Friday, February 29, 2008

Topp 5 Graham Coxon lög - Krissa


Ég var ekki alveg viss hvern ég ætti að velja. Ég á engan svona einn uppáhalds tónlistarmann, hvað þá eina uppáhalds hljómsveit. En ég endaði á að velja Graham Coxon. Já, sama Graham og var gítarleikari í Blur. Sólóplöturnar hans eru orðnar sex og sú sjöunda er í vinnslu. Fyrstu þrjár komu út meðan hann var ennþá í Blur. Þær hefðu kannski alveg haft gott af svolítið meiri vinnu en mér líkar vel við þær eins og þær eru. Svo finnst mér líka bara nokk impressive að ná að koma út þremur side-projects plötum á 4 árum. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að maðurinn vill helst gera allt sjálfur, spila á öll hljóðfærin, hanna plötuumslögin og what have you.

Textarnir eru einfaldir og stundum nánast barnalegir, röddin brestur inn á milli og stundum hittir hann ekki á alveg rétta tóninn en gítarleikurinn er óaðfinnanlegur. Allavega vel þess virði að tékka á ;)

5. You&I af Love Travels at Illegal Speeds

Þetta er af síðustu plötunni, frá árinu 2006, og er fáranlega catchy. Það er klárlega vonlaust að hlusta á þetta án þess að vera sönglandi 'la la la la la laaa' næstu klukkutímana.

4. People of the Earth af Happiness in Magazines
"People of the earth, you have failed
You still worship The Sun and The Daily Mail
"

Hresst lag með fyndnum texta af vinsælustu plötu Graham hingað til.

3. Leave Me Alone af The Golden D

Pirringslag par excellence af Golden D, annari plötunni. Ekki vegna þess að það er föstudagur heldur afþví að það er föstudagur og ég er í prófalestri ;)

2. I Wish af The Sky Is Too High
"I wish I could bring Nick Drake back to life
He'd understand - hold my hand
"

Eitt besta lagið af fyrstu sólóplötunni sem kom út 1998.

1. Locked Doors af The Kiss of Morning

Flott pínu jazzað lag af uppáhalds Coxon plötunni minni, þeirri fyrstu eftir að hann hætti í Blur. Platan er ótrúlega góð heild, lagstemmd með blús- og kántrítöktum. Mér líkar!

Svo verður eiginlega að fljóta með eitt honourable mention. Hérna flytur Coxoninn You're So Great á tribute-i fyrir John Peel. Lagið er tæknilega séð Blur lag en mér finnst það samt vera lagið hans.

No comments: