Friday, April 25, 2008

Topp 5 Party Shuffle Spectacular - Krissa

Ég nota party shuffle aldrei. Ég held ég hafi svona tvisvar prófað til að sjá hvað kæmi upp og það virtist í bæði skipti vilja klína mörgum lögum í röð með sama tónlistarmanni/hljómsveit og vera með einhver almenn leiðindi. Í dag fékk ég hinsvegar bara þennan ágætasta lista! Ég ætti kannski að gefa party sjúfflinu annan séns?

Beck - Sing It Again

Ég var næstum búin að gleyma þessu lagi! Rólegt og fallegt af Mutations sem kom út fyrir 10 árum (10 árum!?!) og er alveg frábær! Hver annar kemst upp með að hafa kántrí og bossa nova á sömu plötunni og láta það hljóma vel?


MC Solaar - Nouveau Western

1993 dúettaði MC Solaar með Guru á fyrstu Jazzmatazz plötunni og sló svona líka í gegn að árið eftir, þegar Prose Combat kom út, var hún líka gefin út í Bandaríkjunum, sem þótti víst ansi merkilegt at the time þar sem hún er öll á frönsku. Ég var nú bara 11 ára þegar þetta fór alltsaman fram en rámar í að hafa heyrt einhver lög með honum og svo hlustaði ég meira á hann þegar ég varð aðeins eldri.

Eftir æsispennandi spilakvöld hjá stóra bróður síðasta haust horfðum við svo af einhverjum ástæðum á nokkur gömul MC Solaar myndbönd á youtube. Eftir það ákvað ég að ráðast í smá upprifjun á franska rappinu, komst yfir allar plöturnar hans og mundi hvað mér fannst þær bara ansi góðar á sínum tíma. Nouveau Western byrjar á fyrstu 20 sekúndunum úr Bonnie&Clyde með Serge Gainsbourg, sem er frábært lag eftir alræmdan slísböll. Lagið gat því eiginlega ekki annað en orðið alveg hreint ágætt og er jafnvel í pínu uppáhaldi hjá mér einmitt vegna þess að mér finnst Bonnie&Clyde freeekar skemmtilegt.


Botnleðja - Ólyst

Hlustaði óspart á þetta eftir að ég og fyrsti kærastinn hættum saman. Ári seinna barst þetta svo í tal hjá okkur og í ljós kom að þetta var 'break-up-lagið' hans líka. Tilviljun? En burtséð frá því gæti þetta jafnvel verið besta lag Magnyl, sem aftur er ein af betri íslensku plötum seinni ára.


Bob Dylan - To Be Alone With You

Það er ansi vel við hæfi að fá þetta því Nashville Skyline er eiginlega búið að vera soundtrackið mitt síðustu 3 mánuðina. Held það hafi varla liðið dagur sem ég hef ekki hlustað á hana alla vega einu sinni. Lögin eru hvert öðru sterkara, kántríið hreint yndi og mér finnst röddin í Bobby D skemmtileg á þessari plötu.


Julie Doiron - Faites des Beaux Rêves

Fyrstu tónleikarnir sem ég fór á þegar ég kom til Montréal í janúar voru með Julie Doiron og Lily Frost. Bjóst fyrirfram við að mér finndist Julie betri án þess svo sem að vita mikið annað um hana en að hún var söngkona og bassaleikari í Eric's Trip sem ku hafa verið ansi vinsælt band hérna í Kanaders in ze 90s. Svo var ég búin að hlusta svolítið á hana og það sem ég var búin að heyra var gott.

Lily sló hana hinsvegar algjörlega út live og var mun betri. Efnið sem Julie var með rann svolítið mikið saman, var allt frekar svipað. Þetta er ágætis lag svo sem, en ekki hennar besta að mínu mati.

No comments: