Monday, February 25, 2008

Home sweet home

Þá er ég komin heim frá fyrirheitna landinu en eftir tæpar þrjár vikur í Kína þar sem er bannað að lesa blogg og internetið virkar hvort sem er bara stundum þá er ég ekki alveg með það á hreinu hvað hefur verið að gerast í músíkinni. Ég er hins vegar með það alveg á hreinu hvaða lög ég ofspilaði úti og eiga því örugglega alltaf eftir að minna mig á Quingdao.


Fyrstur er hinn ungi John McCauley sem kallar sig Deer Tick og gaf út sína fyrstu plötu, War Elephant, í fyrra. Þetta er svona fólk/alt-kántrí sem hefur smá sérstöðu vegna þess að hann er með svo óvenjulega rödd, dálítið grófa og geltandi.

Deer Tick - Art Isn't Real (City Of Sin)




Önnur sveit sem gaf út sína fyrstu plötu í fyrra er skoska hljómsveitin The Twilight Sad. Platan nefnist Fourteen Autumns & Fifteen Winters og það sem einkennir hana við fyrstu hlustun er hnausþykki skoski hreimur söngvarans sem slær nánast út gaurinn í Arab Strap. Ég kvarta ekki því ég fæ alveg hroll þegar ég hlusta á hann syngja hörðu errin og bjöguðu sérhljóðana.

The Twilight Sad - Cold Days From The Birdhouse




Black Lips gáfu út plötuna Good Bad Not Evil í fyrra og fengu mjög góða dóma fyrir hana en ég var aldrei heilluð. Þetta er alveg ekta sixtís garage rokk en mér fannst ekki vera neitt nýtt í þessu og var þess vegna lítið spennt. Við nánari hlustun kemur auðvitað í ljós að ég hafði rangt fyrir mér og þetta lag hérna er t.d. svo svalt að ég fæ hroll.

Black Lips - Veni Vidi Vici

Deer Tick á MySpace
The Twilight Sad á MySpace
Black Lips á MySpace

No comments: