Wednesday, February 27, 2008

Beach House


Dúettinn Beach House var að gefa út skífuna Devotion í gær og ég er alveg rosalega spennt fyrir henni. Miðað við þau lög sem ég hef heyrt þá hafa þau ekki gert neinar róttækingar breytingar síðan á síðustu plötu en það er bara hið besta mál. Það er bara búið að taka allt það góða og útfæra það enn betur með aðeins öðrum áherslum. Er það ekki einmitt það sem á að gera á góðri plötu númer tvö? Án þess að vera of dramatísk þá gæti ég trúað því að þessi plata ætti eftir að fanga mig algjörlega við ítrekaðar hlustanir... held að hún sé týpískur "grower". Það kemur betur í ljós seinna en til að byrja með grípa þessi lög mig mest.

Beach House - Gila
Beach House - Holy Dances

Beach House á MySpace

No comments: