Sunday, April 20, 2008

Topp 5 New York lög - Krissa

Ég ætlaði að gera topp5 lista yfir lög með New York tónlistarmönnum/hljómsveitum um New York o.s.frv. o.s.frv. Ég skipti hinsvegar um skoðun á miðri leið, ákvað að vera sjálfhverf og velja þau 5 lög sem mér finnst vera ofur-New-York lög, lög sem ég tengi á einhvern hátt við borgina, lög sem ég myndi hlusta á væri ég þar and all that jazz so voila:

5. TV on the Radio - The Wrong Way
TV on the Radio eru reyndar frá New York, Brooklyn to be precise (auðvitað eru þeir baseaðir í Brooklyn). Fáranlega skemmtilegir og ég hefði í raun getað valið hvaða lag sem er með þeim. Þetta er hinsvegar í örlitlu uppáhaldi þrátt fyrir að ég sé búin að vera að hlusta á það stanslaust síðan það kom út - það er einfaldlega ekki hægt að fá nóg af þessu lagi.
Lagið sem þú hlustar á í subwayinu while discreetly peoplespotting.

4. Death From Above 1979 - Black History Month
Las einhvern tíma að hugmyndin að þessu lagi hefði komið í subway ferð í New York. Hvort sem eitthvað er til í því eður ei dettur mér borgin alltaf í hug þegar ég heyri lagið.
Lagið sem þú hlustar á þegar þú situr í garði/úti á svölum/uppi á þaki og spjallar :)

3. Man Man - Push the Eagle's Stomach
Man Man eru ekki frá New York og lagið er ekki um New York (ekki svo ég viti allavega) en það spliffar ekki donk, ég sá þá fyrst í Bowery Ballroom og var ekki mikið búin að hlusta á þá fyrir tónleikana þannig að fyrir mér eru Man Man New York tónlist. Þetta lag er eins og borgin: skemmtilegt, allt að ske, smá af öllu, ört og brjálæðið allsráðandi.
Lagið sem þú hlustar á þegar þið langar að dansa um í 37fm íbúðinni þinni, hoppa í sófanum og syngja með: "moustache, moustache, moustache".

2. Bonde Do Role - Marina Gasolina
Sjáið þið ekki fyrir ykkur að vera í einni af þessum alræmdu pínulitlu Manhattan leiguíbúðum og dilla ykkur í 'stofunni' við þetta lag meðan þið takið ykkur til fyrir kvöldið?
Lagið sem þú hlustar á þegar þú ert á leiðinni út í ógó pógó góðan mat og djamm með stelpunum/strákunum.

1. British Sea Power - Apologies to Insect Life
Undir-þriggja-mínútna-brjálæði. Fullkomið fyrir borgina þar sem allstaðar er fólk og freistingar og tónlist og eitthvað skemmtilegt að gera og góður matur til að borða og og og...fullkomið lag fyrir fullkomna borg ;)
Lagið sem þú hlustar á í headphones meðan þú röltir um, air-trommar óvart pínu og syngur með vegna einskærrar gleði yfir að vera í borg borganna...

TV on the Radio - The Wrong Way [.mp3] [myspace] [video]
Death From Above 1979 - Black History Month [.mp3] [myspace] [video]
Man Man - Push the Eagle's Stomach [.mp3] [myspace] [video - live í Nashville]
Bonde Do Role - Marina Gasolina [.mp3] [myspace] [video]
British Sea Power - Apologies to Insect Life [.mp3] [myspace} [video - live í Brixton]





Blogged with the Flock Browser

No comments: