Friday, February 1, 2008

Lög og kvenmannsnöfn... Kristmundur

Gestalistamaður vikunnar er Kristmundur en kappinn er íslenskumaður mikill og boltasparkari. Ekki veit ég hversu mörg kvenmannsnöfn eru í símaskránni hans en músíkin í spilaranum er vandlega valin.

Layla – Derek and the Dominos

Sagan segir að Eric Clapton hafi eitt sinn mætt með nýja og eiturferska
hljómsveit sína, Eric and the Dynamos í útvarpsþátt og búið sig undir að spila lag í beinni. Þegar apinn sem stýrði þættinum kynnti sveitina til leiks gekk það ekki betur en svo að hann kallaði hana Derek and the Dominos. Clapton leit þá hugsandi á félaga sína og sagði: „Derek and the Dominos? Það er miklu betra nafn“. Layla er sennilega frægasta lag Dereks og félaga og er víst um Patti Harrison, kvendið sem Clapton hnuplaði af George Harrison. Píanó-átróið er í miklum metum hjá mér en það ku vera eftir trommarann í sveitinni en ekki Clapton sjálfan.

Eleanor Rigby – The Beatles

„Eleanor Rigby,
picks up the rice in the church where a wedding has been.
Lives in a dream.
Waits at the window,
wearing a face that she keeps in a jar by the door,
Who is it for?“


Greyið Eleanor. Alein að tína hrísgrjón. Hún og séra MacKenzie eru sennilega með frægustu nóboddíum dægurlagasögunnar. Textinn er sorglegur og í anda einhvers konar raunsæis. Bítlanirðir hafa bent á að þegar John og Paul duttu í það saman á unglingsárum enduðu þeir stundum í kirkjugarði einum í Liverpool þar sem finna má legstein merktan E. Rigby.

Naomi – Neutral Milk Hotel

„I'm tasting Naomi's perfume
It tastes like shit and I must say
She comes and goes most afternoons
One billion lovers wave and love her now
They could love her now and so could I“


Eitt af mínum uppáhalds Neutral Milk Hotel lögum. Vekur samt óneitanlega upp áleitnar spurningar. Af hverju í ósköpunum er gaurinn til að mynda að drekka ilmvatn Naomi? Og hví stelur hann kjólnum hennar? Mín tilgáta hefur lengi verið sú að lagið sé um Naomi Campbell en það gæti einnig verið mesta bull sem ég hef látið frá mér fara. Eftir stendur að þetta er dálítið krípí lag en um leið fallegt. Só prittí-í-í.


Pocahontas – Neil Young (af Unplugged plötunni)


„And maybe Marlon Brando
Will be there by the fire
We'll sit and talk of Hollywood
And the good things there for hire
Like the Astrodome
and the first tepee
Marlon Brando, Pocahontas and me
Marlon Brando, Pocahontas and me
Pocahontas.“


Neil Young syngur hér um grimma, evrópska, hvíta kalla sem fóru illa með indíánana á tímum nýlendustefnunnar. Hann segist líka áhugasamur um að sofa hjá sjálfri Pocahontas og dregur annan indíánavin, Marlon Brando, inn í partíið við eldinn. Eitt af mínum eftirlætislögum með Neil Young.

Visions of Johanna

Þetta er víst uppáhaldslag Bob Dylans af meistaraverkinu Blonde on Blonde og þessa dagana er ég sama sinnis. Undanfarið hef ég muldrað upphafssetningar lagsins oftar en góðu hófi gegnir, m.a. á ferðum mínum í bankann og á pósthúsið. Upphafstextinn er líka frekar svaðalegur: „Ain'tit just like the night to play tricks when you're tryin' to be so quiet?“


Önnur lög sem komu til greina en fá því miður bara að verma
varamannabekkinn: Dumb Kate (Incredible String Band), Deanna (Nick Cave and the Bad Seeds), Lua (Bright Eyes), Sweet lady Genevieve (Kinks) og
Cross eyed Mary (Jethro Tull).

No comments: