Monday, February 11, 2008
Lightspeed Champion
Skyldi vera hægt að músíkblogga frá Kína?
Einn mest hæpaði tónlistmaðurinn þessa dagana er hinn breski Devonte Hynes sem spilar undir nafninu Lightspeed Champion (og nýtur þar reyndar hjálpar þriggja annara). Devonte þessi var einn þriðji tríósins Test Icicles sem auk þess að bera eitt versta hljómsveitarnafn nútímans voru einmitt alveg svakalega hæpaðir árið 2005. Ég kveikti satt að segja aldrei almennilega á þeirri sveit þó lagið Boa vs. Python hafi svona aðeins hreyft við mér. Það er allavega ekki hægt að segja annað en að Devonte kallinn hafi ákveðið að breyta um stefnu í sinni tónlistarsköpun því tónlist Test Icicles og Lightspeed Champion á mjög lítið sameiginlegt þar sem fyrri sveitin var afskaplega æst og spastísk en sú síðari róleg og melódísk. Ég fíla Lightspeed Champion eiginlega betur en það er kannski bara af því ég er orðin svo mellow á mínum efri árum. Platan Falling Off The Lavender Bridge kom út fyrir einum þremur vikum síðan svo það er um að gera að tékka á henni.
Lightspeed Champion - Tell Me What It's Worth
Lightspeed Champion - No Surprise (For Wendela) / Midnight Surprise
Test Icicles - Boa vs. Python
Lighspeed Champion á MySpace
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment