Friday, February 1, 2008

Kvenmannsnafnalög - zvenni

Pictures of Lily - The Who
Pictures of Lily made my life so wonderful
Pictures of Lily helped me sleep at night
Pitcures of Lily solved my childhood problems
Pictures of Lily helped me feel alright


Held að það hafi verið álíka mikil uppgötvun fyrir mig er ég heyrði þetta lag fyrst og fyrir strákinn í sögunni er hann uppgötvar myndirnar af Lily. Tónlistarsmekkurinn tók skarpa beygju og leiddi mig út í ýmis hljóðræn ævintýri og enn fleiri króka og hliðargötur.

Stephanie Says - Velvet Underground
Ofur ljúft og þægilegt Underground lag.

Big Black Mariah - Tom Waits
Lag um stórann svartann Ford. Er ekki mikill bílaáhugamaður né mengunarsinni en einhvern veginn magnast upp ákveðin stemmning við þetta lag, eflaust sú stemmning að aka um í löngum amerískum bensínsvolgrandi kagga í reykjarsvælu hlustandi á Waits eða e-ð gott seventís Stones lag.
Heppinn ég að það er til lag sem fangar þessa stemmningu og sparar mér ómakið.

Polythene Pam - Bitlarnir
Lag af uppáhalds bítlaplötuhliðinni minni: B hliðinni á Abbey Road. Upphafs kassagítarhljómarnir alveg svaðalegir, sé reyndar alltaf Pete Townshend fyrir mér taka það með vindmylluáslættinum. Ögn skrítið að rífa það úr heildinni sem B hliðin er en það verður að hafa það... je je je.

Deanna - Nick cave & the Bad Seeds
Our little crimeworn histories
Black and smoking christmas trees
And honey, it ain't mystery
Why you're a mystery to me


Lag af plötunni Tender Prey. Rámar í að hafa lesið í ævisögu kappans að það lýsi kynnum hans af Deönnu sem var félagi hans í glæpum á unglingsárunum og vafasömum afrekum hennar. Þó textinn sé myrkur er lagið afar hresst og næstum glaðlegt.

No comments: