Stay (far away, so close) - U2
Á afar erfitt með Bono og U2 en þetta lag finnst mér í alvörunni gott og afar feginn að hafa uppgötvað það. Það er bara svo rosalega mikið af fólki sem dýrkar þetta band og í stað þess að lýsa yfir fyrirlitningu minni er U2 ber upp á góma get ég samviskusamlega haldið því fram að umrætt lag sé uppáhaldslagið mitt með þeim. Allir eru sáttir og ég skipti um umræðuefni.
I´m on fire - Bruce Springsteen.
Er í raun ekkert svakalega á móti Bruce Springsteen en hann hefur oft náð að fara í taugarnar á mér. Springsteen er hvíta karlmannlega verkalýðshetja Bandaríkjanna, soldill Rocky karakter, einfaldur og einlægur... svona eins og Bubbi. En í þessu lagi er hann bara fínn. Enginn hasar, saxasóló eða áberandi E-götugengislæti. Bara rólegt og fínt lag sem fær að njóta sín.
Mama Said- Metallica
Fílaði þá er ég var 14 ára þ.e. eina diskinn sem ég átti með þeim. Missti svo áhugann stuttu seinna og tók Zeppelin og Deep Purple fram yfir. Heyrði svo þetta lag einhvern tímann og fannst það bara nokk gott. Virkar eflaust ömurlegt og poppað í eyrum alvöru aðdáenda sveitarinnar. Held samt að það hefði notið sín betur í flutningi einhvers annars listamanns. Það er smá sona Johnny Cash dæmi í gangi.... oki máski ekki mikið en smá, þessi eftirsjá kúrekans eða eitthvað í þeim dúr. Alla veganna þá kemst það á listann minn.
Wonderwall - Oasis
Hef aldrei fílað Oasis. Flestir í kring um mig héldu ekki slefinu upp í sér yfir þeim og fólk fékk sér "Oasis/bítlaklippingu". Ég mótmælti með því að fara með mynd af Keith Richards til rakarans og bað um Rollings Stones klippingu og var afar sáttur við eigin óhlyðni við ráðandi tískustrauma. En auðvitað skildi enginn vísunina og ég gekk undir nafninu Tina Turner í langann tíma sem bætti ekki álitt mitt á Oasis. Katsí hljómaröð með bítlavísunum (Gonna start a revolution from my bed) og handahófskenndum klisjum (where were you while we were getting high?) í textagraut er ekki mín hugmynd um góða músík. Wonderwall hefur vissulega þessi einkenni en máski vegna þess að ég geri í raun ekki mikla kröfur til bandsins er mér hætt að líka ílla við lagið. Af og til sleppa þægileg singalong lög í gegn (máski ellimerki) en það er bara allt í lagi, þ.e. ef það er bara einstaka sinnum.
Knowing me, knowing you - Evan Dando (Abba)
Abba er eitt af fáu böndunum sem ég fíla bara alls ekki og vil helst ekki þurfa að hlusta á. Knowing Me, Knowing You hefur aldrei gripið mig og ég aðeins álitið það eitt af mörgum leiðinlegum Abba lögum. En svo heyrði ég Evan Dando taka það og lagið var bara ansi gott. Ég taldi mér trú um að það væri Dando-ið sem væri að grípa en þegar lagið spilast í hausnum á mér þá er það ekki Dando útgáfan sem hljómar og það hræðir mig. Ég er ekki enn tilbúinn að viðurkenna almennilega Abba hlutann í laginu svo hér hljómar Dando. Ég veit að þetta er soldið svindl en ég er bara ekki að höndla að takast meira á við fordóma mína í bili. Þetta er alla veganna byrjun.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment