, August 17, 2007
Topp 5 fylleríslög - Kristín
5. Gylfi Ægisson - Í stuði
Hallærislega "vúhú það er föstudagur og ég er að fara á skrall" lagið. Fyrr í sumar fór ég í ónefnda matvörubúð á höfuðborgarsvæðinu og var þar staddur enginn annar en Gylfi Ægisson sjálfur. Rétt í því sem ég gekk framhjá honum yrti einhver gaur á hann og Gylfi svaraði að bragði "jú ég er bara í stuði". Mér varð svo mikið um þetta að ég hljóp skríkjandi inn í mjólkurkælinn!
4. Modest Mouse - The Good Times Are Killing Me
Have one, have twenty more "one mores" and oh it does not relent.
"Úff ég djamma of mikið" lagið. Summarið 2005 var eitt hressasta sumar í manna minnum og þá rataði þetta lag einmitt oft á fóninn enda vel við hæfi.
3. Elliott Smith - Between The Bars
Bömmerfylleríslagið. Þetta var fyrsta lagið sem ég heyrði með Elliott Smith og ég hljóp strax daginn eftir út í Skífu að reyna að finna einhverjar plötur með honum. Það eina sem var til var XO svo ég keypti hana og fannst hún frábær en þetta lag hefur alltaf verið í mestu uppáhaldi hjá mér.
2. Nouvelle Vague - Too Drunk To Fuck
"Úff ég er svo full að ég flissa bara og meika ekkert" lagið. Sumum þykir kannski skandall að ég skuli ekki setja orginalinn með Dead Kennedys frekar en þetta var sko lagið mitt og Krissu á tímabili og það minnir mig alltaf á góða tíma á Freyjunni. Kjólar, kokkteilar, varalitagerð, kjánadans og fara ekki í bæinn fyrr en 4 um nótt því við gleymdum okkur svo í tónlistinni heima... allt of gaman!
1. Billy Joel - Piano Man
"Ég er á uppáhalds barnum mínum með öllum vinum mínum og á þessu mómenti er allt fullkomið" lagið. Ég skal alveg viðurkenna að ég fer oft í bæinn um helgar og í hvert einasta skipti fer ég á Dillon og þess vegna er þetta lag á toppnum. Ég hef átt svo mörg góð kvöld með vinum mínum á Dillon að um leið og ég heyri upphafstónana á þessu lagi þá fæ ég fiðring í magann og get ekki annað en brosað :)
Hallærislega "vúhú það er föstudagur og ég er að fara á skrall" lagið. Fyrr í sumar fór ég í ónefnda matvörubúð á höfuðborgarsvæðinu og var þar staddur enginn annar en Gylfi Ægisson sjálfur. Rétt í því sem ég gekk framhjá honum yrti einhver gaur á hann og Gylfi svaraði að bragði "jú ég er bara í stuði". Mér varð svo mikið um þetta að ég hljóp skríkjandi inn í mjólkurkælinn!
4. Modest Mouse - The Good Times Are Killing Me
Have one, have twenty more "one mores" and oh it does not relent.
"Úff ég djamma of mikið" lagið. Summarið 2005 var eitt hressasta sumar í manna minnum og þá rataði þetta lag einmitt oft á fóninn enda vel við hæfi.
3. Elliott Smith - Between The Bars
Bömmerfylleríslagið. Þetta var fyrsta lagið sem ég heyrði með Elliott Smith og ég hljóp strax daginn eftir út í Skífu að reyna að finna einhverjar plötur með honum. Það eina sem var til var XO svo ég keypti hana og fannst hún frábær en þetta lag hefur alltaf verið í mestu uppáhaldi hjá mér.
2. Nouvelle Vague - Too Drunk To Fuck
"Úff ég er svo full að ég flissa bara og meika ekkert" lagið. Sumum þykir kannski skandall að ég skuli ekki setja orginalinn með Dead Kennedys frekar en þetta var sko lagið mitt og Krissu á tímabili og það minnir mig alltaf á góða tíma á Freyjunni. Kjólar, kokkteilar, varalitagerð, kjánadans og fara ekki í bæinn fyrr en 4 um nótt því við gleymdum okkur svo í tónlistinni heima... allt of gaman!
1. Billy Joel - Piano Man
"Ég er á uppáhalds barnum mínum með öllum vinum mínum og á þessu mómenti er allt fullkomið" lagið. Ég skal alveg viðurkenna að ég fer oft í bæinn um helgar og í hvert einasta skipti fer ég á Dillon og þess vegna er þetta lag á toppnum. Ég hef átt svo mörg góð kvöld með vinum mínum á Dillon að um leið og ég heyri upphafstónana á þessu lagi þá fæ ég fiðring í magann og get ekki annað en brosað :)
Fylleríislög - Zvenni
Þorravísur - Randver
Til veiga, til veiga vjer vekjum sérhvern mann!
Kominn er illviðra kóngurinn Þorri,
kaldur og fokreiður ættjörðu vorri.
Með blóti, með blóti vjer blíðka þurfum hann.
Máski ekki nýtt fyrirbæri í sögu mannverunnar að hringja í liðið og hóa í teiti. Ástæðurnar geta verið margar, háleitar, trúarlegar, gleðilegar, sorglegar eða í raun engar. En oft endar kvöldið með lagi.
House of the Rising Sun - Animals
Man eftir partíunum hjá mömmu og pabba þegar ég var lítill. Litlu bláu dósirnar á öllum borðum (sem ég fann seinna út að væru Löwenbrau). Who, Kinks, Jethro Tull og Incredible Stringband búið að hljóma en alltaf endaði kvöldið á dramatískum innlifunarflutningi pabba og Gulla frænda á House of the Rising Sun. Ein af skírustu minningum bernskunnar.
In the Ghetto - Nick Cave and the Bad Seeds
Rúmum tíu árum seinna. Grænar glerflöskur á borðum (Tuborg). Ég, Skari og Arne haldandi utan um axlir hvors annars syngjandi okkur hása með útgáfu Cave og co. á fóninum.
Piano Man - Billy Joel
Ekki einn af mínum uppáhaldstónlistarmönnum en lagið er orðið að þjóðsöng laugardagskvölda á Dillon. Síðasta lag Andreu og allir vita að geimið er að verða búið. Samt er það einhvern veginn í lagi því það á við stund og stað og gengið hefur hópsöng í fjöldafaðmlagi áður en haldið er heim eða í leit að meira fjöri.
Anywhere I Lay My Head - Tom Waits
Hvort sem maður liggur í ræsinu með gangstéttarkant sem svæfil eða í sófa einn eftir í partíinu þá skiptir það í raun ekki máli. Þar sem ég hvíli kollinn á ég heima.
Til veiga, til veiga vjer vekjum sérhvern mann!
Kominn er illviðra kóngurinn Þorri,
kaldur og fokreiður ættjörðu vorri.
Með blóti, með blóti vjer blíðka þurfum hann.
Máski ekki nýtt fyrirbæri í sögu mannverunnar að hringja í liðið og hóa í teiti. Ástæðurnar geta verið margar, háleitar, trúarlegar, gleðilegar, sorglegar eða í raun engar. En oft endar kvöldið með lagi.
House of the Rising Sun - Animals
Man eftir partíunum hjá mömmu og pabba þegar ég var lítill. Litlu bláu dósirnar á öllum borðum (sem ég fann seinna út að væru Löwenbrau). Who, Kinks, Jethro Tull og Incredible Stringband búið að hljóma en alltaf endaði kvöldið á dramatískum innlifunarflutningi pabba og Gulla frænda á House of the Rising Sun. Ein af skírustu minningum bernskunnar.
In the Ghetto - Nick Cave and the Bad Seeds
Rúmum tíu árum seinna. Grænar glerflöskur á borðum (Tuborg). Ég, Skari og Arne haldandi utan um axlir hvors annars syngjandi okkur hása með útgáfu Cave og co. á fóninum.
Piano Man - Billy Joel
Ekki einn af mínum uppáhaldstónlistarmönnum en lagið er orðið að þjóðsöng laugardagskvölda á Dillon. Síðasta lag Andreu og allir vita að geimið er að verða búið. Samt er það einhvern veginn í lagi því það á við stund og stað og gengið hefur hópsöng í fjöldafaðmlagi áður en haldið er heim eða í leit að meira fjöri.
Anywhere I Lay My Head - Tom Waits
Hvort sem maður liggur í ræsinu með gangstéttarkant sem svæfil eða í sófa einn eftir í partíinu þá skiptir það í raun ekki máli. Þar sem ég hvíli kollinn á ég heima.
Thursday, August 16, 2007
The Besnard Lakes
The Besnard Lakes eru enn ein efnileg hljómsveit frá Montreal. Þau gáfu út plötuna The Besnard Lakes Are The Dark Horse fyrr á árinu og hafa aldeilis valið plötunafn við hæfi því þessi plata hefur læðst aftan á mér án þess að ég hafi eiginlega fattað það. Hún greip mig alls ekki við fyrstu hlustun enda er hún frekar þung og ég var frekar óþolinmóð þegar ég hlustaði á hana í fyrstu skiptin. Núna er þetta hins vegar allt búið að smella og ég hef á tilfinningunni að þessi plata eigi lengi eftir að vera í uppáhaldi hjá mér. Lögin tvö hér að neðan eru mjög ólík en bæði stórgóð. Fyrra lagið vísar mjög sterkt í Beach Boys (það er þá annað lagið á tveimur dögum!) en það seinna minnti mig strax á hina allt of lítt þekktu Black Mountain sem eru einmitt einnig á mála hjá Jagjaguwar.
The Besnard Lakes - Disaster
The Besnard Lakes - Devastation
Wednesday, August 15, 2007
Okkervil River
Jæja þá er ég komin aftur heim frá Nýja Sjálandi og er á fullu að reyna að snúa sólarhringnum við. Ég er nú búin að vera í hálfgerðu tónlistarlegu svelti síðustu tvær vikur en ég afrekaði þó að kaupa alveg heila tvo diska úti, annars vegar Ga Ga Ga Ga Ga með Spoon og hins vegar The Stage Names með Okkervil River. Þeir eru báðir virkilega góðir en einhverra hluta vegna virðist ég alltaf setja Okkervil River fyrst í og ég er satt að segja pínku dolfallin yfir því hversu mögnuð plata þetta er.
Nú er ég búin að vera yfir mig ástfangin af Okkervil River síðan ég heyrði upphafstóna Black Sheep Boy en á nýju plötunni tekst þeim að gera það sem mörgum reynist erfitt... koma með nýja hluti inn í tónlistina en halda samt sínum hljómi. Allt það sem hreif mig við þá er enn til staðar en samt er þetta nýtt og spennandi. Ég get ekki mælt nógu mikið með þessari plötu, þið einfaldlega verðið að fjárfesta í eintaki! Hér eru fyrsta og síðasta lag plötunnar, það fyrra grípur mann við fyrstu hlustun og það síðara inniheldur stef úr Sloop John B sem hefði getað verið klúður en er bara æðislegt.
Okkervil River - Our Live Is Not A Movie Or Maybe
Okkervil River - John Allyn Smith Sails
Tuesday, August 14, 2007
Næsti listi...
Ég verð að viðurkenna að það er fátt skemmtilegra en að vera aðeins tipsy á uppáhaldsbarnum mínum með öllum vinum mínum og heyra skyndilega lag sem fullkomnar kvöldið. Þegar rétta lagið er spilað á nákvæmlega rétta augnablikinu þá fallast allir í faðma og syngja með laginu af lífi og sál með hnefa steytta til himins og gleyma sér í mómentinu. Sumir myndu segja að lög sem framkalla slík viðbrögð séu sönn fylleríslög. Aðrir tengja fylleríslög við einmana tónlistarmann sem drekkir sér hægt og rólega í viskíi á skuggalegri knæpu og raular raunalegan lagbút á meðan.
Næsta föstudag ætlum við að telja upp topp 5 fylleríslög og það er aldrei að vita nema við syngjum þau saman fullum rómi á barnum um kvöldið líka. Það er því alveg séns á að fá live performance í viðbót við lögin sjálf ef þið rambið inn á rétta barinn (ekki erfitt ef þið þekkið okkur hehemm).
Næsta föstudag ætlum við að telja upp topp 5 fylleríslög og það er aldrei að vita nema við syngjum þau saman fullum rómi á barnum um kvöldið líka. Það er því alveg séns á að fá live performance í viðbót við lögin sjálf ef þið rambið inn á rétta barinn (ekki erfitt ef þið þekkið okkur hehemm).
Friday, August 10, 2007
Vantar þig föstudagshressleika?
Ég skal redda þér! Ég er með þriggja skrefa áætlun fyrir þig!
1. Byrjaðu á því að hlusta á Homecoming með The Teenagers(nýju sem er að koma á Airwaves, ekki Frankie Lymon og félaga). Textinn er góður útúrsnúningur á Summer Nights úr Grease.
2. Hlustaðu svo á Matrimony með The Avett Brothers(sjá nánar á Skrúðgöngunni, sem fá mikið lof)
3. Endaðu svo á Laser Life með The Blood Brothers
Ef þetta virkar ekki, þá skaltu bara fá þér meiri bjór...
1. Byrjaðu á því að hlusta á Homecoming með The Teenagers(nýju sem er að koma á Airwaves, ekki Frankie Lymon og félaga). Textinn er góður útúrsnúningur á Summer Nights úr Grease.
2. Hlustaðu svo á Matrimony með The Avett Brothers(sjá nánar á Skrúðgöngunni, sem fá mikið lof)
3. Endaðu svo á Laser Life með The Blood Brothers
Ef þetta virkar ekki, þá skaltu bara fá þér meiri bjór...
Topp 5 áströlsk bönd
5. Men at Work - Down Under
Þetta er svo yndislega hallærislegt en ótrúlega hresst lag
"I come from a land down under
Where beer does flow and men chunder
Can't you hear, can't you hear the thunder?
You better run, you better take cover."
4. Crowded House - Don't Dream It's Over
Settu kveikjarann eins hátt á loft og þú getur og undirbúðu þig undir að soft rocka!
3. Silverchair - Anthem for the Year 2000
Maður fær nú góðan 90s fíling yfir þessu. Það var alveg vel hægt að hlusta á Silverchair í hallæri eftir að Kurt kyssti haglabyssuna.
2. Architecture in Helsinki - Heart it Races
Architecture er alveg frábær hljómsveit sem ég var dálítið lengi að fatta. Þetta lag er af nýjustu plötunni þeirra og gerir mann mjög spenntan. Ég mæli með að þú hækkir vel og hlustir vel á calypso-ið!
1. AC/DC - Back in Black
Þetta er eitt karlmannlegasta lag sem til er frá mjög macho hljómsveit sem gerir lög að reðurtáknum!
P.S. Linkarnir eru allir drasl yousendit linkar. Laga þetta seinna...
Þetta er svo yndislega hallærislegt en ótrúlega hresst lag
"I come from a land down under
Where beer does flow and men chunder
Can't you hear, can't you hear the thunder?
You better run, you better take cover."
4. Crowded House - Don't Dream It's Over
Settu kveikjarann eins hátt á loft og þú getur og undirbúðu þig undir að soft rocka!
3. Silverchair - Anthem for the Year 2000
Maður fær nú góðan 90s fíling yfir þessu. Það var alveg vel hægt að hlusta á Silverchair í hallæri eftir að Kurt kyssti haglabyssuna.
2. Architecture in Helsinki - Heart it Races
Architecture er alveg frábær hljómsveit sem ég var dálítið lengi að fatta. Þetta lag er af nýjustu plötunni þeirra og gerir mann mjög spenntan. Ég mæli með að þú hækkir vel og hlustir vel á calypso-ið!
1. AC/DC - Back in Black
Þetta er eitt karlmannlegasta lag sem til er frá mjög macho hljómsveit sem gerir lög að reðurtáknum!
P.S. Linkarnir eru allir drasl yousendit linkar. Laga þetta seinna...
Ástralía - zven
Colin Hay - Overkill
Colin Hay úr Men at Work í skondnu atriði í Nýgræðingum að taka slagara eftir gamla bandið sitt.
Rolf Harris - Stairway to Heaven
Heyrði þetta lag fyrir mörgum árum á plötunni "Stairways to Heaven: The Money or the Gun" þar sem 22 Ástralskir tónlistarmenn reyndu við lagið. Hér sést bútur úr upptöku þar sem Rolf Harris spilar sína útgáfu. Minnir að hinar hafi ekki verið neitt betri.
AC/DC - Jailbreak
AC/DC með gamla söngvaranum og stuttklipptum Angus. Myndbandið líklega tekið um sumar þar sem hann er ekki í skólabúningnum sínum. Skemmtilega retró-halló með dramatískum endi (sem undirstrikar þó merkingu textans).
Architecture in Helsinki - It'5!
Vissi ekki að þetta band væri ástralskt fyrr en við gagnaöflun fyrir þennan lista. Hresst lag með hressu bandi. Biðst afsökunar á myndgæðum.
Junkyard - Birthday Party
Ungur Cave með skemmtilegt hár, takið sérstaklega eftir mjaðmadilli Tracy Pew á bassanum.
Colin Hay úr Men at Work í skondnu atriði í Nýgræðingum að taka slagara eftir gamla bandið sitt.
Rolf Harris - Stairway to Heaven
Heyrði þetta lag fyrir mörgum árum á plötunni "Stairways to Heaven: The Money or the Gun" þar sem 22 Ástralskir tónlistarmenn reyndu við lagið. Hér sést bútur úr upptöku þar sem Rolf Harris spilar sína útgáfu. Minnir að hinar hafi ekki verið neitt betri.
AC/DC - Jailbreak
AC/DC með gamla söngvaranum og stuttklipptum Angus. Myndbandið líklega tekið um sumar þar sem hann er ekki í skólabúningnum sínum. Skemmtilega retró-halló með dramatískum endi (sem undirstrikar þó merkingu textans).
Architecture in Helsinki - It'5!
Vissi ekki að þetta band væri ástralskt fyrr en við gagnaöflun fyrir þennan lista. Hresst lag með hressu bandi. Biðst afsökunar á myndgæðum.
Junkyard - Birthday Party
Ungur Cave með skemmtilegt hár, takið sérstaklega eftir mjaðmadilli Tracy Pew á bassanum.
Thursday, August 9, 2007
Þið verðið að afsaka að það fylgja engar hljóðskrár með í þetta sinn þar sem ég er ekki í aðstöðu til þess að uploada neinu. Listinn birtist líka afbrigðilega snemma þar sem ég er hinum megin á hnettinum!
5. The Church - Under The Milky Way
The Church höfðu þegar gefið út nokkrar plötur þegar þeir náðu vinsældum með þessu lagi árið 1988. Þeir hafa kannski aldrei beint náð almennum vinsældum en hafa gjörsamlega pumpað út plötum síðustu 25 árin og eru enn á fullu. Ég held þeir séu að gefa út nýja plötu í ár sem verður þá þeirra fimmta á jafnmörgum árum.
4. INXS - I Need You Tonight
Þetta er eitt af þessum lögum sem ég get ekki setið kyrr við. Mig langar ekki beint að dansa þegar ég hlusta á það heldur meira að klappa höndunum saman og segja svona grúví "újeeeeee" og kippast til. Very disturbing en já, ég get ekki annað en elskað þetta lag.
3. The Easybeats - Friday On My Mind
Hið eina sanna föstudagslag!
2.Augie March - There's No Such Place
Þetta er lagið sem ég setti hérna á síðuna í síðustu viku. Ég ætla svo sem ekki að segja mikið meira um Augie March en hvet ykkur innilega til að tékka á þeim. Platan Strange Bird er í mestu uppáhaldi hjá mér, hún er dálítið löng og þarfnast smá þolinmæði en það er vel þess virði að gefa henni séns.
1. Nick Cave - Straight To You
Það er úr svo mörgum góðum Nick Cave lögum að velja að ég ætla svo sem ekki að reyna að velja það besta. Ástæðan fyrir því að þetta lag stendur mér næst er sú að það minnir mig á Zvenna og Ástralíuferð sem ég fór í stuttu eftir við byrjuðum saman þar sem ég hlustaði endalaust á þetta lag. Jájá væmið ég veit, en hei svona er þetta bara!
5. The Church - Under The Milky Way
The Church höfðu þegar gefið út nokkrar plötur þegar þeir náðu vinsældum með þessu lagi árið 1988. Þeir hafa kannski aldrei beint náð almennum vinsældum en hafa gjörsamlega pumpað út plötum síðustu 25 árin og eru enn á fullu. Ég held þeir séu að gefa út nýja plötu í ár sem verður þá þeirra fimmta á jafnmörgum árum.
4. INXS - I Need You Tonight
Þetta er eitt af þessum lögum sem ég get ekki setið kyrr við. Mig langar ekki beint að dansa þegar ég hlusta á það heldur meira að klappa höndunum saman og segja svona grúví "újeeeeee" og kippast til. Very disturbing en já, ég get ekki annað en elskað þetta lag.
3. The Easybeats - Friday On My Mind
Hið eina sanna föstudagslag!
2.Augie March - There's No Such Place
Þetta er lagið sem ég setti hérna á síðuna í síðustu viku. Ég ætla svo sem ekki að segja mikið meira um Augie March en hvet ykkur innilega til að tékka á þeim. Platan Strange Bird er í mestu uppáhaldi hjá mér, hún er dálítið löng og þarfnast smá þolinmæði en það er vel þess virði að gefa henni séns.
1. Nick Cave - Straight To You
Það er úr svo mörgum góðum Nick Cave lögum að velja að ég ætla svo sem ekki að reyna að velja það besta. Ástæðan fyrir því að þetta lag stendur mér næst er sú að það minnir mig á Zvenna og Ástralíuferð sem ég fór í stuttu eftir við byrjuðum saman þar sem ég hlustaði endalaust á þetta lag. Jájá væmið ég veit, en hei svona er þetta bara!
Wednesday, August 8, 2007
Næsti listi...
G'day!
Þar sem ég er stödd á Nýja Sjálandi og er nýkomin frá Ástralíu þá finnst okkur við hæfi að listi vikunnar endurspegli það. Á föstudaginn ætlum við þess vegna að telja upp topp 5 lög með áströlskum tónlistarmönnum. Það er til fullt af hressum aussies og þessir eru nú heldur betur í þeim hópi! Tjah... þeir voru reyndar ekki allir svo hressir á endanum en það er nú allt annar handleggur á allt öðrum manni.
Þar sem ég er stödd á Nýja Sjálandi og er nýkomin frá Ástralíu þá finnst okkur við hæfi að listi vikunnar endurspegli það. Á föstudaginn ætlum við þess vegna að telja upp topp 5 lög með áströlskum tónlistarmönnum. Það er til fullt af hressum aussies og þessir eru nú heldur betur í þeim hópi! Tjah... þeir voru reyndar ekki allir svo hressir á endanum en það er nú allt annar handleggur á allt öðrum manni.
Friday, August 3, 2007
zvenni - je je je...
Uncontrolable Urge - Devo
Devo je...
Kick it - Peaches og Iggy Pop
Rokkað je...
Man on the Moon - REM
Rólindis je...
Lithium- Nirvana
Gruggað je...
She Said Yeah - Rolling Stones
Hresst je...
Devo je...
Kick it - Peaches og Iggy Pop
Rokkað je...
Man on the Moon - REM
Rólindis je...
Lithium- Nirvana
Gruggað je...
She Said Yeah - Rolling Stones
Hresst je...
Subscribe to:
Posts (Atom)