Pink Moon - Beck
Beck nær að gefa laginu sinn persónulega blæ. Með einföldum og innilegum áherslubreytingum umbreytist það en er á sama tíma trútt upprunanum. Vandmeðfarið.
Long Black Veil - Johnny Cash
Eftirsjá, vinátta, heiður, dauðadómur, svik, sakleysi og ást sem ekki fær að verða, lagið hefur þetta allt. Sögumaðurinn segir söguna handan móðunnar miklu á meðan ástkona hans með löngu svörtu slæðuna grætur yfir gröf hans. Mjög Cash-legt Cash-lag.
Chinese White - The Incredible String band
Þetta furðulega hippaband heldur áfram að heilla mig. Skrítin og falleg lög með enn skrítnari textum sem samt einhvern veginn virðast meika sens, ef til vill á undirmeðvitaðann hátt.
But I will lay me down with my arms
round a rainbow,
And I will lay me down to dream.
Oh, will your magic Christmas tree be shining
Gently all around?
Black Cab - Jens Lekman
they might be psycho killers
but tonight I really don't care
so I say turn up the music
take me home or take me anywhere...
black cab, black cab
black cab, black cab
Þungir þankar í svörtum bíl. Jens er í fýlu og vinir hans með stæla. Skítt með afleiðingar, tek svartan taxa.
Tangled up in Blue - Bob Dylan
She turned around to look at me
As I was walkin' away
I heard her say over my shoulder,
"We'll meet again someday on the avenue,"
Tangled up in blue.
Flæktur í bláma, segir allt sem segja þarf.
Friday, February 22, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment