Wednesday, December 24, 2008

Topp 5 jól...

Topp 5 óskar öllum gleðilegra jóla og allt það...

og Spinal Tap líka:



The elves are dressed in leather
And the angels are in chains
(Christmas with the Devil)
The sugar plums are rancid
And the stockings are in flames
(Christmas with the Devil)
There's a demon in my belly
And a gremlin in my brain
There's someone up the chimney hole
And Satan is his name

Friday, December 19, 2008

Topp 5 lög ársins 2008

Ókei ókei þetta er topp 5 en byrjum á 10 runners upp í engri sérstakri röð:

Sébastien Tellier - Divine
Vampire Weekend - Cape Cod Kwassa Kwassa
Beck - Gamma Ray
Fleet Foxes - White Winter Hymnal
Beyoncé - Single Ladies (Put A Ring On It)
Goldfrapp - A&E
Neon Neon - I Lust You (feat. Cate Lebon)
Wolf Parade - California Dreamer
Hercules & Love Affair Blind (feat. Antony Hegarty)
FM Belfast - Par Avion


5. Lykke Li - Dance, Dance, Dance af Youth Novels

Easy conversations, there's no such thing
No I'm shy, shy, shy
My hips they lie 'cause in reality
I am shy, shy, shy


Þetta er eitt af þessum lögum sem ég elska að setja á þegar ég er ein heima með hvítvínsglas í hendi að finna mig til fyrir skemmtilegt kvöld. I was a dancer all along...


4. Sigur Rós - Inní mér syngur vitleysingur
af Með suð í eyrum við spilum endalaust

Ég er nýbúin að setja þetta lag á lagatitlalista en fyrir utan frábæran titil þá bara vá þetta er svo svakalega magnað lag. Ég held að ég hafi aldrei fílað Sigur Rósar lag svona rosalega... úffpúff.


3. The Walkmen - In The New Year af You & Me

Ég skal viðurkenna að ég hef ekki enn hlustað á þessa plötu í heild sinni því ég er búin að vera í plötukaupabanni en þetta lag hefur dugað mér alveg hreint ágætlega hingað til. Það er í augnablikinu mest spilaða lag í tónlistarsafninu mínu (ok sem núllstillist reyndar reglulega því iTunes er fucked en samt!).


2. MGMT - Time To Pretend af Oracular Spectacular

I'm feeling rough
I'm feeling raw
I'm in the prime of my life


Þetta átti svo vel við í ár að ég á bolinn.


1. The Dodos - Jodi af Visiter

Allt árið hefur ekkert lag hreyft jafn mikið við mér og þetta lag. Það eru svo mörg snilldarmóment hérna sem valda því að maginn tekur kipp og hoppar upp um 2 sentimetra að ég er alltaf í hálfgerðu uppnámi eftir að hlusta á það. Hvernig þeir geta spilað svona hratt og ákaft veit ekki... og samt er lagið ekkert hratt! Kreisí shit!

fimm lög sem ég hlustaði á 2008... zvenni


Time to pretend - MGMT


Fell venjulega ekki fyrir sona aðeinsofhressuogdansvænuindípoppi en þetta er bara svo skemmtilegt að ég verð að hafa það með. Svo voru þeir líka frekar góðir á hróa í sumar.

White Winter Hymnal - Fleet Foxes

Hef ekki alveg samþykkt bandið hundrað prósent en þetta lag finnst mér afar flott...

The most beautuful girl (in the room) - Flight of the Conchords

Kom opinberlega út á plötu í ár, er það fyrsta sem ég heyrði með Flight of the Conchords
og jafnframt uppáhaldslagið mitt með þeim.

Re: Stacks - Bon Iver

Georg félagi minn benti mér á þennan gaur og ég er bara ansi hrifinn af þessu lagi og reyndar nokkrum öðrum af plötunni hans For Emma, forever ago.


Inn í mér syngur vitleysingur - Sigur Rós

Er búinn að vera með þetta lag á heilanum síðan ég keypti plötuna. Fæ ekki leið á því...

Tuesday, December 16, 2008

Topp fimm tilkynnir uppgjör ársins 2008!

Jæja gott fólk. Eftir miklar vangaveltur höfum við ákveðið að kýla á árslista toppfimm eigi síðar en strax. Við höldum okkur við okkar vanalegu skorður svo hver og einn mun aðeins birta lista yfir fimm bestu lög ársins og fimm bestu plötur ársins... eins fáránlega erfitt og það hljómar. Næsta föstudag teljum við upp lög ársins, á annan í jólum verður toppfimm frí, 2. janúar birtum við plötur ársins og 9. janúar svörum við fimm spurningum til að summera upp árið. Já!

Saturday, December 13, 2008

Topp 5 myndbönd - Kristín Gróa

5. Beyoncé - Single Ladies (Put A Ring On It)

Kannski ekki eitt besta myndband allra tíma en það er samt f*****g awesome og í mestu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Þessar mjaðmir! Ég dáleiðist við að horfa á hana...

Sjá hér!

4. Paul Simon - You Can Call Me Al

Lágvaxnasti maður poppsögunnar hittir hávaxnasta mann kvikmyndasögunnar og þeir bregða á leik. Bleika herbergið, Chevy Chase að mæma lagið og þessi absúrd stærðarmunur gera þetta að mjög eftirminnilegu myndbandi.



3. Peter Gabriel - Sledgehammer

Ótrúlega skemmtilegt myndband sem var mér skringilega ofarlega í huga við gerð þessa lista miðað við að ég hafði ekki séð það í mörg mörg ár.



2. Radiohead - Just

Hvað segir maðurinn í lokin?



1. Sigur Rós - Untitled 1 (Vaka)

Það er eiginlega ekki nokkur leið að velja eitt myndband frá Sigur Rós framyfir annað en þetta er ansi áhrifaríkt og fær því toppsætið.

Friday, December 12, 2008

Top 5 David Hasselhoff-myndbönd - Georg

Af því maðurinn er annað hvort snillingur eða bara ROSALEGA misskilinn...


Secret Agent Man



Svalari en James Bond...


Hooked On A Feeling



Hann er tilfinningaríkur...



Limbo Dance



Let's all go on a holliday... þarf að segja eitthvað meira??


Crazy For You



Þokkalega crazy...


Rhinestone Cowboy (live)



...og svo eitt í lokin sem sýnir performansinn.


...og svo tvær heiðurs tilnefningar í lokinn...

Eitt fyrir Svenna, Leonard Nimoy – The Ballad Of Bilbo Baggins


og svo eitt enn, Bat For Lashes – What's A Girl To Do (til að hafa eitt alvöru)

Topp fimm tónlistarmyndbönd Árna

Upp úr síðari hluta 20. aldar hélt innreið sína í landið ógrynni vídjótæka og meðfylgjandi vídjóspól(n)a og þau kröfðust að sjálfsögðu nýyrðis og fæddust þá orðin myndband og myndbandstæki. Einhverra hluta vegna náðu þessi orð aldrei fótfestu en hið ágæta orð myndband hengdi sig af einhverjum ástæðum við enska orðið music video og úr varð orðið tónlistarmyndband sem hefur lifað góðu lífi fram á daginn í dag...sko íslenskuna!

President of the United States of America - Peaches

Ninjur, tríó og ferskjur...þrenna sem hefur sjaldan klikkað í tónlistarmyndbandaheiminum.

Aphex Twin - Windowlicker

Erfið byrjun en svakalegt lag með skuggalegu myndbandi.

Björk - Bachelorette

Michael Gondry að ég held...flott, saga inn í sögu inn í sögu inn í sögu...


Radiohead - Just

Myndband með móral


Jamiroquai - Virtual Insanity

Hreyfanlegt herbergi getur verið smellið

Thursday, December 11, 2008

músík og myndir - zvenni

Undone (the sweater song) - Weezer (Spike Jonze)



Einfalt og ögn sérstakt... trommarinn er í uppáhaldi... og hundarnir.


David Bowie & Mick Jagger - Dancing In The Street (David Mallet)


Skemmtilegt og einfalt bossadill... kemur öllum í gott skap.


Alright - Supergrass (Dom and Nic)


Gerist ekki hressilegra...


Wise up - Aimee mann (Paul Thomas Anderson)


Atriði beint úr Magnoliu eftir Paul Thomas Anderson. Allir karakterarnir á botninum og ekkert nema vol og væl. Veit ekki hverjum datt í hug að láta persónurnar syngja með, þó líklega Anderson. Einhvern tímann sagði hann að handritið væri skrifað út frá lagabútum Mann og mig minnir að hægt sé að greina það á einhverjum stöðum. Alla veganna eiga lag og mynd afar vel saman.


Once in a Lifetime - Talking Heads (David Byrne & Toni Basil)
Link
David Byrne er skrítinn...

Friday, December 5, 2008

Topp 5 lagatitlar - Krissa

5. Man Man - 10 lb moustache
VÍJJ! Hver syngur um 10 punda moustache?


4. Maus - Síðasta ástin fyrir pólskiptin
Titillinn á þessu lagi verð til þess að ég þurfti að reyna að útskýra pólskipti fyrir frændsystkinum mínum (9 og 11 ára). Spes :)


3. Birdy Nam Nam - Il y a un cauchemar dans mon placard
Úff! Er líka martröð í þínum skáp? Well...even if there isn't, fáið e-n frönskusnilling til að segja þennan titil, hann er sönnun þess að allt hljómar betur á frönsku! Ég meina, það er vonlaust að láta orðið 'skápur' hljómar fancy? 'Placard' hinsvegar - easy!


2. British Sea Power - Apologies to Insect Life
Eitthvað sem ég mun aldrei gera! Most aaawesome lag samt!


1. Nouvelle Vague - Too Drunk to Fuck
OK, er e-ð til betri titill en þetta? Mér finnst Nouvelle Vague útgáfan óendanlega miklu skemmtilegri en sú upprunalega. Hvernig getur maður gert e-ð sem er svona óaðlaðandi að svona skemmtilegu lagi? Og meira að segja náð að troða inn svona pínu sætri frönsku. Úff!

Topp 5 lagatitlar - Kristín Gróa


5. Silver Jews - How Can I Love You If You Won't Lie Down

How indeed?


4. Queens Of The Stone Age - You Think I Ain't Worth A Dollar, But I Feel Like A Millionaire

Það er svo mikið fokkjú í þessum titli að það er geggjað, sérstaklega þegar maður matchar hann við sjálft lagið sem er KILLER. Mig langar í alvörunni til að slamma og öskra þegar ég hlusta á það. Ég! Daman sjálf! Hafiði vitað það betra?


3. Leonard Cohen - Don't Go Home With Your Hard-On

Góð ráð fyrir strákana frá Cohen.


2. Sigur Rós - Inní mér syngur vitleysingur

Ef maður er ekki með syngjandi vitleysing inní sér þá er eitthvað að.


1. Martha Wainwright - Bloody Mother Fucking Asshole

Helvítis djöfulsins andskotans hálfviti myndi þetta kannski útleggjast á íslensku. Stundum þarf bara að kalla hlutina (og mennina) sínum réttu nöfnum.

T5 speisaðir lagatitlar - Krissi

Two Pints Of Lager and a packet of crisps please - Splodgenessabounds
Það er helber misskilningur að lagatextar þurfi að vera flóknir, útleitir og djúpir. Þetta vissu pönkararnir. Hinn ofureinfaldi texti Splodgenessabounds hittir allavega beint í hjartastað hjá mér.

Don’t eat that yellow snow – Frank Zappa
Frank Zappa er klárlega konungur skrýtinna lagatitla. Hér er eskimóavísa sem kennir okkur að guli snjórinn er varhugaverður. Frábært lag og fyndið myndband.

Everybody's Got Something to Hide Except Me and My Monkey - Beatles
Lagið átt upphaflega að heita Come on, come on en var sem betur fer breytt í Everybody's Got Something to Hide Except Me and My Monkey. Apinn ku vera Yoko en þau hjón reyndu að koma til dyranna eins og þau voru klædd (og stundum voru þau ekki einu sinni klædd).

The Intergalactict Laxative - Donovan
Vetrarbrautarhægðalyfið kemur sér vel fyrir geimfarann sem notar bleyju að sögn Donovan. Fallegt lag.

Too Old To Rock 'n' Roll, Too Young To Die – Jethro Tull
Dr. Gunni varpaði þeirri kenningu fram á dögunum að allir tónlistarmenn toppuðu fyrir þrítugt og studdi hana með ansi mörgum dæmum. Án þess að ég taki undir slíka alhæfingu má ljóst vera að margir sem meika það tussast áfram á fornri frægð og gefa út dapurt efni sem aðdáendur kaupa vegna þess að þá vantar bara eina plötu í viðbót í safnið. Sumir tónlistarmenn lenda örugglega í smá tilvistarkreppu þegar þeir eldast og velta fyrir sér hvort þeir séu of gamlir til að rokka og róla - en samt of ungir til að deyja.
En auðvitað er staðreyndin sú að þeir eru allra svalastir sem halda áfram að rokka og róla og rífa kjaft á meðan þeir geta. Niðurstaðan í Jethro Tull laginu er líka eftir því:
"No, you're never too old to Rock'n'Roll if you're too young to die."
Blessuð sé minning Rúna Júl!!!

lagaheiti - zvenni

Honk If You're Lonely - Silver Jews


Eitthvað svo white trash og fallegt við þetta...

Dolphin Music For The Inner Child - Mike Rowland


Póstnýaldartónskáldið Mike Rowland toppar hér sjálfan sig í lagaheitum. Fyrri smellir hans eins og Hearts of the Future og Souls in Ecstacy eiga ekkert í Dolphin Music For The Inner Child. Skotheldur hugleiðslu- og slökunarsmellur, garnaterað til að fá þig til að gleyma amstrinu og hverfa á vit kosmískra drauma og framandi vídda.

Carpenters - Calling Occupants Of Interplanetary Craft



Magnaður titill á afar áhugaverðu lagi. Nú þekki ég því miður Carpenters systkinin ekki nógu vel en þetta lag setur þau í spánýtt samhengi. Lagið er upprunalega eftir progrokkbandið Klaatu )

(myndbandið er líka sérstakur bónus)...

Why Don't We Do It In The Road? - Bítlarnir


Einhvern tímann heyrði ég að Paul McCartney hefði langað til að semja John Lennon lag og þetta væri útkoman. Sel það ekki dýrara en ég keypti það en titillinn er töff.

det skulle vara lätt för mig att säga jag inte hittar
hem men det gör jag; tror jag - bob hund



Það væri auðvelt fyrir mig að segja að ég rati ekki heim en ég geri það, held ég...

Thursday, December 4, 2008

'Tis the time for holiday cheer and allround merriment...

...jább, það eru alveg að koma jól börnin góð og á hæðinni fyrir ofan mig hljómar Little Drummer Boy. Ég hinsvegar, er ekki komin í neitt jólaskap og varð því meira en lítið ánægð þegar ég enduruppgötvaði þetta lag...úff, hvernig gat ég gleymt því?

Maybe mother told you true
And there'll always be somebody there for you
And you'll never be alone

Svona svo þið verðið ekki of down samt, horfið þá á Kermit syngja það - það hjálpar ;)

Monday, December 1, 2008

Cramps í kuldanum

háir hælar, rauð læri og naktar stelpur veltandi niður stiga...

Sunday, November 30, 2008

Topp 5 systralög - Erla Þóra

Hér kemur listinn... án linka sökum prófalesturs og seinn vegna þess að ég hellti flóaðri mjólk á tölvuna mína og eyðilagði hana og inn í henni var listinn, sem var samt tilbúinn fyrir viku síðan. Þar höfum við það. Vindum okkur í þetta.

5. Bob Dylan - Oh, sister


Oh, sister, when I come to knock on your door,
Don't turn away, you'll create sorrow.

Byrjum á smá Dylan. Alltaf klassískt.

4. Anthony & The Johnsons (ft. Boy George) - You are my sister.

You are my sister
And I love you
May all of your dreams come true


Fallegur texti. En Boy George creeps me out.

3. Aretha Franklin - Sisters are doin' it for themselves


Sister are doin' it for themselves
Standing on their own two feet
and ringin' on their own bells.


Skellum smá girl power í mixið.

2. Leonard Cohen - Sisters of mercy


Oh the Sisters of Mercy, they are not departed or gone
They were waiting for me when I thought, I just cannot go on.


Fallegt lag og róandi.

1. Táta Vega - Miss Celie's blues

Sister - you've been on my mind
And sister - we're two of a kind
So sister - I'm keepin' my eyes on you


Geggjað lag!
Látum meira að segja link fylgja með... Oprah alveg að standa sig.

Friday, November 28, 2008

Topp 5 systralög - Kristín Gróa


5. Queens Of The Stone Age - Little Sister

Ég vil almennt meiri grodda í mitt QOTSA en þetta sleppur samt alveg.


4. The White Stripes - Sister Do You Know My Name

Ó Jack White. Ó ó ó.


3. Spoon - Sister Jack

Það er hugsanlega ekki alveg eðlilegt hversu mikið ég hlustaði á Gimme Fiction plötuna þegar hún var nýkomin út.


2. Sufjan Stevens - Sister Winter

Þetta tosar í hjartað og er þar að auki dálítið jóla sem fer bara alveg að verða viðeigandi.


1. The Stone Roses - Love Spreads

The messiah is my sister
Ain't no king man she's my queen


Þetta lag af hinni almennt ekki svo mikils metnu Second Coming er að mínu mati besta Stone Roses lagið. Ég get verið svo öfugsnúin stundum.

systur - zvenni


Schizophrenia - Sonic Youth

I went away to see an old friend of mine
His sister came over she was out of her mind
She said Jesus had a twin who knew nothing about sin
She was laughing like crazy at the trouble I'm in
her light eyes were dancing she is insane
Her brother says she's just a bitch with a golden chain
She keeps coming closer saying "I can feel it in my bones
Schizophrenia is taking me home"


Skrítin systir

You Are My Sister - Anthony and the Johnsons
You are my sister
and I love you
May all of your dreams come true...

Góð systir

Palace music - Ride
Who you gonna ride with, boy?

All dressed up and with that look of joy

Who you gonna ride with, boy?

I'm gonna bring my sister Lisa

Because I love my sister Lisa

I love my sister Lisa

I love my sister Lisa most of all

Forboðin systir

Debra - Beck
I wanna get with you (Oh girl)
And your sister
I think her name is Debra
I wanna get with you (Only you girl)
And your sister
I think her name is Debra


Sexí systir

Sister Morphine - Rolling Stones
Please, Sister Morphine, turn my nightmares into dreams.
Oh can't you see I'm fading fast?
And the big shot will be my last.

Huggandi systir

Wednesday, November 26, 2008

helgin vika 48


Þessi vika er vika númer 48. 

Næsta helgi verður helgi númer 48.

bob hund - Helgen v. 48.


Tuesday, November 25, 2008

GRUM


Ég er búin að vera á leiðinni að pósta lagi hérna inn í tvær vikur en þar sem ég hef verið andlega fjarverandi frá toppfimm einhverra hluta vegna þá gleymist það alltaf. No more! The tides have turned, the times they are a changin', the time is now og allt það. Mér fannst þetta lag ekkert spes fyrst þegar ég heyrði það en vá hvað það er búið að bora sig inn í hausinn á mér. Þetta er með GRUM sem ég veit engin frekari deili á en virðist koma frá Leeds skv. mæspeis. Æjj hverjum er ekki sama hvort sem er? Lagið er gott... mæli reyndar eiginlega enn frekar með remixinu því það er töff.

GRUM - Woah!
GRUM - Woah! (Young P 3018 Remix)

GRUM á MySpace

Friday, November 21, 2008

Topp 5 bræðralög - Erla Þóra

5. R.E.M. - 7 Chinese Brothers



Ágætis melódía hjá Stipe-aranum og félögum um kínverska bræður.

4. Nick Cave and the Bad Seeds - Brother, my cup is empty



Obb obb obb! Enginn peningur fyrir whiskey!

3. Alice in Chains - Brother



Angistarfullt lag... flott raddað.

2. Rufus Wainwright - He ain't heavy, he's my brother



Afskaplega flott útgáfa hjá Rufus félaga mínum.

1. Dire Straits - Brothers in arms



Fæ gæsahúð í hvert skipti sem ég heyri þetta lag! Bjúddífúll.

Topp fimm bræðralögin hans Árna

Grizzly Bear – Little brother

Þetta lag var ansi flott í Listasafninu á Airwaves um árið, alltaf skemmtilegt að sjá svona trommara á iði í stólnum. Svo var geðveik stemning eftir tónleikana, allir að syngja Knife saman...eða var það ekki?

The Hollies – He ain´t heavy he´s my brother

Top gun var í miklu uppáhaldi hjá mér og stóru systur, ásamt Hrafninn flýgur og Punktur, punktur, komma, strik. Því miður er Top gun eina myndin með bræðralagi...þessi klisja verður því að fá að fljóta með.

The Chemical Brothers – Leave home

„Bræðurnir leysa vandann!“ (sagt með Jafarrödd)

Elton John – Daniel

Taupin telur lagið misskyldasta lag sem hann hefur samið. En það ku fjalla um mann nýkominn heim frá Víetnam og trúlega kemur bróðir hans eitthvað við sögu...

David Bowie – Bewlay brothers

Lagið jafnan talið með torræðari lögum Bowie og ýjað að því að það fjall um stjúpbróðir Bowies Terry sem var víst geðklofi

Óþekkt bræðralög - Krissi


Hver kannast ekki við að mæta í partí með stóra bróður og
heyra allt kvöldið útundan sér setningar eins og "ooo,
hvað er litli bróðir hans að gera hérna, af hverju er
hann ekki bara heima?" ....?

Mín bræðralög snúast um litlu bræðurna sem vildu líka
meika það en stóðu alltaf í skugga stórabró.

The Scaffold - Thank you very much
Þetta snilldarlag er eftir litla bróður Paul McCartney sem
kallaði sig Mick McGear. Bandið hans, The Scaffold, varð
ekki eins frægt og Bítlarnir en voru ákaflega hressir
sveinar þrátt fyrir það (mæli einnig með hittaranum þeirra,
Lily the Pink). Ef þið hlustið á lagið til enda og fáið
það ekki á heilann skulda ég ykkur kók og prins.

Chris Jagger - Baby is blue
Krissi litli bróðir er miklu hæfileikaríkari en stóri
leiðinlegi bróðirinn.
http://www.chrisjaggeronline.com/

Dave Davies - Death of a clown
Dave bjó til gítarsándið í You really got me og fékk
inn einstaka lag á Kinksplötum en var kúgaður af stóra
bróður, Raymond Douglas Davies. Síðast er ég vissi
töluðust þeir ekki við. Death of a clown er auðvitað
tær snilld.

Tom Fogerty - Joyful Ressurection
Tom Fogerty fékk enga sénsa með sitt efni hjá Creedence
Clearwater Revival enda réði John bróðir öllu. Tom fékk
sig fullsaddan, hætti í bandinu 1971 og hóf sólóferil.
Hann talaði ekki við Jón bróður undir það síðasta en
stundaði að hringja inn í útvarpsþætti og blaðra við
útvarpsmenn um daginn og veginn. Tom lést úr eyðni 1990
en síðasta platan hans hét Sidekicks.

David Knopfler - 4U
Dave litli Knopfler er litli bróðir Marks. Hann var á
gítarnum hjá Dire Straits á fyrstu tveimur plötunum en
hætti svo í bandinu vegna rifrilda við stóra bróður.
Þeirra samband er enn í tómu fokki að sögn Dave. Dave
hefur gefið út slatta af plötum og fengið helvíti góða
dóma.
http://www.myspace.com/davidknopfler


Topp 5 bræðralög - Kristín Gróa


5. Jeff Buckley - Dream Brother

Byrjum á smá drama.


4. Marvin Gaye - What's Happening Brother

Ó hvað er að gerast bróðir? Allt að fara til fjandans.


3. Stevie Wonder - Big Brother

Ég á þrjá stóra bræður... heppin! :)


2. The Hollies - He Ain't Heavy, He's My Brother

Hann er ekki þungur... hann er bróðir minn... hvað þarf að segja meira?


1. Dire Straits - Brothers In Arms

Þetta lokalag plötu með sama nafni er hands down uppáhalds Dire Straits lagið mitt.

Friday, November 14, 2008

Topp 5 live lög

5. Red Hot Chilli Peppers - Don't Forget About Me(Live at Slane Castle)
Ég hef oft sagt að ég hafi ekki fattað RHCP fyrr en ég sá Live at Slane Castle. Þetta er eitt af þessum böndum sem algerlega springur út á tónleikum og maður sér hvað það er uppfullt af hæfileikaríkum tónlistarmönnum. Þetta lag er gott dæmi um það. Fínasta lag á plötu en á tónleikum fær það nýtt líf og er það að miklu leyti snillingnum John Frusciante að þakka sem virðist geta gert það sem hann vill með gítarnum sínum.

4. Daft Punk - Superheroes / Human After All / Rock'n Roll(Alive 2007)
Alive 2007 platan með Daft Punk er alger snilld og ein besta live plata sem ég veit um. Þetta er lokalagið á plötunni(fyrir uppklapp) og nær geðveikin algjöru hámarki á seinustu metrunum.

3. Tool - Pushit(Live)
Tool er efst á listanum mínum yfir hljómsveitir sem ég verð að sjá áður en ég dey. Hérna taka þeir Pushit í nýrri útgáfu og lagið er svo frábrugðið upprunalegu útgáfunni að Maynard verður að biðja áhorfendurna um leyfi og traust þeirra áður en lagið byrjar.

2. Radiohead - Like Spinning Plates
Like Spinning Plates er alveg frábært lag af hinni vanmetnu Amnesiac plötu. Lagið var tekið upp afturábak en þar sem að það er mjög erfitt að gera það á tónleikum þá þarf að fara aðeins öðruvísi leið að því og maður kemst að því að þetta er einfaldlega alveg gullfallegt lag.

1. The Who - Young Man Blues(Live at Leeds)
Live at Leeds eiga að vera bestu tónleikar sem hafa náðst á band. Ég held að það sé bara rétt!

mp3 kemur seinna

Topp 5 live lög - Kristjana

Eeerfitt!!! Gat engan veginn valið topp 5 live lög þannig að ég setti mér frekari skorður: topp 5 live lög sem ég hef sjálf séð flutt...et voila:


Nei nei, ég er ekkert svooo gömul. En ég náði að sjá The Who á Glasto í fyrra og get því tótó klínt þessu hérna með ;)




Öll Man Man lögin eru most awesome live...öll! :) Skeggjaðir sveittir karlmenn í tennisstuttbuxum, skraut, ljósaseríur, öskur, hopp, læti, hnífapör og skálar notuð sem hljóðfæri og bara almennt brjálæði! Það er allt gott við þetta ;)




Óviðjafnanlega flott live...með öllum trommunum! Úff!




Wake Up er lagið sem verður til þess að maður stappar svo mikið fótum að maður hálfbrýtur allar tær! Bættu við þónokkrum þúsundum af eplaciderfullum bretum og fáranlega vel tónlistarlega þenkjandi ferðafélögum og þú ert komin með fullkomna live upplifun!

Og ég hefði gefið ofboðslega margt og mikið til að sjá Power Out á Rock en Seine 2005!




Hef einu sinni séð þetta flutt live og það var fullkomið in every way. Hinsvegar eru engar upptökur til af því. Buckley og Nina Simone gerðu þetta samt líka vel þannig að þau fá bara heiðurinn ;)





Svo verður að vera eitt honourable mention. Tom Waits hef ég aldrei séð live en ég komst nálægt því í Mobile, Alabama í sumar. Stóð fyrir utan Saenger Theatre þegar hann var að byrja en tímdi ekki morðfjár fyrir skítasæti uppi í rjáfri og fór því ekki inn. Mér finnst samt 'næstum séð' nógu gott til að hann fái honourable mention og A Christmas Card From A Hooker In Minneapolis er bara ógó pógó flott live og það er gaman að heyra í áhorfendunum hlæja.

topp 5 lifandi lög - zvenni

bob hund - Istället För Musik: Förvirring [Från Replokalen -95]
Hef séð þessa kappa þrisvar á sviði en vildi svo mikið hafa séð þennan flutning. Frekar mikið rugl, einn fer út af laginu og hinir sjá hvað er að gerast, í stað þess að stemma hlutina af og laga þá eru allir á einu um að einfaldlega halda áfram og rugla enn meira í taktinum, erindum, versum og því meira fokk í forminu því betra. Algjör ringulreið. Mikið rokk og mikið ról.

Sufjan Stevens - Casimir Pulaski Day
Tuseday?, no, Sunday night....


Því miður ekki góð hljóð- eða myndgæði en þvílíkir tónleikar. Fær mann til að langa til að fara oftar í kirkju.

Nick Cave - Wild World
Lifandi á Íslandi, eitt það magnaðasta sem ég hef séð, Cave að taka gamalt Birthday Party lag. Byrjar rólega með hægri en öruggri uppbyggingu, píanó, trommur, bassi og smá Warren Ellis á fiðlu en áður en yfir lýkur er Cave farinn að hamra á lyklaborðið með mikrafóninum og væla eins og heróínfíkillinn sem hann var.

Arcade Fire - Wake Up
Ein svakalegasta hópupplifun sem ég ef verið lent í. Band í þvílíkri stemmningu og spilagleðin allsráðandi. Heyra og sjá fjöldann taka undir. Vel þess virði að vera blautur í nokkra daga.

Tom Waits - Innocent When You Dream
Í raun er þetta eini maðurinn sem ég þarf að sjá á tónleikum. Er búinn að sjá allt sem mig langar mest að sjá, Pixies, Cave, bob hund, Who, Tull, Dylan, Young, Waters... en þessi er eftir. Sögumaður dauðans.

Topp 5 live lög

Það er gamalt og klassískt í þetta sinn hjá mér...


5. Cheap Trick - I Want You To Want Me (Live At Budokan 1978)

Cheap Trick voru brjálæðislega vinsælir í Japan (eins og má heyra af skrækjunum!) og tóku þessa plötu upp í Budokan áður en þeir náðu vinsældum á heimsvísu. Platan varð svo megahittari og gerði þá að stjörnum... þeir hafa nú reyndar ekki enst vel með tímanum en mér finnst þetta lag brjálæðislega skemmtilegt.


4. Billie Holiday - Lover Man (Oh Where Can You Be?)

Ég hef verið að hlusta mjög mikið á Billie Holiday upp á síðkastið eftir langt hlé. Ég vel þetta lag nokkurnveginn af handahófi því úr nógu góðu er að velja hjá henni og ekki veit ég hvar eða hvenær þetta er tekið upp... en live er það og það dugar.


3. Neil Young & Crazy Horse - Down By The River (Live At The Fillmore East 1970)

Ég get alveg sagt ykkur það strax að ef þið eruð ekki fyrir Neil Young gítarsóló þá getið þið alveg eins sleppt því að hlusta á þetta lag. Neil Young gítarsóló eru hins vegar nánast einu gítarsólóin sem ég meika yfirhöfuð svo ég fæ alveg gæsahúð og verki og þessar rúmu tólf mínútur fljúga hjá.


2. Johnny Cash - Folsom Prison Blues (Live At Folsom Prison 1968)

Hello, I'm Johnny Cash... úff þessi rödd! Besta opnunarlína lags ever?


1. Bob Dylan - Like A Rolling Stone (Live At The Free Trade Hall, Manchester 1966)

Sögulega auðvitað mjög merkilegur performans enda löngu orðið frægt þegar einn æstur áhorfandi hrópar "Judas!" í upphafi lagsins og allir klappa. Merkilegast er auðvitað að Dylan lætur þetta ekkert á sig fá heldur gjörsamlega hrækir laginu út úr sér af þvílíkum krafti. Rafmagnað!