Friday, February 1, 2008

Topp 5 lög með kvenmannsnafni í titlinum - Krissa

Ég verð bara að fá að svindla og vera snemma í því núna, þessi tímamismunur milli Íslands og Montréal er klárlega ekki mér í hag! ;)

Þessi listi er bara ekki hægt...eftir heilmikinn niðurskurð sat ég samt eftir með 13 lög! 13 lög sem ég gat bara engan veginn valið á milli...

5. Dire Straits - Romeo and Juliet
"You said I love you like the stars above
I'll love you till I die"

Dire Straits aðra vikuna í röð! Þetta er væmið og cheesy og maður fær hálfgerðan kjánahroll við að hlusta á það en ég elska það samt. Stundum þarf maður bara smá væmni ;)

4. Poni Hoax - Carrie Ann
"And though you don't like this dress at all
We gave it to you for your communion"

Úr væmninni yfir í bullandi svalleika. Það er eitthvað við byrjunina...og röddina reyndar. Þetta er lagið sem er hægt að hlusta á hvenær sem er. Allt frá lærdómnum eða göngutúrnum heim yfir í skemmtilega dónaleiki.

3. Bob Dylan - Peggy Day
"Well, you know that even before I learned her name,
You know I loved her just the same."

Það hefði admittedly örugglega verið hægt að velja 5 önnur Dylan lög í þetta sæti. Peggy Day er hinsvegar í uppáhaldi þessa dagana eftir að Nashville Skyline er búin að vera á repeat heima í næstum viku. Stutt og skemmtilegt næstum Presley skotið country lag með 'hint af keim' af orðaleik í textanum. Er hægt að biðja um meira?

2. Beck - O Maria
"The fabric of folly is falling apart at the seams..."

Ég var næstum búin að gleyma þessu lagi. Lágstemmt og flottur texti...Beck í góðum gír. 2008 er 10 ára afmælisár Mutations, ekki úr vegi að fagna með því að renna henni í gegn eins og einu sinni ;)

1. Michael Jackson - Billie Jean
"She Told Me Her Name Was Billie Jean,
As She Caused A Scene
Then Every Head Turned With Eyes That Dreamed Of Being The One
Who Will Dance On The Floor In The Round"

Ég gat bara alls ekki sleppt Billie Jean, sama hvað ég reyndi að halda öðrum lögum inni á kostnað þess...ekki hægt. Michael Jackson þegar hann var enn mun dekkri og mun svalari! Þetta er bara klassík.

Og já, Kanye West remixið er líka flott ;)

Honourable mentions eru því:
Sweet Jane, Velvet Underground, Patti Smith&Leonard Cohen og Cowboy Junkies útgáfurnar eru allar æði
Ramones - Sheena is a Punk Rocker
Belle and Sebastian - Sukie in the Graveyard
Jolene, sú upphaflega með Dolly og u.þ.b. 10 cover útgáfur! :)
The National - Squalor Victoria
Camera Obscura - Razzle Dazzle Rose
The Libertines - What Katie Did
Bright Eyes - Lua ("When everything is lonely I can be my own best friend
I'll get a coffee and the paper, have my own conversations
" fer aaalveg með mig!)

No comments: