Tuesday, August 28, 2007

Liars

Mennirnir á bak við bestu plötu ársins í fyrra, Drum's Not Dead, eru komnir aftur. Liars eru alveg frábært band sem leggur mikið upp úr sándi og atmósferinu sem tónlistin þeirra skapar.

Drengirnir eru komnir með nýja plötu sem heitir Liars líkt og hljómsveitin. Hún er nokkuð ólík Drum að mínu mati og er öllu aðgengilegri og opnari. Þó finnur maður fyrir tengingunni við Drum í lögum eins og Leather Prowler og What Would They Know. Ég veit ekki alveg ennþá hvað mér finnst um þessa plötu. Ég veit að mér finnst hún góð en ég á eftir að hlusta á hana nokkrum sinnum í viðbót til að komast að því hvort að mér finnist hún vera í sömu hæðum og Drum.

Eitt veit ég þó! Upphafslag plötunnar, Plaster Casts of Everything, er eitt besta lag þessa árs! Mér finnst allavega að þú ættir aðeins að tjekka á því fyrir mig. Svo fylgir líka annað flott lag af plötunni með, fyrrnefnt What Would They Know sem lætur mann halda að Jesus and Mary Chain hafi coverað lag af Drum.

Liars - Plaster Casts of Everything

Liars - What Would They Know

1 comment:

kristjangud said...

Hjartanlega sammála þér að liars er háklassaband... hélt samt að nýja platan héti STUMM 287 (eins og stendur framan á henni) en við frekari heimildarleit virðist hún vera samnnefnd sveitinni... undarlegt kv.kristjangud