Thursday, February 14, 2008
Topp 5 góð lög með artistum sem ég fíla ekki - Kristín Gróa
5. U2 - Wake Up Dead Man af Pop (1997)
Ég þoli U2 ekki. Það er held ég einhver samblanda af því að Bono ýtir á alla pirrtakkana mína, ég er komin með ógeð á lögunum sem er búið að nauðga í gegnum árin og músíksnobbaranum í mér finnst þeir fáránlega ofmetnir og finnst það sanna mál mitt að meirihluti fólks sem ekkert hlustar á tónlist segja U2 vera uppáhalds hljómsveitina sína (nú eða Metallica... ef ekki bæði... og hendum Bubba í púkkið og þá er þetta fullkomið!).
4. Suede - Stay Together (smáskífa 1994)
Suede fóru að mestu framhjá mér þegar ég var unglingur enda var ég allt of upptekin að slefa yfir Blur til að opna eyrun fyrir öðrum britpoppurum. Brett Anderson hefur alltaf farið pínku í taugarnar á mér, of skræk rödd og of miklar pósur. Ég verð hins vegar að viðurkenna að þeir áttu alveg spretti og þetta lag er bara virkilega gott.
3. Bruce Springsteen - The River af The River (1980)
Springsteen hefur alltaf verið of mikill macho ameríkani fyrir mig en kannski þarf ég bara að gefa honum meiri séns. Þetta lag hreyfir samt alltaf við mér og minnir mig þar að auki á Lalla vin minn sem spilaði þetta fyrir mig þegar ég heimsótti hann í stórborgina Skövde og útskýrði fyrir mér í hverju stórfenglegheit Springsteens felast. Ég held ég hafi verið búin að drekka of mikinn bjór til að meðtaka það sem hann var að segja enda er ég ekki enn búin að fatta þetta alveg.
2. Bubbi Morthens - Afgan af Fingraför (1983)
Ég meika Bubba eiginlega alls ekki en þetta lag fer alveg með mig. Ég elska þig svo heitt að mig sundlar og verkjar... úff kills me every time.
1. Aerosmith - Sweet Emotion af Toys In The Attic (1975)
Aerosmith pirra mig ekkert en ég bara fíla þá ekki. Þetta lag finnst mér aftur á móti alveg killer. Ég tengi það líka alltaf við upphafs- og lokaatriðin í uppáhalds myndinni minni, Dazed and Confused, svo mig langar alltaf að vera í aftursæti á gömlum Chevy Chevelle að krúsa þegar ég heyri það. Það myndi ekkert skemma fyrir ef Matthew McConaughey væri að keyra Chevyinn í þröngu bleiku gallabuxunum sínum... ahh!
Labels:
Aerosmith,
Bruce Springsteen,
Bubbi Morthens,
góð en ég fíla ekki,
Suede,
U2
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
mér finnst nú vanta eitthvað með Muse;) Þú hefur kannski ekki fundið neitt með þeim sem þú fílar.
Post a Comment