Thursday, April 3, 2008
The Dodos
Á morgun fer ég í vikuferð til New York sem er eiginlega bara frekar frábært. Planið er að borða mikið af góðum mat, versla bæði föt og tónlist, túristast og njóta þess að hanga með Rósu vinkonu og Snorra dokstorsnema sem ætlar að vera svo góður að hýsa okkur. Fyrirfram svekkelsi ferðarinnar er að missa af Spoon tónleikum vegna eigin hiks en nú er uppselt og ekkert við því að gera svo búhú fyrir því.
Aftur á móti eigum við miða á tónleika með hljómsveitinni The Dodos sem hafa verið dálítið í umræðunni undanfarið og fengu prýðisdóma fyrir plötuna sína Visiter sem kom út á dögunum. The Dodos eru tvíeyki frá San Francisco sem hafa verið að spila saman í sirka tvö ár. Þeir spila virkilega frambærilegt indí og eru víst algjört dínamít live svo ég er mjög spennt fyrir þessum tónleikum. Jájájá.
The Dodos - Jodi
The Dodos - Fools
The Dodos á MySpace
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Óþarfi að gefast bara upp. Alltaf hægt að kaupa miða á Ebay, til dæmis hér http://cgi.ebay.com/tickets-spoon-nyc_W0QQitemZ110240917337QQihZ001QQcategoryZ16122QQssPageNameZWDVWQQrdZ1QQcmdZViewItem og svo bara fyrir utan. Væri fróðlegt að heyra af Spoon tónleikum. Ef þú vilt undirbúa þig eru heilir Spoon tónleikar á NPR heimasíðunni undir All things considered.
http://www.npr.org/templates/story/story.php?storyId=15323963
Ohhh Dodos voru að spila í næstu GÖTU við mig í kvöld en ég sat heima að læra undir próf ;/ Það þykir mér hræðilegt, sérstaklega ef þau eru ofur live!
Mun klárlega bæta upp fyrir þetta með stífu tónleikaútstáelsi næstu vikurnar múaha
Post a Comment