Gestalistamaður vikunnar heitir Hjálmar en hann er mannfræðingur mikill og sem slíkur duglegur að koma auga á og vinna á ýmsum fordómum sem samfélagið hefur innrætt okkur. Gaman er að segja frá því að Hjálmar er að öllu leyti laus við þá litahræðslu sem hrjáir ófáann karlmannin. Sem dæmi um það hefur hann átt bleikan hello kitty síma í fjölda ára sem hefur orðið upphaf að mörgum áhugaverðum uppákomum, en það er saga fyrir annan dag.
Hér er litalisti Hjálmars.
Bonnie ´Prince´ Billy – Black
Ef einhver litur lýsir I See a Darkness plötu Will Oldham vel, þá er það hin svarti. Mig langar alltaf að slökkva á ljósunum, kveikja á kerti og fara undir feld þegar ég hlusta á þessa plötu. Það eru fáir textasmiðir sem draga mann eins vel inní hans kynjaheim og þessi rödd, full af trega. Svo fær Bonnie líka alltaf aukastig fyrir að leyfa hinum svartklædda Johnny Cash að syngja lag eftir hann.
Cocteau Twins – Cherry Coloured Funk
Ég elska Liz Fraser, það er bara engin eins og hún. Henni tókst ásamt sveinum sínum í Cocteau Twins að búa til nýjan heim. Það veit engin hvað hún var að syngja um og ekki var hún að reyna að skapa einhverja vonlensku, hún vildi bara ekkert að fólk skildi texta hennar og faldi þá með því að gera þá óskiljanlega. En það breytir engu, maður veit ekkert hvað hún er að syngja, en maður skilur hana alveg fullkomlega.
Depeche Mode - Black Celebration
Það verður að vera eitthvað 80´s lag og Depeche Mode voru þeir sem áttu heiðurinn af því að fylgja mér frá því að vera popp-nörd í það að vera indí-nörd. Og þessi plata sá um það. Þessi plata og þetta lag voru sándtrakkið við mín myrku unglingsár í Garðabænum. Ég mann en skýrt eftir því að syngja með þessu lagi í glampandi sól á óvenju heiðskýru vori. Úff ... ég var meiri segja með hárið í sama stíl og þeir. Þykir leitt hvað þetta fór illa með ósonlagið.
Lucinda Williams – Blue
Lucinda Williams er svo svöl. Ég verð alltaf meira og meira skotinn í henni. Undurfögur og hrá rödd sem faðmar og dregur mann inní þann trega sem hún er að rifja upp. Það tekur mann nokkra daga og marga kaffibolla að átta sig á hvað kom fyrir ... ,,Af hverju er ég svona mæddur.” Og þegar maður er búinn að fatta hvað það var, þá er tilvalið að hlusta bara aftur á hana.
Mark Eitzel – Blue and Grey Shirt
Ef einhver maður er blár af trega, þá er það hann Mark Eitzel. Hann er jafnlítið þekktur sem söngvari mega-trega bandsins American Music Club og hefur verið að semja lög um ástarsorg, sjálfsvorkunn, missir, dauða, gremju og allt hið skemmtilega í lífinu í tæpa þrjá áratugi. Hann er yfirleitt að syngja um líf sitt í hinu undirfögru borg San Francisco, borg sem er hvað þekktust fyrir sína litskrúðugu fortíð. Og öllum regnbogum verður að auðvitað að fylgja einhver grámygla, Mark hefur nóg af henni.
Friday, February 22, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment