Saturday, February 9, 2008

Topp 5 karlmannsnafnalög - Vignir

Þessi listi er nokkuð litaður af þeirri tónlist sem ég er búinn að vera að hlusta á upp á síðkastið.

5. Vampire Weekend - Walcott
Vampire Weekend er án efa ein umtalaðasta hljómsveit það sem af er af þessu unga ári. Það veldur náttúrulega því að sumir kalla þetta boðbera alls hins góða og aðrir vilja vera töff og segja að þetta sé ofmetið drasl. Að mínu mati eru þetta hressir strákar úr Columbia háskóla sem voru að gefa út 30 mínútna langa plötu. Hún er skemmtileg og virkilega auðvelt að hafa gaman að henni. Hún mun ekki breyta lífi þínu en það þurfa heldur ekki allar góðar plötur að gera það.

4. Franz Ferdinand - Michael
Ég man eftir því að hafa einhvern tímann verið að leita að textanum við þetta lag á textasíðu sem leyfði fólki að setja inn comment um lögin. Man að einn skrifaði: "i luv this cd but i always skip this song cuz its so gay. LOL". Stundum held ég að öll sú vinna sem margir gáfaðir menn hafa eytt í að skapa Internetið hafi einfaldlega ekki verið þess virði.

3. Dogs Die in Hot Cars - Paul Newman's Eyes
Ef maður væri með gláp hans Paul Newman þá væri maður frekar vel settur held ég líka.

2. David Bowie - John, I'm Only Dancing
Í alvörunni, Nonni! Láttu manninn í friði! Hann er í fíling!

1. Cat Power - Song to Bobby
Þetta lag er víst um Bob Dylan, eða Bobby D eins og mín kallar hann. Lagið er alveg ótrúlega flott og er með mjög "gamalt sánd". Þetta gæti alveg verið lag frá Joan Baez frá 7. áratugnum eða jafnvel lag eftir Bobby sjálfan. Takið t.d. eftir því hvernig ungfrú Power syngur í laginu, minnir mann óneitanlega á hr. Dylan.

No comments: