Friday, February 15, 2008

Topp 5 góð lög með tónlistarmönnum sem ég fíla ekki - Erla Þóra

5. Sprengjuhöllin - Verum í sambandi.
Er ekki enn búin að "jump on the bandwagon" hvað varðar Sprengjuhöllina. Fíla þá bara ekkert sérstaklega. Og fílaði þetta lag ekki heldur þangað til systir mín góð benti mér á að hlusta betur á textann. Yndislegur texti. Ætla samt að halda áfram að vera skeptísk á Sprengjuhöllina.

4. Súkkat - Jóhann.
Já Súkkat er klárlega ekki fyrir mig. En þetta lag hefur eitthvað svona eerie hold on me. Það er eiginlega bara hálfskrítið hvað mér finnst það töff.

3. Depeche Mode - My own personal Jesus.
Það er vægt til orða tekið að segja að ég fíli ekki Depeche Mode. Fæ alveg grænar þegar ég heyri röddina í söngvaranum. En þetta lag hefur mér alltaf fundist afskaplega töff.

2. Rolling Stones - Angie.
Now don't get me wrong, það er ekki það að ég fíli ekki flest lögin með RS, ég bara fíla ÞÁ ekki. Nema kannski trommarann... hann er fínn. Get samt sjálfri mér um kennt, hef bara ekki hlustað nógu mikið á þá. En þetta lag er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það er líka mega sega skemmtilegt að syngja með því.

1. Bubbi - Syneta / Sem aldrei fyrr
Bubbi fer virkilega, virkilega í taugarnar á mér. Virkilega. Það var ekki fyrr en í fyrra að ég var neydd til að hlusta eitthvað á hann af ráði af fyrrverandi nágrönnum mínum sem eru frekar miklir Bubba fans. Hefur reyndar alltaf fundist "Sem aldrei fyrr" gígantískt flott. Vissi lengi vel ekki hvað lagið hét og ég hummaði viðlagið fyrir svoooo marga í svona 2 ár (no lie, lofa!). Skemmst frá því að segja að það fattaði enginn hvað ég var að reyna að syngja.
Synetu uppgötvaði ég hinsvegar í sumarbústað með vinkonunum. Arndís vinkona mín setti lagið á og sagði okkur að þegja og hlusta. Ég fékk hroll. Ég fæ enn hroll.
Mikið fer Bubbi samt í taugarnar á mér. Ég fæ hroll líka yfir því... bara a different kind.

No comments: