Friday, February 29, 2008

Yellow Bird Project

Var að rekast á Yellow Bird Project og finnst það nokk sniðugt. Þetta er non-profit verkefni hérna í Montréal sem virkar þannig að þau hafa samband við hljómsveitir sem þeim finnst góðar og biðja þær að hanna bol og velja góðgerðasamtök. Síðan prenta þau bolina og selja og allur ágóði rennur til þeirra samtaka sem hljómsveitin valdi. Aftan á bolnum er svo tekið fram hvaða hljómsveit hannaði bolinn og til styrktar hvaða samtökum. Þannig ná þau að styrkja gott málefni og vekja athygli á málefninu og hljómsveitinni.

Ekki skemmir svo fyrir að bolirnir eru hrikalega flottir og hljómsveitavalið er gott! Semsagt fullkomið fyrir lítil tónlistarnörd sem vilja styrkja gott málefni. Eina vandamálið er að velja!

Fyrst við erum farin að tala um boli-til-styrktar-góðum-málefnum þá eru þessir náttúrulega alltaf flottastir. Go Unicef og go KronKron ;)

No comments: