Tuesday, February 12, 2008

Glatað og fundið

Ég keypti mér nýjan iPod í Dubai eftir að hafa verið iPodslaus allt of lengi. Einhverra hluta vegna horfi ég öðruvísi á tónlistina þegar ég er að scrolla í gegnum iPodinn heldur en þegar ég scrolla í gegnum iTunes og fyrir vikið er ég að enduruppgötva fullt af skemmtilegum lögum sem ég var búin að gleyma.



Þar á meðal er lagið My Coco með New York sveitinni Stellastarr*. Þau fengu dálitla athygli fyrir einum fimm árum síðan þegar platan Stellastarr* kom út og þar er þetta lag einmitt að finna. Ég hef satt að segja aldrei hlustað neitt á þessa sveit en ég tók ansi góða rispu á þessu lagi þegar það var nýtt og kannski er ég bara rugluð en mér finnst það eldast dálítið vel. Samkvæmt mæspeisinu þeirra eru þau að taka upp nýja plötu en mér er svo sem nokkuð sama. My Coco nægir mér.

Stellastarr* - My Coco af Stellastarr* (2003)

Stellastarr* á MySpace



Annað lag sem ég var búin að gleyma er What You Know með rapparanum T.I.. Nú er ég ekki mikil áhugamanneskja um rapp en það er eitthvað við þetta lag sem veldur því að mig langar alltaf að hlusta á það fimm sinnum í röð. Ég spilaði það alveg óheyrilega oft í hittifyrra og held að ég byrji bara aftur á ofspiluninni núna.

T.I. - What You Know af King (2006)
Justin Timberlake feat. T.I. - My Love af FutureSex/Lovesounds (2006)

T.I. á MySpace

1 comment:

Unknown said...

ójá!

What You Know með T.I. er tröllaukið anthem sem er skylda að hlusta á amk 5 sinnum í röð þegar maður á annað borð leiðir hugann til þess.

Þið eruð æði