Friday, February 8, 2008

Topp 5 karlmannsnafnalög - Kristín Gróa


5. Cat Power - Song To Bobby

A phone call from your New York City office
You were supposedly asking to see me
And how I wanted to tell you
That I was just only four hundred miles away


Byrjum á einu nýju lagi af hinni nýútgefnu Jukebox. Þetta er eina nýja lagið á plötunni og er söngur til Bob Dylan sem vísar óneitanlega til lagsins Song To Woody. Mjög fallegt lag og að mínu mati hápunktur plötunnar.


4. Son House - John The Revelator

Now Christ had 12 apostles, and three he laid away
He said "Watch for me one hour, while I go yonder and pray"


Delta blúsarinn Son House var virkilega engum líkur og ef þið trúið mér ekki þá þarf ekki meira en að hlusta á þetta lag til að sannfærast.


3. Songs: Ohia - John Henry Split My Heart

John Henry split my heart
He says boy what you going to do
With your heart in two


Ef það er einhver þarna úti sem hefur ekki hlustað á tónlist Jason Molina þá er ekki of seint að byrja núna og ég mæli með að viðkomandi byrji á plötunni Magnolia Electric Co. þar sem þetta lag er að finna.


2. Regina Spektor - Samson

Oh I cut his hair myself one night
A pair of dull scissors in the yellow light
And he told me that I'd done alright
And kissed me 'til the mornin' light


Þetta er bara svo fallegt lag að hjartað mitt skjálfar aðeins í hvert skipti sem ég hlusta.


1. Bob Dylan - Blind Willie McTell

There's a chain gang on the highway
I can hear them rebels yell
And I know no one can sing the blues
Like Blind Willie McTell


Það er erfitt að gera upp á milli Dylan laga en þetta hér um blúsarann Blind Willie McTell hlýtur að komast ofarlega á lista yfir þau bestu. Fyrir músíknörda má svo benda á það er enginn annar en Mark Knopfler sem spilar á gítarinn í þessu lagi á meðan Dylan sjálfur spilar á píanóið.

No comments: