Drengirnir í Band of Horses áttu virkilega sterka debut plötu, Everything all the Time, sem var með því betra sem ég heyrði í fyrra og örugglega ein besta, ef ekki bara besta debut plata seinasta árs. Platan var mjög sterk í heild sinni og innihélt meðal annars hina frábæru epík The Funeral sem var síðan eyðilagt fyrir mörgum með ofnotkun í Law & Order auglýsingum.
Nú eru drengirnir að hugsa sér til hreyfings aftur og stefna á útgáfu með plötunni Cease to Begin sem á að koma út 9. okt. næstkomandi á afmælisdegi John Lennon. Aðeins er byrjað að heyrast af plötunni á netinu og er fyrsta lagið af plötunni, Is There a Ghost, farið að sjást hér og þar. Mér finnst þetta gott lag og þetta setur í mig nokkuð góðan fíling fyrir plötunni. Góður opnari í þessu lagi.
Einnig fylgir með tónleikaupptaka af laginu Monsters af Everything all the Time.
Band of Horses - Is There a Ghost
Band of Horses - Monsters(live)
Wednesday, August 29, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Mér finnst 'Is There A Ghost' lofa mjög góðu, meira af því sama en samt öðruvísi sem er einmitt það sem maður vill með plötu númer 2! 'Monsters' var samt á fyrri plötunni... er það aftur á þessari nýju???
nauts! Ég var bara í einhverju algjöru rugli þarna...
Post a Comment